Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Side 30
42 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988. REYKJKJÍKURBORG AaMcin Stödívi ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA DALBRAUT 27 Starfsfólk vantar í eldhús, 75% starf. Vinnutími frá kl. 8-14, unnið aðra hverja helgi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. INNANHÚSSARKITEKT Óskum eftir innanhússarkitekt eða öðru hæfu fólki til að sjá um útlit og skipulagningu á stórri húsgagnaverslun. Nafn og aðrar upplýsingar sendist auglýsingaþjón- ustu DV, merkt „Húsgagnaverslun '88", fyrir 25. janúar nk. Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða jámiðnaðar- mann vanan pípusuðu. Vinnan felst í almennu viðhaldi dreifikerfis. Krafist er hæfnisvottorðs, í pípusuðu, rafsuðu og logsuðu frá rannsóknarstofu iðnaðarins. Upplýsingar um starfið veitir Örn Jensson að bæki- stöð H.R., Grensásvegi 1. Þroskaþjálfa vantar sem fyrst á sambýli, Stekkjatröð 1, Egilsstöðum. Um er að ræða 50-70% helgar- og kvöldvinnu. Nánari upplýsingdr gefur forstöðukona í síma 97-11877 f.h. eða á skrifstofu svæðisstjórnar í síma 97-11883 og 97-11443 alla virka daga frá kl. 13-17. BORGARSKJALASAFN SKÚLATÚNI 2 óskar að ráða starfsmann í 80-100% starf. Starfið felst í umsjón og vinnu við úrklippusafn. Upplýsing- ar um starfið veitir borgarskjalavörður í síma 1 8000. Umsóknarfrestur er til 21. janúar. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 8, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjud. 19. jan kl. 20 í Ármúla 34 (Múlabæ) og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000,- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin út- vegar kennara til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. Sandkom Sigfús bæjarstjóri hefur reynt að leysa fóstrudeilurnar með þreifingum. Þreifingar bæjarstjórans Það hefur mikið gengið á í hinu svokallaða fóstrumáli á Akureyri að undanfórnu. Þegar allt var komið í hnút og ekkert annað blasti við en lokun tveggja af dagheimil- um bæjarins bretti bæjar- stjórinn, Sigfús Jónsson, upp ermamar og tók til sinna ráða. Hann kallaði fóstrumar á sinn fund einaogeinaísenn og ræddi málin við þær af alvöru og leitaði lausnar. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft umboð til þess að semja við þær um einhveij a ákveðna kaup- hækkun svaraði hann strax og sagði að það umboð hefði hann ekki, þetta hefðu ein- ungis verið þreifingar. Það er greinilega ekki alltaf leiðin- legt hlutverk að vera bæj ar- stjóri. Skemmdar- vargar á ferð- inni Strax og snjóa tók á Akur- eyri rétt fyrir j ólin fóm vélsleðamenn af stað á farar- tækjum sinum í bænum. Em þeir hin vesta plága á sumum stöðum, aka á fleygiferð eftir gangstéttiun og inn á milli húsa og mesta mildi að ekki skuli hafa hlotist af stórslys. En fleiru stafar hætta af vél- sleðamönnum sem þeysa um á sleðum sínum. Mörg opin svæði í bænum em vinsæll leikvöliur vélsleðamanna og hafa þeir nú eins og undan- farin ár valdið miklum spjöll- um á viðkvæmum trjáplönt- um sem settar hafa verið niður. Nýjasti leikvöllur vél- sleðamanna er golfvöllurinn að Jaðri, rétt fyrir ofan by ggðina, og þar hafa þeir þegar unnið mikið tjón. Þar hafa þeir bæði ekið niður trjáplöntur og spólað sig niö- ur úr snjónum á hinum viðkvæmu flötum vallarins sem geysileg vinna hefur ver- ið lögð í að gera góðar. Það versta er að hér em ekki böm eða unglingar að verki heldur yfirleitt fullorðnir menn sem skirrast ekki við að þeysa um á tækj um sfnum og valda skemmdum á eigum annarra. Var það nær- megin eða. . Ung og bráðhugguleg kona er annar stjómandi íþrótta- þátta á Stöð 2 og gengur vasklega til verks við aö sýna áhorfendum snilli íslenskra handboltakvenna sem reynd- Arna Steinsen, annar stjórnenda iþróttaþátta á Stöö 2, er vel þekkt knattspyrnukona. ar er með ólíkindum. Inn á milli sýnir ungfrúin okkur aðrar greinar íþrótta og var badminton t.d. á dagskrá fyr- ir nokkrum dögum. Þegar Bjami Felixson sýnir áhorf- endum badminton er hann vanur að segja nafn keppand- ans nær myndavélinni. En ungfrúin á Stöð 2 er með aðra aðferð. Hún segir okkur nafn keppandans sem er fjærmeg- in á vellinum og þess sem er nærmegin. Það vantar bara að næst þegar Stöð 2 sýnir okkur hnefaleika að tilkynnt verði um að nú hafi verið dinglað þegar hverri lotu lýk- ur. Hægtað hringja heim Nemendur í heimavist Menntaskólans á Akureyri tóku því fegins hendi á dög- unum þegar langlínulás á síma þar bilaði. Var því hægt að hringja út úr bænum en það er ógerlegt að öllu jöfnu. Mun símareikningurinn, sem venjulega nemur 5 þúsund krónum, hafa hækkað vem- lega af þeim sökum og var 34 þúsund krónur þegar hann barst skólanum. Það kemur hins vegar í hlut Pósts og síma að bera þann síma- kostnað því að skólinn greiðir fyrir afnot af svokölluðum langlínulykli. Einnig er í heimavistinni annar sími þannig útbúinn að hægt er að hringja í númer hans en ekki úr honum. Það mun hins vegar vera leikur nemenda að „morsa" inn símanúmer á takkana undir símtólinu og ná þannig sambandi út í bæ. Þetta segj a fróðir menn að hafi verið gert lengi. Nem- endur em því ekki úrræða- lausirþegarþálangarað ’ hringja heim til sín eða ann- að. RÚVAKog handboltinn Það fór víst ekki fram hj á neinum að „synir íslands", sem skipa handboltalandslið okkar, vora í eldlínunni á afar sterku móti í Sviþjóð í síðustu viku. Leikjum liðsins var lýst í beinni útsendingu á Rás 2 í Ríkisútvarpinu og margir fylgdust með. Á Akur- eyri er svæðisútvarp, eins og margir vita sj álfsagt, og send- ir þaö út á dreifikerfi Rásar 2. Greinilegt var fyrir leikina í Svíþjóð að margir höfðu áhyggjur af þvi að Svæðisút- varpið, sem ber skammstöf- unina RÚVAK, myndi senda út á sama tíma og lýsingar vom frá leikjunum í Svíþjóð og lýsingarnar myndu þ ví ekki heyrast. En sá ótti var ástæðulaus. RÚVAK sendi einungis út fréttir og auglýs- ingar kl,18ogsíðan vom norðlenskir hlustendur komnir í handboltann eins og aðrir landsmenn. Það var því „rólegt" hjá dagskrár- gerðarmönnum RUVAK í síðustu viku en hlustendur vom í sjöunda himni, flestir a.m.k. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Hljóðbyfgjan á Akureyri: Gengur ekki verr en hjá stöðv- unum í Reykjavík uppgjafartónn í okkar herbúð- um.“ Ómar sagði að rekstur Hljóðbylgj- unnar væri í endurskoðun og þau mál yrðu væntanlega rædd á hlut- hafafundi sem stendur fyrir dyrum. Hann sagði að ekki yrði um sam- drátt í útsendingum að ræða, miklu fremur hitt, að útsendingartíminn yrði lengdur og ýmsar breytingar gerðar á dagskránni. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanfórnu og við stöndum áreiðanlega ekki verr en stöðvarnar í Reykjavík," sagði Ómar Pétursson, útvarpsstjóri Hljóðbylgjunnar á Ak- ureyri, í samtali við DV. Sögusagnir hafa af og til gengið um þaö á Akureyri að stöðin ætti í mikl- um erfiöleikum fjárhagslega og að útvarpsstööin Stjarnan í Reykjavík væri að koma til samstarfs eða jafn- vel að yfirtaka rekstur Hljóðbylgj- unnar. „Þetta er ekki rétt,“ sagði Ómar Pétursson. „Þaö hafa aö vísu farið fram viðræður á milli okkar og Stjörnunnar um samstarf en það hefur ekkert gerst í þvi máh síðan í nóvember og ekkert komið út úr þeim viðræðum sem sett hefur verið á blað. Það hefur gengið vel hjá okk- ur undanfarið og það er alls enginn Nýtt leiðakerfi strætisvagnanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akujeyri: Nýtt leiðakerfi fyrir strætisvagna Akureyrar er nú svo til fulibúið og verður sennilega tekið í notkun fyrri hluta ársins. Þetta leiðakerfi er sniðið eftir nið- urstöðum úr könnun sem gerð var meðal farþega vagnanna á síðasta vetri og verða nokkrar breytingar á akstri vagnanna frá því sem nú er. Aðalbreytingin verður þó sú að endastöð vagnanna flyst úr mið- bænum og upp á brekku. Er talið sennilegast að endastöðin verði viö Mímisveg, nærri Verkmenntaskól- anum. Vagnarnir munu aka þaðan gegn- um miöbæinn og út í Glerárhverfi og til baka, þijár ferðir á klukku- stund frá hádegi til kvölds, og í einhverjum ferðanna verður einnig farið á Oddeyri og í innbæ. Tvær ferðir verða á morgnana og á kvöldin en um helgarakstur hefur ekki verið tekin ákvörðun og er hann undir því kominn hvað bæjaryfirvöld vilja, t.d. varðandi kostnað, en helgarakstur strætisvagna er ekki á Akureyri í dag. Gunnar Jóhannesson hjá Akur- eyrarbæ sagði í samtali við DV aö ekki væri ljóst hvenær byrjað yrði að aka samkvæmt þessu nýja kerfi. Ekki er ljóst hvemig háttað verður aðstöðu vagnstjóra á endastöð, rætt hefur verið um að fá inni fyrir þá í dælustöð Hitaveitunnar en ekki er búið að ganga frá því máli. En hvað sem því líður mega Akureyringar eiga von á nýju leiðakerfi SVA áður en mjög langt líður. Það sem flestir telja að vinnist með hinu nýja kerfi er beinn samgangur milli Glerárhverfis og brekkunnar, auk þess sem akstur bæði frá Odd- eyri og Glerárhverfi verður nú bein leið að framhaldsskólum bæjarins sem alhr eru á brekkunni. Bakarar með sýningu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: í tengslum við aöalfund Lands- samband bakarameistara, sem haldinn veröur á Akureyri í næstu viku, mun verða efnt til sýningar í íþróttaskemmunni í bænum. Sýningin, sem verður opnuð nk. fimmtudag, er aðallega ætluð fag- mönnum, en þar verða sýndar vélar og tæki til köku- og brauðgerðar, en 12 aðilar sýna vöru sína þar. Laugar- daginn 23. janúar verður sýningin opin fyrir almenning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.