Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
frrjálst.óháð dagbíaö
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARS8ÖN
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Refirnir gerðir arðlausir
Refaræktin ætti aö vera okkur skólabókardæmi um
margar af gildrunum, sem felast í byggöastefnu þjóöar-
innar. Atvinnuvegur, sem ætti að vera aröbær og er þaö
víöa um lönd, hefur verið gerður að beiningamanni, er
leitar nú á náðir skattgreiðenda til aö veijast hruni.
Bændastjórar í Reykjavík hafa ýtt nærri tvö hundruð
embættismönnum úr ríkisrekna landbúnaðinum og
dubbað þá upp sem athafnamenn í áhættuiðnaði. Stjór-
arnir víkjast nú undan ábyrgðinni og segja, að bændum
hafi ekki verið ýtt, heldur hafi þeir verið „hvattir“.
Hinir ógæfusömu embættismenn eru vanir hinu ör-
ugga lífi lágtekjumannsins, þar sem reikningsmenn
bændastjóranna framleiða tölur um, hversu miklar tekj-
ur kúa- og kindabændur „þurfa“ hveiju sinni. Síðan eru
tekjur hefðbundinna bænda lagaðar að tekjuþörf þeirra.
Þetta veldur rosaverði á kjöti og mjólkurvörum. Það
eru skattgreiðendur látnir greiða niður, svo þeir hafi
sem neytendur efni á að kaupa mestan hluta afurða-
QaDsins, sem ríkið hefur ábyrgzt. Afgangurinn er sendur
úr landi fyrir farmgjöldum eða brenndur á sorphaugum.
Framleiðendur kjöts og mjólkurafurða eru í slíku
kerfi eins konar embættismenn, sem fá öruggar lágtekj-
ur eftir þörfum. Þeim er svo skyndilega kastað út í
raunverulega atvinnugrein, þar sem menn búa ekki við
reiknuð kjör, heldur kaldranalegt markaðsverð.
Skinnamarkaðurinn er meira að segja svo frjáls, að
þar duga hvorki persónuleg sambönd að íslenzkum fyr-
irgreiðsluhætti né sölutæknibrellur, sem við erum að
reyna að læra af útlendingum. Skinnin eru einfaldlega
seld á uppboði, þar sem hæst verð fæst fyrir mest gæði.
Stundum er hátt verð á þessum markaði og í annan
tíma er það lágt. Þegar verðlagið lækkar, minnkar kjark-
ur framleiðenda og heildarframleiðslan minnkar. Þeir
þrauka, sem minnstan tilkostnað hafa að baki hæsta
verðinu, og græða síðan, þegar verð hækkar að nýju.
Kostnaður refaræktar hefði orðið íslandi mjög í vil,
ef iðnaðarleg hagkvæmnissjónarmið hefðu fengið að
ráða ferðinni.'Nytsamlegast hefði verið að þjappa búun-
um saman á tiltölulega fáa staði við sjávarsíðuna, þar
sem mest fellur til af ódýru og hentugu refafóðri.
Byggðahugsjón bændastjóranna í Reykjavík réð því
hins vegar, að á kostnað skattgreiðenda voru settar upp
ellefu fóðurstöðvar víðs vegar um land og refabú stofn-
uð inn um alla dah. Fóðurframleiðslan verður því dýrari
en eha og flutningskostnaðurinn miklu dýrari.
Sem gæludýr stjórnmálanna fékk refaræktin stofn-
kostnaðinn að mestu greiddan af almannafé. Það leiddi
th ofíjárfestingar, sem er gamalkunnugt fyrirbæri í
vinnslustöðvum búvöru og hefðbundnum landbúnaði.
Afborganir af ódýrum lánum eru að shga refabændur.
Ofan á óhóflegan fjárfestingar- og flutningskostnað
bætist síðan herkostnaður óðagotsins. Á skömmum tíma
hefur refafjölgunarþörfin þynnt stofninn, því að menn
hafa ekki haft ráðrúm tU að setja aðeins beztu dýrin á.
Viðkoman er því minni en hjá erlendum keppinautum.
AUt væri þetta í hefðbundnu lagi, ef ríkið keypti
skinnin á útreiknuðu tUkostnaðarverði fyrir fé skatt-
borgara. En sérhvert þessara atriða gerir gæfumuninn,
þegar uppboðsmarkaður ákveður óbeint, að finnski
bóndinn græði, en hinn íslenzki fari á hausinn.
Nú sjá bændastjórar, að láglauna-embættismönnum
gengur Ula að leika hlutverk áhættu-iðnrekenda á mark-
aðsveUi. Skattborgarar greiða hina síðbúnu uppgötvun.
Jónas Kristjánsson
Minningar
frá árinu 1949
Nýlegar frásagnir í blöðum af
skjölum, sem hafa verið svipt leynd
sinni, rifja upp fyrir mér tæplega
39 ára atburði er sum þessara
skjala fjalla um. 30. mars 1949 líður
okkur seint úr minni, boðsgestum
þeirra Eysteins, Ólafs og Stefáns
Jóhanns. Þeir buðu okkur að koma
niður á Austurvöll upp úr hádeg-
inu og passa fyrir þá Aiþingishúsið.
Boðsmiðum var dreift út um all-
an bæ og munu sumir þeirra hafa
varðveist. Veðrið var hið fegursta,
hlýviðri og sólskin af og til. Það var
eins og náttúran vildi tjalda öllu til
og biðja menn að efla frið, eyða
tortryggni og láta af öllu sem leiddi
til aukins vígbúnaöarkapphlaups,
hvem eftir sinni getu.
Þetta mistókst hér á landi eins
og lýðum er ljóst, enda varð vorið
KjaUaiinn
Guðsteinn Þengilsson
læknir, Kópavogi
Margföld röð manna stóð undir þinghússveggnum og horfði öndverð
vjð gestum. - Við alþingishúsið 30. mars 1949.
„30. mars 1949 líður okkur seint úr
minni, boðsgestum þeirra Eysteins,
Ólafs og Stefáns Jóhanns.“
eitt hið kaldasta sem ég hef lifað.
Það var eins og vonbrigðin með
okkur næðu inn aö hjartarótum
sjálfrar náttúrunnar.
Við Austurvöll
En þennan eftirminnilega dag,
þegar boðsgestimir voru komnir
niður á Austurvöll, stóð margfóld
röð manna undir þinghússveggn-
um og horfði öndverð við gestum.
Þessi sveit undir húsveggnum var
allvígaleg á að hta og til alls líkleg.
Undirrituðum, einfóldum og
hrekkhtlum framsóknarmanni aö
norðan, sem þar að auki var kom-
inn langt ofan úr sveit, fundust
þetta allfurðulegar móttökur en lét
þó kyrrt liggja. Hann beiö eins og
aðrir sem kvaddir höfðu verið bréf-
lega á staðinn, til að vita hvað hann
gæti gert fyrir alþingismennina
sem vildu hafa næði til að íhuga
hvemig hægt væri að tryggja frið-
inn í heiminum.
Ekki fannst þó sveitamönnum,
sem vanir vora að setja niður al-
varlegar deilur í haustréttum, að
þessi íhugun þyrfti að taka langan
tíma og efling hernaöarbandalaga
vera sú lausnin sem síst kæmi til
greina.
Ókyrrð grípur um sig
Hiti var þó í mörgum reyndari
mönnum og virtust þeir ekki
treysta alþmgismönnunum sem
best, töldu þá ekki líklega til að
verða neina friðflytjendur í heim-
inum. Treystu þeir þjóð sinni öhu
betur í þeim efnum og köhuðu á
þjóðaratkvæöi.
Var nokkur ókyrrð farin að grípa
um sig í mannskapnum og fundu
þáð nokkrir strákhngar sem slæðst
höfðu að og voru sérþjálfaðir í að
stríða lögreglunni á gamlárskvöld-
um. Þeir sáu sér leik á borði,
keyptu aUar eggjabirgðir SiUa &
Valda í Aðalstræti og leituöu jafn-
vel viöar um þá aðdrætti. Á heppi-
legu augnabliki hófu þeir
eggjaskothríð á Alþingishúsið og
sprautaðist skum, eggjahvítuglubb
og rauða yfir þá sem studdu veggi
hússins. Ýfðist Uðið allmjög við
þetta og vildi hegna friðarspiUum,
en til þeirra taldi það alla sem stóðu
á veUinum andspænis því.
Reyndust nú veggstöðumenn
vopnaðir bareflum eða kylfum og
kom í ljós að þetta var kjarni þess
Uðs sem stjómarflokkamir ætluðu
til vamar sér auk lögreglunnar.
Boðsgestimir, sem nú vom aUt í
einu orðnir óvinir Alþingis, tóku
aðgeröir kylfumanna, sem nú fóm
að lumbra á nærstöddum, mjög Ula
upp og brugðust viö af hörku, enda
barst nú sú frétt út á meðal mann-
fjöldans að alþingismenn væru
búnir að selja landiö í hendur hem-
aðarsinnum, en þeir sem mælt
hefðu á móti væra fangar inni í
alþingishúsinu. Rifu sumir upp
steinvölur og köstuðu í framhUö
hússins og komust sumar þeirra
aUa leið inn í þingsaU. Aðrir snem
sér að því að afvopna veggstöðuUð-
ið, sem hafði ætlað að siða eggjak-
astarana, en tyftuðu gjama bakara
fyrir smið. Vom sumir rassskeUtir
með eigin kylfum og þótti lítill sómi
að framgöngu þeirra. Upp úr þess-
um atburðum var kylfuvæddu
lögregluhði hleypt út úr Alþingis-
húsinu og barði það fólkið í burtu.
Fyrir einhvem afdalahugsunar-
hátt reyndi undirritaður að reisa
upp aldurhnigna konu er hafði ver-
ið lamin niður í svaðið sem
AusturvöUur var þá orðinn. Við
það hlaut hann sjálfur allmiklar
lemstranir, var með kúlu á höfði
og marbletti um herðar og hand-
leggi lengi á eftir. Síðan var dreift
út táragasi.
Atburðir í öðru Ijósi
Ég hef rifjað upp þessa atburði
vegna blaðaskrifa sem hafa orðið
um það sem gerðist kringum 30.
mars 1949 og viðbrögð stjómvalda
gagnvart því.
Sem fyrr segir hafa komið fram
ýmis skjöl sem varpa skýrara ljósi
yfir það sem þá gerðist og sanna
margt í málflutningi stjórnarand-
stæðinga sem ekki þótti góð latína
á sínum tíma.
Það sem ég er að segja núna um
þessa atburði er aUt annað en þjóð-
inni var sagt. Einkum varð ég þess
var þegar ég kom norður um vorið
að lítið þýddi að segja hvað ég sjálf-
ur hafði séð og reynt á AusturveUi
miðjum 30. mars. Miklu trúverð-
ugri frásagnir voru komnar um
þetta í blöðunum.
Kommúnistar höfðu gert skipu-
lagða árás á Alþingishúsið, safnast
saman á Austurvelh að fyrirfram
gerðu ráði tU þess að hindra Al-
þingi í að sinna störfum sínum.
Þeir hefðu orðið þess áskynja hvað
tU stóð í þingsölunum þennan dag
og skipulagt aðgerðir sínar með
það fyrir augum að ná Alþingi með
ofbeldi á sitt vald.
Eitthvað var það á þessa leiö sem
fólk hafði lesið út úr fréttum blaða
og útvarps um það sem gerðist
þennan margumtalaða dag. Og eins
og ég gat um var alveg þýðingar-
laust að reyna að segja fólki eitt-
hvaö öðmvísi frá. Það þýddi ekkert
að benda mönnum á að ef það hefði
verið ætlun andófsmanna að taka
alþingishúsið hefðu þeir gert það
með skipulegum hætti og haldið
því ásamt fleiri mikilvægum stofn-
unum.
En hafi einhverjum dottið það í
hug í alvöru hefur það verið bælt
niður, þar eð mönnum var ljóst að
það þýddi bandaríska innrás í
landið, eins og skjallega hefur veriö
staðfest síðar. Shkar aðgerðir
hefðu því verið óðs manns æði.
Vald fjölmiðla
En þetta dæmi sýnir Ijóslega hve
máttur fjölmiðlanna er mikiU þeg-
ar þeir em notaðir til að innræta
fólki vissar skoðanir eöa afstöðu.
Eftir það geta engar staðreyndir
hnikað þeim til og sannleikurinn
er ekki farinn að skipta máli.
Haft er eftir orðheppnum manni,
sem fylgdist náið með því sem gerð-
ist framan við Alþingishúsið, að til
þess að hægt væri að tala um árás
á það yrði að sýna kvikmyndir af
átökunum aftur á bak. Hið raun-
vemlega árásarhð kom frá Alþing-
ishúsinu og var beint gegn
mannfjöldanum á Austurvelli.
Þetta er aðallega ritað til aö sýna
fram á það gífurlega vald sem flöl-
miölar hafa til að móta skoðanir
fólks, þótt slíkri innrætingu hafi
sjaldan verið beitt jafnmarkvisst
hér á landi og í þetta sinn.
Guðsteinn Þengilsson