Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. 7 Fréttir Foreldrar Halldórs, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Halldór Sigurðsson: „Þetta er ekkert minna en kraftaverk“ hófum beðið á milli vonar og ótta alveg frá því í febrúar á síðasta ári Axel T. Ammendrup, DV, Londoru „Þetta hefur verið erfiður tími, náttúrlega hefur reynt mest á Hall- dór en hann hefur staðið sig eins og hetja. En það hefur einnig reynt mikið á aðstandenduma að bíða svona á milli vonar og ótta alveg frá því í febrúar á síðasta ári. Það hefur stundum verið erfitt að sofna á kvöldin og það hefur komiö fyrir að við sofnuðum með tár á kinn,“ sögðu Aðalheiður Guðmundsdóttir og Halldór Sigurðsson, foreldrar Halldórs Halldórssonar sem grætt var í lungu og hjarta síðastliðið þriðjudagskvöld. „Við höfum svo sannarlega feng- ið biðina og kvíðann endurgreidda með þvi að fá að sjá drenginn okk- ar svona hressan og heilbrigðan eftir aðgerðina. Þrátt fyrir að Haildór væri stöðugt tengdur súr- efniskúti fékk hann aldrei nóg súrefni, húðin var því oft á tíðum bláleit. Nú er húðin með heilbrigð- an ht og meira að segja fmgurnir hafa endurheimt sinn eðhlega ht- arhátt. Og augun í honum, sem voru falleg fyrir, eru orðin ennþá fahegri," sagðiHalldór Sigurðsson. Hefur staðið sig frábærlega Aðalheiður sagði að Halldór yngri hefði staðið sig frábærlega ahan tímann. Þó hefði það fengið dáhtið á hann fyrst þegar honum var tilkynnt að skipta yrði um hjarta og lungu. „Ég sagði honum þá frá því að þegar hann var fjög- urra mánaða gamall hefðu læknar sagt mér að hann ætti minna en ár eftir ólifað. Hann gekkst síðan undir uppskurð í Bandaríkjunum sem hjálpaði honum mikið. Þegar ég minnti Halldór á þetta fann hann að hann mætti ekki gefa upp vonina. Síðan hefur hann verið afar jákvæðurt og bjartsýnn og haldið áfram að berjast." Voru í biíljard þegar kallið kom „Við vorum í bhljard, feðgarnir, þegar kahið kom svo loksins eftir að við vorum búin að bíða hér í London frá því í september. Halld- ist í það að við feðgamir getum farið að hlaupa saman. Þá kreisti Hahdór hönd mína fast og sagði: Já, pabbi, nú get ég farið að hlaupa.“ Aðalheiöur sagði aö Hahdór hefði aha tíð þráð að spila fótbolta og taka þátt í íþróttum með jafnöld- rum sínum en aldrei getað það. „Hingað th hefur hann alltaf orðið að vera áhorfandi en ekki þátttak- andi en hefur þó alltaf tekið þessu með jafnaðargeði. Hahdór er til dæmis varaformaður knattspymu- félagsins Augnabliks þó hann hafi ekki leikið með því sjálfur." Öll fjölskyldan staðið saman í erfiðleikunum Hahdór á greinhega ekki langt að sækja bjartsýni sína og jákvætt hugarfar. Þetta beinlínis geislar af foreldmm hans og jafnframt tak- markalaus ást þeirra á drengnum sínum. Og öh fjölskyldan hefur staðið saman í erfiðleikunum. Hahdór á sjö systkini sem ásamt mökum sínum hafa hjálpað mikið th fjárhagslega, andlega, með bæn- um op heimsóknum. En hvemig hefur þetta dæmi gengið upp fjár- hagslega? „Ég hef fengið að halda föstu kaupi mínu hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Svo söfnuðu starfs- félagarnir peninginn th að styrkja okkur og systkini okkar, börn og tengdaböm hafa hjálpað mikið th. En þetta er kostnaðarsamt og hiö opinbera hefur ekki gert mikið th að aðstoða okkur. En við eigum hús í Kópavogi og þegar viö komum heim seljum við það og minnkum við okkur svo að við þurfum ekki að dragnast með langan skuldahala í mörg ár,“ sagði Hahdór. Þau hjónin vhdu geta margra sem hafa hjálpað þeim, allra þeirra sem hafa beðið fyrir Hahdóri og stutt andlega, Flugleiöa sem hafa létt mikið undir í sambandi við ferðalögin og síðast en ekki síst sendiráðsprestsins í London, Jóns A. Baldvinssonar, og Margrétar konu hans. Foreldrar Halldórs, Halldór Sigurðsson og Aðalheiður Guðmundsdóttir, hata verið í London með syni sinum frá því á siðastliðnu hausti. DV-simamynd Axel Ammendrup óri brá ekki meira en svo að hann tók upp símann og hringdi heim í vini og ættingja og sagöi frá tíðind- unum, rétt eins og hann væri að fara í skemmtiferð," sagði Halldór. Hann sagði að þegar þau hefðu fengið fyrst að hitta son sinn eftir aðgerðina hefðu þau strax séð að aðgerðin hefði heppnast. „Við höf- um greinilega verið bænheyrð eins og við höfum verið bænheyrð th þessa. Þarna hafði ekki gerst neitt minna en kraftaverk. Ég tók í höndina á drengnum mínum og sagöi: Jæja, Hahdór minn, nú stytt- Biðin í London hófst í október „Ég finn dáhtið th í bakinu enda var bijóstkassinn á mér sprengdur upp í aðgerðinni og við það tognaði á vöðvum í baki. Svo er ég enn með eina slöngu í mér sem skhur út þvag- ið og er slangan þarna vegna hugsan- legrar sýkingarhættu. Að ööru leyti hður mér mjög vel,“ sagði Halldór Hahdórsson, Kópavogsbúinn sem gekkst undir hjarta- og lungná- skiptaaðgerð á þriðjudagskvöldið, í einkaviðtali sem birtist í DV í gær, mánudag. Lesendur DV hafa getað fylgst með fréttum af þessum fyrsta íslénska hjarta- og lungnaþega í blaðinu allt frá því á síðasta hausti. DV greindi fyrst frá þessari fyrirhuguðu aðgerð á baksíðu 9. september síðasthðinn. Fréttin hófst með þessum orðum: „Ungur maður hggur nú á sjúkra- húsi í Reykjavík og bíður þess að komast í aðgerð til London þar sem skipta á um hjarta og lungu í honum. Þar með yrði hann fyrsti íslenski hjartaþeginn.“ Síðan hefur blaðið fylgst vandlega með líðan Halldórs og gangi mála. í frétt 11. september kom fram að einn kunnasti og virtasti hjarta- skurðlæknir í heimi, dr. Magdi Yacaub, myndi framkvæma aðgerð- ina en ekki var ákveðið hvar hún skyldi fara fram. í október var Hall- dór fluttur til London eftir að hafa beðið aðgerðarinnar í 'A ár á sjúkra- húsi í Reykjavík. Þegar hann- var kominn til London var einungis beð- ið eftir að líffæri af réttri stærð og blóðflokki bærust til spítalans og átti hann von á að fára í aðgerð hvenær sem var. Að kvöldi 2. febrúar rann stóra stundin upp á Old Court-spítalanum og tók aðgerðin tæpa 8 tíma. 'Næstu 3 mánuði verður Halldór. undir eftirliti lækna á Harefield- sjúkrahúsinu en vonast þá th að geta flutt til foreldra sinna. Yfirmaður aðalskrifstofu sjúkrahússins sagði í samtali við blaðamann DV að ef allt gengi vel gætu sjúkhngar jafnvel far- ið að vinna 3-6 mánuðum eftir aðgerðina. -JBj I „Hlakka mest til þess I |að komast út og hlaupa“| II ______- Haidóri liaar v«l og w tawilnii úr ekangwn - i)á »lðtai» bte. 2 | Nokkrar fyrirsagnir á þeim mörgu fréttum sem DV hefur birt um Haildór Halldórsson frá þvi í september siðastliðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.