Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Síða 17
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988. 17 „Horse for rent“! Á þetta skilti var letrað á engilsaxnesku að þarna væri hestur til leigu. Mörgum feröamönnum, sem fóru til aö skoða Gullfoss og Geysi síðastliöiö sumar, varö starsýnt á skilti sem haföi veriö komið upp viö þjóðveginn, ekki aUlangt frá Laugarvatni. Á þetta skilti var rit- að á engilsaxnesku aö þama væri hestur til leigu. Hentu menn gaman að þessu og þeir sem eitthvað vora inni í íslenskri sögu veltu því fyrir sér hvort þar væri endurborinn Sleipnir, Yngri-Rauður eða Fagri- Skjóni sem þarna væri boðinn til leigu. Fjórða stærsta greinin Á undanfómum áratugum hefur þjónusta við ferðamenn hér á landi og tekjur af þessari starfsemi vaxið hröðum skrefum. Á síðasta ári voru tekjur af innlendum og er- lendum ferðamönnum samtals um 9 milljarðar en þá komu hingað.til lands um 125.000 erlendir ferða- menn. Áætlað hefur verið að fjöldi erlendra ferðamanna, sem vilja koma hingað til lands, geti allt að því þrefaldast til næstu aldamóta. Þessi þróun er heldur ekkert bund- in við ísland. Ferðalög og ferða- mennska eru nú þegar orðin íjórða stærsta grein viðskipta í heiminum og fara ört vaxandi. Ef þetta reynist rétt og ef við vilj- um munum við á næstu árum upplifa hér álíka byltingu í ferða- málum og þá búseturöskun sem varð hér á landi frá síðustu alda- mótum. Samt bendir margt til þess að við séum engan veginn undir þaö búin að taka á móti miklu fleiri erlendum ferðamönnum. KjaUaiinn Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt Ef við viljum geta samt alhr landsmenn notið góðs af þessari þróun og án þess að þaö umhverfi og þau landgæði, sem feröamenn sækjast eftir, verði eyðilögð. Þetta gerist þó ekki af sjálfu sér og án þess að til þessara mála sé varið talsverðum tíma og fjármunum og án þess að mótuð sé sameiginleg stefna þeirra aðila sem þama koma við sögu. „Ferðamálahænan“ í lögum um skipan ferðamála er ákvæði þess efnis að 10% af sölu fríhafnarinnar á Keflavíkurvelli skuli renna til ferðamála. Því fer samt fjarri að við þetta hafi verið staöið. Þeir sem ráða þessum mál- um þekkja eflaust margar þjóðsög- ur um hænur sem verpa gulleggj- um. Þess er þó hvergi getiö í þessum sögum að hænurnar hafi getað orpið án þess að fá eitthað að éta. „Ferðamálahænan" ís- lenska mun heldur ekki verpa þvi eggi sem margir vonast til án þess að vel sé að henni búið. Auðvitað er það ekki ábyrg af- staða að henda á lofti einhveijar tölur og upplýsingar og vona að ósýnilegar hendur, almættið og einkaframtakið leiði þetta mál far- sællega fram á veginn, frekar en sjávarútveginn. Það sem skiptir máli fyrir bæði erlenda og innlenda ferðamenn er sú heildarreynsla sem þeir fá við að ferðast hér á landi. Með samstilltu átaki Einkaaðilar geta ekki ráðið eöa haft áhrif á nema hluta af þessari heildarreynslu. Hinn hlutinn er í höndum fjölmargra opinberra að- ila, sveitarfélaga og ríkis. Ef við ætlum að mæta þessari þróun á viðunandi hátt er ekki nægilegt að gera átak á einu eða tveimur svið- um. Mestur árangur næst með samhæfðu átaki sem flestra hlutað- eigandi aðila. I öllum landshlutum nema á höf- uðborgarsvæðinu eru nú starfandi ferðamálasamtök sem hafa unnið mikið og gott starf á þessu sviði á liðnum árum. Þó er þörf fyrir slík samtök sennilega hvergi meiri en á höfuðborgarsvæðinu þar sem röskur helmingur þjóðarinnar býr. Á síðasta aðalfundi Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samhljóöa samþykkt að stofna slík samtök. Þessara samtaka bíöa mörg verk- efni enda eru í öllum sveitarfélög- um hér á landi nær óþijótandi möguleikar til ferðamennsku, úti- vistar og útiveru, en þvi aðeins að við berum gæfu til að vinna saman að þessum málum. Ef við gerum það ekki getum við heldur ekki vonast til þess að fá mörg gullegg í okkar hlut. Þá getum við hvert og eitt sett upp skilti við þjóðveginn - „horse for rent“! Gestur Ólafsson. „Ef viö ætlum að mæta þessari þróun á viöunandi hátt er ekki nægilegt aö gera átak á einu eða tveimur sviðum.“ Eftir aöeins „venjubundnar" fréttir af óeirðum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs allra síðustu ár bárust fréttir af því nú skömmu fyrir áramót að óeirðir hefðu brot- ist út í Gaza í Palestínu, svæði sem hefur verið tiltölulega rólegt á fram til þessa sé miðað við önnur svæði á þessum slóðum. Gildra örvæntingar í byrjun 20. aldar hófst landnám gyðinga í Palestínu. Þá strax og þegar gyðingar börðust gegn aröb- um 1947-9 hröktu þeir með ofbeldi og hermdarverkum meirihluta araba burt úr landi þeirra en hluti varð eftir sem illa launuð undir- stétt í hinu nýja ríki sem gyðingar stofnuðu, ísrael. Tvö svæði Palestínu lentu þó ekki strax undir ísrael. Það eru Vestur- bakkinn svokallaði, sem var undir stjórn Jórdaníu til 1967 er ísraelar hertóku hann, og Gazasvæðið sem var undir stjórn Egyptalands til sama tíma og var ekki skilað með Sínaískaganum sem líka var her- tekinn en skilað fyrir nokkrum árum. Gazasvæðið er örsmátt, innan við 40 km langt og örmjótt, en þar búa samt 630 þúsund manns. Þessi vett- vangur harmléiks er einhveijar elstu og stærstu flóttamannabúðir í heimi og fáir blettir á jörðunni munu þéttbýlli. Fyrstu barnabörn flóttamannanna, sem þangað komu fyrir 40 árum, hafa nú fæðst og börnin eru uppkomin. Þau sjá ekk- ert framundan, enga framtíð. Þeirra vopn hafa verið grjót á með- an þau hafa verið skotin, barin, dreift táragasi yfir þau eða þau handtekin sem meintir óeirðasegg- ir. Grimmd hers og lörgreglu hefur verið svo mikil að jafnvel Banda- ríkjastjórnvöldum, hliðhollum ísrael, hefur blöskrað. Heimurinn hefur gleymt þeim í yfirbót sinni gagnvart gyðingum. Kynþáttastefna Ísraelsríkis Heimurinn keppist við að for- dæma í orði kynþáttastefnu S- Afríku en dáðist að dugnaði valdið til þess. Það er þó fátt sem hvetur ísrael til þess að láta undan í einhveiju því að það hefur alla tíð notið eindregins stuðnings Banda- ríkjanna og Vestur-Evrópuríkja meðan þessi ríki í orði, og sum á borði, hafa reynt að spoma við kynþáttastefnunni í S-Afríku. Menningarleg samvinna viö Vest- ur-Evrópu veitir kynþáttaofbeld- inu í Ísraelsríki mikilvægan stuðning. Eigum við að halda áfram að fylgjast róleg með því hvernig ísra- elsk stjórnvöld kúga araba? Er ekki allur- heimurinn ábyrgur fyrir þeirri gildru örvæntingar sem íbú- ar Gaza eru í? Það minnsta sem við getum gert er að taka afstöðu meö réttlætinu og á móti ranglætinu. Ingólfur A. Jóhannesson í Bandaríkjunum gyðinga við að reka araba úr landi sínu og sigra þá í styrjöldum. í rauninni er stefna Ísraelsríkis einhver grófasta kynþáttastefna sem til er: arabar ýmist reknir í burtu eða látnir vinna verst laun- uðu verkin. Þeir fyrrum hermdar- verkamenn, sem stjórnað hafa Ísraelsríki lengst af síðustu tíu til 15 árin, beita því ofbeldi sem þeir telja nauðsynlegt til að tryggja óbreytt ástand og er jafnsama um arabísk mannslíf og suður-afrísk- um um svört. Þeir hafa elt á röndum hina arabísku flóttamenn um nágrannalöndin (hver man t.d. ekki eftir fjöldamorðunum í flótta- mannabúðunum í Beirút fyrir fáum árum?) Einasti munurinn á kynþáttastefnu S-Afríku og ísraels er sá að í S-Afríku kúgar minni- hluti meirihluta en 1 Palestínu er það meirhluti sem kúgar minni- hluta. Skiptir einhverju máli á hve mörgum mannréttindi eru brotin? Er pólitísk lausn framundan? Heimspressan kallar araba í ísra- elsríki og á herteknu svæðunum tveimur „lýðfræðilega tíma- Gildran í Gaza Frá Gaza-svæöinu 11. jan. sl. orð gegn israelum. - hópur Palestínumanna nálægt flóttamannabúðunum við Jabalia kyrjar slag- Kjallariim Ingólfur Á. Jóhannesson, sagnfræðingur og nemi í Wisconsinháskóla „Ef finna á pplitíska lausn á þessu máli verður Israelsríki að brjóta odd af oflæti sínu. Það eru ráðamenn þess og konur sem hafa valdið til þess“. sprengju". Með því er átt viö að þessu fólki fjölgar mun hraöar en gyðingum í ísrael, svo hratt að ef saman eru teknir arabar sem eru borgarar í Ísraelsríki og íbúar þess- ara tveggja herteknu svæða þá er þetta fólk núna um 39% af heild- aríbúafjölda Palestínu hinnar gömlu en gyðingar um 61%. Sam- tals um 5,7 millj. íbúa. Því er hins vegar spáð að eftir um það bil 15 ár verði arabar og gyðingar jafn- margir. Hinn kúgaði minnihluti verður þá orðinn að kúguöum meirihluta nema eitthvað róttækt gerist. Ef finna á pólitíska lausn á þessu máli verður Ísraelsríki að bijóta odd af oflæti sínu. Það eru ráða- menn þess og konur sem hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.