Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1988, Síða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýstngar - Áskrift - Dreif:ng: Simi 27022. Frjálst,óháð dagblað í' MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1988. Atvinnuástand á Akranesi: Fundað með þing- - mönnum Bæjarstjórn Akraness boöaði til fundar meö þingmönnum Vestur- lands á Akranesi á laugardaginn. Þar var rætt um atvinnuástand bæjarins sem mörgum þykir ákaílega ótryggt' og geröu forráðamenn helstu at- vinnufyrirtækja grein fyrir rekstri fyrirtækja sinna. „Atvinnuástandið er auövitaö ekki glæsilegt," sagöi Ingibjörg Pálma- dóttir, formaöur bæjarstjórnar, en hún sagöi aö fundurinn hefði fyrst. og fremst verið kynningarfundur. Um undirtektir þingmanna sagði Irigibjörg að þeir hefðu ekki lofað Mr neinu enda væri ástandið á Akranesi ekkert einsdæmi. „Þingmennirnir voru ekki meö neinar „patent“lausn- ir en fundurinn var _ gagnlegur,“ sagði Ingibjörg. Atvinnúlausum hef- ur fjögaö mikið aö undanfórnu og óttast Akurnesingar fólksflótta ef fram heldur sem horfir. -SMJ Akureyri: ~ Einn að flýta sér Gylfi Kristjánsson, DV, AkureyrL Hann var að flýta sér, ökumaöur- inn sem Akureyrarlögreglan tók á Ólafsfjaröarvegi á fóstudagskvöldið. Hraði bifreiðar hans mældist 128 km og fékk ökumaðurinn hvíld frá störf- um samstundis. Hann fór hins vegar hægar, öku- maðurinn sem lögreglan á Akureyri tók skömmu áður á Drottningar- braut. Bifreið hans var fost í snjó- skafli og var stútur undir stýri. v—< Vélsleðamenn á Garðsárdal sendu út hjálparbeiðni á laugardag vegna veðurs og vegna þess aö þeir voru orðnir bensínlitlir. Hjálparsveit skáta fór á móts við þá og leysti málið. LffU^ggingar ih AI.ÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. I.ÁGMÚLI 5 - RFYKJAVlk Smi ASK4I LOKI Þetta er sannkallaö gulltippi! Slæm staða Kaupfélagsins í Búðardal: KOKSWaiBmO" leikar aldrei Hiioiii ©o nu segir kaupfélagsstjórínn Miklir rekstrarerfiðleikar steðja nú að Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búðardal og var lausafjárstaða vegna sauðfjárslátrunar neikvæð um 38 milljónir króna um áramót, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Ólafi Sveinssyni kaup- félagsstjóra. Sagði Ólafur að kaupfélagiö hefði átt í rekstrarerfiðleikum undanfar- in ár en aldrei meiri en nú og sagöi Ólafur að ástæöan væri framferöi ríkisins gagnvart sláturleyfishöf- um en lokauppgjör hefur ekki farið fram. Ólafur sagði aö sauðfjárslátr- un væri stór þáttur í rekstri kaupfélagsins og hefði 38 milljónir króna vantaö til þess að jafnvægi væri á þeim reikningi um áramót. Fleiri. vandræðamál steöja að kaupfélaginu þar sem Olíufélagið hf„ Esso, hefur tekið yfir rekstur bensín- og olíusölu sem verið hefur í höndum kaupfélagsins vegna mikilla skulda. Ekki vildi Ólafur gefa upp skuldastöðu kaupfélags- ins við Olíufélagið hf„ en sam- kvæmt upplýsingum DV nema þær á annan tug milljóna. Þá var bíla- verkstæöi kaupfélagsins lokað í fyrra og talið er aö rekstur tré- smlöaverkstæöisins stefni í veru- legt tap á þessu ári. Ólafur sagði aö enn ætti eftir að koma 1 ljós hver afkoma trésmíöaverkstæðis- ins heföi orðið 1987 en það hún lægi fyrir yrðu ákvarðanir teknar með framhald þeirrar starfsemi. Ólafur Sveinsson sagði ennfrem- ur að rekstur kaupfélagsins hefði verið í stöðugri endurskoðun frá árinu 1984 og hefði þaö boriö þann árangur að arðsemi fyrirtækisins batnaði um 3% áriö 1986. Mestir erfiðleikar í rekstri kaupfélagsins stafa af óhagstæðum vöxtum og rekstri sláturhússins en búast má viö þvi að uppgjör vegna slátrunar komi um mánaöamót. í framhaldi af því og ársuppgjöri liggur staðan fyrir að sögn kaupfélagsstjórans. Félagarnir i ÍK tóku vel á móti Úlfari Óttarssyni þegar hann mætti til leiks í innanhussknattspyrnumóti í Laugar- dalshöllinni i gær. Úlfar var enn ekki búinn að átta sig almennilega á þvi að hann væri þremur milljónum króna ríkari en félagarnir kepptust viö að benda honum á skemmtilegar leiðir til að koma peningunum í lóg. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Austlæg átt um land allt Á morgun verður austlæg átt um land allt, stinningskaldi eða allhvasst syðst á landinu og um landið norðanvert, annars kaldi. Snjókoma eöa slydda verður suð- vestanlands en él á annnesjum fyrir norðan. í öörum landshlut- um verður skýjað að mestu en úrkomulítið. Vigdís ræðir við Reagan Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun hitta Ronald Reagan Bandarikjaforseta að máli í Hvíta húsinu þann 26. þessa mánaðar. Vig- dís heldur til Bandaríkjanna þann 23. þessa mánaðar. Mun forsetinn opna fyrir hönd Norðurlanda listiðn- aðarsýningu í American Craft Museum í New York. Verður sýning- in opnuð 27. þessa mánaðar. Hún er haldin á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar og verða þar sýnd verk 35 listamanna alls staðar af Norðurl- öndum. í fylgd með forseta íslands verður Kornelíus Sigmundsson forsetarit- ari. -JSS Höfuðboigarsvæðið: Víða mikil hálka en óhappalítið Mikil hálka er nú víða á höfuð- borgarsvæðinu. Þrátt fyrir hálkuna hafa orðiö fáir árekstrar og slys í umferðinni hafa veriö með minnsta móti. í Reykjavík urðu 19 árekstrar á síð- asta sólarhring. Engin slys urðu á fólki í árekstrunum. -sme Einn með tólf rétta: Ólýsanleg tilfínning að vera orðinn milli - segir Úlfar Óttarsson „Það er ólýsanleg tilfinning að vera allt í einu orðinn milh. Ég er í skóla og hef þar af leiðandi alltaf verið peningalaus. Ég er ekki búinn að átta mig almennilega á þessu,“ sagði Úlf- ar Óttarsson, tvítugur menntskæl- ingur, en hann var einn með tólf rétta í getraunum á laugardaginn og varð þannig þremur milljónum króna rík- ari. „Ég var bara með einn gulan seðil svo að ég átti ekki von á miklu enda tippaði ég bara út í loftið að þessu sinni. Eini leikurinn sem ég var viss um var Liverpool-leikurinn enda mikill aðdáandi þess liðs. Ég gat svo ekkert fylgst með úrslitum leikjanna á laugardaginn því ég var í fjöl- skylduboöi til klukkan tvö um nótt- ina. Þegar ég kom heim um nóttina hringdi ég í gamni í símsvarann hjá Getraunum og þá komst ég að því að ég hafði dottið í lukkupottinn. Það varð dálítið erfitt að sofna um nótt- ina,“ sagði Úlfar. Úlfar sagðist vera á leiðinni til Skotlands í æfingaferð með knatt- spyrnuhöi ÍK og komi vinningurinn tÚ með að hjálpa sér að fjármagna þá ferð. „Ég hef nú ekki náð alveg að eyða peningunum í huganum ennþá. Mig langar þó til að kaupa bíl og svo hef ég hugleitt að kaupa skuldabréf. Ætli maður geri sér ekki líka glaðan dag með félögunum," sagði Úlfar Óttarsson. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.