Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988.
Neytendur
Þessar vörur hafa hækkaö um 15% að jafnaði
Hækkanir skila sér
Lækkanir ekki
sjáanlegar
í október síöastliönum könnuöum
við verö 11 vörutegunda í sex stór-
mörkuðum. Á dögunum var verö
sömu vörutegunda skoöaö og borið
saman við októberveröið í tilefni
nýlegra verðbreytinga. Októberverð-
ið var kannað vegna kauphækkana
á þeim tíma. Því er þó ekki aö heilsa
núna.
Þó vörutegundirnar séu ekki margar
er könnunin engan veginn tæmandi,
hins vegar er auðveldlega hægt aö
sjá töluveröar veröbreytingar á þess-
um þremur mánuðum.
Meöalverö þeirra tíu vörutegunda
sem viö tókum nú fyrir hefur hækk-
aö um 15,4% frá því í október.
Kaupstaöur í Mjódd hefur hæsta
heildarverð þessara tegunda og hef-
ur hækkaö sínar vörur mest í
prósentum eða um 23,9%. Nýibær
hefur næsthæsta heildarveröið (7
vörutegundir af 10 yfir meðalverði)
en hefur þó minnstu heildarpró-
sentuhækkun. Skýringin á því er að
í október var verð kiwiávaxta í
Nýjabæ langt fyrir ofan verö annarra
markaða. Verði kiwi hefur hins veg-
ar lækkað þarna það mikið aö það
nægir til að draga heildarprósentu-
hækkun verslunarinnar svo mikið
niður.
í síðustu verökönnun var verð hag-
stæðast í Fjarðarkaupi. Að þessu
sinni munar heilli 71 kr. á verði kiwi
þar og í Hagkaupi. Þaö má þvi segja
að eingöngu þess vegna sé veröið
lægra í Hagkaupi.
Af einstökum vörutegundum má
nefna að gulrófur hækka mest eða
um 58% og kartöflur um 56%. Jógúrt
hækkar um 17,2%, kiwi um 17,8%,
Milupa um 14,8%, Morgunguli um
11,2% og appelsínur um 4,5%. Verð
Diletto kafíis stendur nokKurn veg-
inn í stað, sömuleiðis verð á tann-
kremi og sjamþói.
Þess ber þó að geta að samkvæmt
hsta frá fjármálaráðuneytinu áttu
hreinlætisvörur þessar að lækka um
ein 25%. Því virðist sem um eintómar
hækkanir sé aö ræða.
í könnun þessari kemur fram að
verðmunur á milli stórmarkaða hvað
þessar vörutegundir snertir er tölu-
verður. Verð þessara vara er hæst í
Kaupstað í Mjódd 1.037,00 kr. en
lægst í Hagkaupi 921,20 kr. Verðmis-
munur á milli þessara stórmarkaöa
er því 11%. -ÓTT
Frávik frá meðalverði
M Hversu oft yfir meðalverði
□ Hversu oft undir meðalverði
Nýjibær Kaupsstaður SS Austurveri Hagkaup Fjarðarkaup Mikligarður
Hækkun síðan í október
Meðalhækkun
Kaupsstaður
Fjarðarkaup
SS Austurveri
Mikligarður
Hagkaup
Nýjibær
Mcðaltalshækkun í hvcrri vcrslun
30 %