Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
5
Stjómmál
DV
Alþýðuflokkurinn:
Einhugur í
flokksstjóm
Einhugur ríkti um störf ríkis-
stjómarinnar og ekki hvað síst voru
fundarmenn ánægðir með þátt ráð-
herra Alþýðuflokksins í hennar
verkum á flokkstjórnarfundi Al-
þýðuflokksins sem haldinn var®á
Hótel Sögu á laugardaginn.
Var greinilegt á ráðherrum flokks-
ins, þingmönnum og öðram fundar-
mönnum að Alþýðuflokksmenn eru
að flestu leyti ánægðir með stjórnar-
samstarfið og 'vilja halda því áfram.
Ennfremur studdu fundarmenn
kerfisbiieytingar þær sem gerðar
hafa verið og eru í bígerð í efnahags-
málum.
Fyrir utan ræðu Jóns Baldvins
Hannibalssonar um stjórnmála-
ástandið og efnahagsmálin ræddi
Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra
um breytingar sem ráðuneytið er
með í undirbúningi á dómskerfinu
sem miðar að aðskilnaði dóms- og
umboðsstarfa. Þá ræddi Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
um húsnæðismálin og kaupleigu-
kerfið sem hún vill koma í gegn.
Lýstu fundarmenn yfir fuilum stuðn-
ingi við rácjherra sína og baráttumál
þeirra.
-ATA
Stöðugt gengi akkeri
I* vprAlAcícmálimiim
fvl wlClg9l IICIIUIIUI11
„Stöðugleiki gengis er akkerið í'
verðlagsmálunum og því mjög
raikilvægur,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra á
flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks-
ins sem haldinn var á Hótel Sögu
á laugardag.
„Hitt er rétt að misgengi dollar-
ans hefur sett fiskvinnsluna í
landinu í úlfakreppu. Þaö þarf að
lagfæra hag fiskvinnslunnar og
fiskvinnslufólks. Ef þaö kostar leið-
réttingu á gengi þýöir það ekki
óstöðugt gengi. Gengið yrði að vera
stöðugt upp frá þvi, annars er strið-
ið í verðlags- og veröbólgumálum
tapað,“ sagöi fjármálaráðherra.
-ATA
Hlegið að
nöldrinu
- segir fjármáiaráðherra
stjóra
,Breytingamar sem þessi ríkis-
hefur verið að hrinda í
framkvæmd á fyrsta hálfa ári ferils
síns eru mjög mikilvægar kerfis-
breytingar sem eiga eftir að koma
öflum til góða. í framtíðinni verður
Skattkerfisbreytingarnar:
Róttækari breytingar en
annars staðar þekkist
- segir fjármálaráðherra
„Ríkisstjórnin hefur á fyrstu sex
mánuðum stjórnarsamstarfsins
hrundið í framkvæmd róttækum
umbótamálum sem munu í framtíð-
inni stuðla að auknum stöðugleika
og jafnvægi í íslenskum þjóðarbú-
skap,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son á flokkstjórnarfundi Alþýðu-
flokksins um helgina.
„Ég veit ekki tfl þess að nokkurs
staðar í heiminum hafi jafnróttækar
skattkerfis- og tollabreytingar verið
framkvæmdar á svo skömmum tíma.
Það eru helst Ný-Sjálendingar sem
hafa verið að hreinsa til í löngu úr-
eltu efnahagskerfi sínu. Þeir eru þó
ekki komnir eins langt og við enda
hafa þeir ekki haft nema fjögur ár til
að gera það sem við höfum fram-
kvæmt á hálfu ári,“
Baldvin Hannibalsson.
sagði Jón
-ATA
fltiö á þessar kerfisbreytingar sem
minnisvarða um ríkisstjórn sem
þorði að framkvæma nauðsynlegar
breytingar þó svo vitað væri að þær
væru ekki sérlega vinsælar í upp-
hafi,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son á flokkstjórnarfundi Alþýðu-
flokksins um helgina.
„Stjórnarandstaðan og þá sérstak-
lega allaballar og kvennó nota nú
nótt og nýtan dag til að nöldra út af
breytingunum. Eftir nokkur ár verð-
ur hlegið að þessum nöldurseggjum
eins og nú er hlegið að körlunum sem
koma á sínum tíma ríðandi til
Reykjavíkur til að mótmæla síman-
um,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
-ATA
Jón Baldvin og Guðmundur Einarsson starfsmaður
yfir gögn á flokksráðsfundinum.
Alþýðuflokksins fara
DV-mynd GVA
Husqvama
á
gamla
verðinu
Mátt þú sjá af
324 krónum
á dag?*
Skutlanereinsogsniðinfyrirnútímafólk.Húner Tjlf Qjrn ov VX tfoflTP hvi Dlíf-nflct
sparneytin,5mannaogsérlegaléttoglipuríum- -t-li DVU gCUU.1 pU. DlglluiDU
feröinni. Skutlan erflutt inn af Bílaborg h/f. Það -í -i A * t k a nTrTTmT tti
tryggir 1.flokksþjónustu,semerrómuðaföllum SDlUIlAUIlVia» LAJMUlA bJiUlLU!
sem til þekkja. ~ u
* LANCIA SKUTLA kostar kr. 312 þús.kr. stgr.
Útborgun kr. 78.000, eftirstöðvar greiðast á 30
mánuðum, kr. 9.860 pr. mánuð að' viðbættum
verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu
er ekki innifalinn. (Gengisskr. 13.1 £8)
Eigum fyrirliggjandi takmarkað magn
af Husqvarna saumavélum á
„gamlaverðinu".
Nú er rétti timinn til að gera góð kaup.
Næsta sending hækkar um 17%
vegna tollabreytingarinnar.
© HUSQVARNA BORGAR SIG
Gunnar Ásgeirsson hf.
SoAuitandsbruil 16-10« Rayk|a«lk - Slm 89 18 00
Opiö laugardaga frá kl. 1 - 5.