Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 18. JANUAR 1988. Leikskólinn/Dagheimilið Kvarnarborg Okkur vantar deildárfóstrur eða starfsfóik með reynslu í uppeldisstörfum til starfa sem fyrst. Einnig vantar þroskaþjálfa eða fóstru í stuðningsstöðu. Upplýsingar í síma 673199. DAGVIST BARNA VALHÖLL, SUÐURGÖTU 39 Vantar 2 deildarfóstrur frá 1. febrúar. Einnig vantar starfsmann nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur forstöðumaður, sími 19619. DAGVIST BARNA NÓABORG, STANGARHOLT111 Vantar eina fóstru og tvo starfsmenn nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur forstöðumaður, sími 29595. Patreksfirði óskar að ráða umboðsmann sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu DV, Reykjavík, í síma 91-27022. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu. Starfssvið: Umsjón móta og dómaramála auk annarra almennra starfa. Við leitum að manni með þekkingu á tölvum auk áhuga og innsýni í knattspyrnumál. Starfið er laust nú þegar. Laun samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri KSI, Iþróttamiðstöðinni Laugardal, ekki í síma. Umsóknir skulu berast KSI, pósthólf 8511, 128 Reykjavík, fyrir 28. jan. FLUGMÁLASTJÓRN Nám í flugumferðarstjórn Auglýst er eftir umsækjeridum til náms í flugum- ferðarstjórn. Inntökuskilyrði til námsins eru að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu, fullnægi tilskildum heilbrigðiskröfum, séu 20-30 ára gamlir, leggi fram sakavottorð og full- nægi ákvæðum laga og reglugerða um loftferðir. Umsóknareyðublöð fást hjá móttökudeild flugmála- stjórnar, 1. hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykja- víkurflugvelli, og þangað skal skila umsóknum fyrir 23. janúar 1988. Stöðupróf verða haldin í kennslustofu Hótel Loftleiða (suðurálmu), 23. og 24.janúar nk. kl. 8.30 að morgni. Fréttir Alþjóðlegur varaflugvöllur: Niðurstöðu að vænta um næstu mánaðamót Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Vinnuhópur sá sem skipaöur var til aö gera tillögur um alþjóðlegan varaflugvöll á Islandi hefur verið aö störfum aö undanfomu og er reiknað með aö hann skih áhti um næstu mánaðamót. Jóhann A. Jónsson, sem á sæti í vinnuhópnum, sagði í samtali við DV að á þessu stigi væri ekkert hægt að láta uppi um áht vinnu- hópsins. Hann sagöi að nú væri beðiö eftir upplýsingum um hávað- amengun og verið væri að ganga frá áhti hópsins að öðru leyti. í vinnuhópnum eiga sæti tveir fuhtrúar Flugmálastjómar, einn fuhtrúi frá Náttúruvemdarráði, einn frá Almennu verkfræðistof- unni, einn flugstjóri hjá Flugleið- um og einn fuhtrúi frá Veðurstof- unni. Siggi Sveins við bryggju á Isafiröi. DV-mynd SJS ísafjorður: Nýr bátur, en kvötinn spuming Siguijón ]. Sigurösson, DV, Isafirði: Nýjasti bátur ísfirðinga, Siggi Sveins, fór í reynslusighngu um síð- ustu helgi og gekk hún vel í alla staði. Ýmis veiðarfæri vora reynd. Báturinn er nýsmíði Skipasmíða- stöðvar Marsellíusar h/f á Isafirði. Enn er óljóst hvemig verður með kvóta fyrir bátinn. „Ég sit héma bara við símann og híð,“ sagði Guðmund- ur Sigurðsson, einn af eigendum bátsins. Hann sagðist þó vongóður um að báturinn fengi svipaðan kvóta og þau raðsmíðaskip sem smíðuð hafa veriö að undanfomu. Sjónvarp aldrei sést á Djúpuvík og Reykjaifirði Regina Thoiarensen, DV, Stiönduin: Ég ræddi við Evu Sigbjörnsdóttur, hótelstýru á Djúpuvík og hún sagðist leið yfir því hvað rafmagnið væri ótryggt. Þau á hótelinu treysta bara á rafmagnið á öllum sviðum. Fimm heimili eru á Ströndum sem ekki hafa ljósamótor. Oft gengur illa að fá varahluti í þá sem fyrir eru. Raf- magnið fór aftur af á fóstudag, 8. janúar, og var rafmagnslaust fram á nótt, í eina 12.tíma. Eva segist hta björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir rafmagns- leysiö á stundum og gestir eru þegar farnir að bóka sig fyrir næsta sum- ar. í fyrrasumar komu á íjórða þúsund gestir á hótehð og hin góða veðrátta fram undir hátíðar gerði það að verkum að alltaf var eitthvað að gera. Þó ekki neinir stórhópar. Þá gat Eva þess að hún hefði ekki verið ánægö með þaö sem haft var eftir forráðamönnum sjónvarpsins í blöðum, að alhr landsmenn gætu séö sjónvarpiö. Það hefur aldrei sést í Djúpuvík og Reykjarfirði. Félagsvist var haldin í samkomu- húsinu í Trékylhsvík nýlega og gátu ekki allir farið. Ófært var frá Djúpu- vík, Munaðarúesi og Reykjarfirði þó ekki sé mikih snjór. Suðavík: Sjónvarpslaust í Átftafirði „Eg sá auglýsingu frá íslenska rík- issjónvarpinu um daginn þar sem segir: Sjónvarpið þegar allt annaö bregst, hjá mér bregst hins vegar ekkert 'annað en sjónvarpið," sagði Guðmundur Halldórsson, bóndi á Svarthömrum í Álftafirði. Þrátt fyrir að rúmlega tveir áratug- ir séuhðnir síðan íslenska ríkissjón- varpið hóf útsendingar ná ekki enn allir sveitabæir á íslandi sendingum sjónvarps. Bærinn Svarthamrar er einn af þeim. Á Súðavík, sem er í 4-5 kílómetra fjarlægð frá Svarthömr- um, er endurvarpsstöð fyrir sjón- varp en á milli Álftafjarðar og Súðavíkur er smáfjallgarður sem veldur því að bærinn nær ekki sjón- varpssendingum. f firðinum eru tveir bæir og nær hinn bærinn sjón- varpssendingum með höppum og glöppum. „Fyrir hverjar kosningar hafa menn komið og heimsótt mig og lofað að þessu yrði kippt í liðinn, það yrði settur upp lítill aukasendir svo að við gætum horft á sjónvarp. Hins vegar hafa menn verið fljótir að gleyma slíkum loforðum aö loknum kosningum. Ég hef látið fara fram athugun á því hvað sendirinn myndi kosta og í dag kostar hann um 250 þúsund krónur. Ég fékk mér sjónvarpstæki og myndband áriö 1981 th að geta horft á kvikmyndir, þá var sjónvarpið ekki lengi að senda mér rukkun fyrir af- notagjaldinu. Ég neitaði að sjálf- sögðu að greiða það. En mér finnst það hart þegar fólk í næsta nágrenni getur orðið náð sendingum Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2 að sjá ekki neitt sjálfur," sagði Guðmundur að lokum. -J.Mar Konur keyra hægast og ungir karlmenn hraðast Á síðasta ári voru 170 ökumenn sviptir ökuleyfl vegna of hraðs akst- urs. Langflestir ökumannanna eru karlmenn á aldrinum sautján til tutt- ugu og fjögurra ára. Aðeins tvær konur voru sviptar ökuleyfi vegna of hraðs aksturs. Það voru ungir karlmenn sem voru sviptir ökuleyfi í yfir 90% tilfellanna. Oft var um að ræöa unga menn sem voru með bráðabirgðaskírteini í eitt ár. Fyrsta áriö eftir ökupróf eru gefln út bráðabirgðaskírteini th eins árs. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.