Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Side 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
21
Iþróttir
Iþróttir
Veikefni
möig
„Vegna ummæla Arnar Magn-
ússonar í blaöinu á dögunum um
aö yngri handknattleiksmönnum
sé ekki nægilega vel sinnt vil ég
benda á að aldrei hefur verið jafn-
mikiö unnið í unglingamálum hjá
HSÍ og einmitt nú,“ sagði Friðrik
Guðmundsson, formaður ungl-
ingalandsliðsnefndar HSÍ, í
samtali við DV.
„Við höfum verið með 16 ára,
18 ára, 19 ára og 21 árs landslið
við æfingar og keppni, heima og
erlendis, síðasta árið og til við-
bótar haía margir leikmenn
þessara yngstu liöa fengiö tæki-
færi í keppnisferðum og mótum
með b-landsliðinu. Verkefnin
hafa aldrei verið jafiimörg og
okkar yngstu landsliðsmenn
veröa vel undirbúnir þegar
þeirra tími í a-landsliði rennur
upp,“ sagði Friörik. -VS
Kaiserslautem:
Lárus
frískur
ogskoraði
Sigurdur Bjömascm, DV, Þýskalandi
Lárus Guðmundsson skoraöi
fimmta og sföasta mark Kaisers-
lautern er liðið lagði Saarbriic-
ken, 5-1, í æfingaleik um síðustu
helgi. Hann var þá fyrir stuttu
kominn inn á sem varamaður, lék
siðustu 20 mínúturnar. í öðrum
æfingaleik, gegn Darmstadt, lék
Lárus síóari hálfleikinn. Sá en-
daði 2-2 og jafnaöi Schulz fyrir
Kaiserslautern 20 sekúndum fyr-
ir leikslok.
Stuttgart tapaði, 1-2, fyrir ná-
grönnum sínum Stuttgarter
Kickers sem eru efstir í 2. deild.
Hotic gerði bæði mörk Kickers
en Klinsmann mark Stuttgart.
Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með
Stuttgart vegna meiðslanna á öxl
sem hann varð fyrir í æfingaferð-
inni til Costa Rica á dögunum.
Holland - knattspyma:
Eric Gerets
semurvtð PSV
Eric Gerets, belgiski landsliös-
bakvöröurinn, hefur skrifað
undir nýjan tveggja ára samning
við hollensku meistaraefiiin PSV
Eindhoven. Gerets er 33ja ára og
hefur um árabil verið talinn í
hópi bestu bakvarða heims en
mútumál og keppnisbann, sem
fylgdi í kjölfariö fyrir fiórum
árum, setti svartan blett á farsæl-
anferil.
PSV hefur átt einstöku gengi
að fagna í vetur og aðeins tapaö
einu stigi í 20 leikjum í hollensku
1. deiidinni. Fyrir stuttu gekk
hollenski landsliðsmaðurinn
Ronald Koeman frá nýjum 4ra
ára samningi við félagið þannig
að framtíðin virðist ekki síður
lofa góðu en nútíðin. -VS
Knattspymulandslið Breta:
Knattspymulandslið
Englendinga og Skota á
faraldsfæti á næstunni
- Enskir spila í ísrael, skoskir í S-Arabíu
Knattspymulandslið Englendinga
og Skota verða á faraldsfæti á næst-
unni en þá hverfa lið þjóðanna frá
Bretlandi, Enskir halda til ísrael en
Skoskir til Saudi-Arabíu.
Leikur Englendinga í ísrael er sá
fyrsti af sex sem þjóðin hyggst spila
fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í
V-Þýskalandi í sumar. Lið Englend-
inga sem mætir ísraelum þann 17.
febrúar hefur verið valið og skipa
eftirtaldir menn hópinn:
Markverðir: Peter Shilton og Chris
Woods.
Varnarmenn: Viv Anderson, Gary
Stevens, Stuart Pearce, Kenny San-
som, Dave Watson, Mark Wright og
Tony Adams.
Miðjumenn: Bryan Robson, Peter
Reid, Trevor Steven, Steve McMahon
og Neil Webb
Framheijar: Peter Beardsley, John
Barnes, Chris Waddle, Clive Allen og
Cerylle Regis.
Skotar spila einnig sinn leik 17. fe-
brúar en í Riyadh í Saudi-Arabiu.
Verður lið þeirra skosku skipað þess-
um mönnum:
Markverðir: Jim Leighton, Henry
Smith og Andy Goram.
Varnarmenn: Steve Clarke, Murdo
MacLeod, Maurice Malpas, Steve
Nichol, Willie Miller, Alex McLeish
og Richard Gough.
Miðjumenn: Roy Aitken, Jim Bett,
John Collins, John Colquhgun, Gary
McKay, Paul McStay.
Framherjar: Ally McCoist, Brian
McClair, Maurice Johnson og Grae-
me Sharp. -JÖG
HANDBOLTAMYND ÁRSINS Þessi mynd var kjörin best handknattleiks-
mynda á nýliðnu ári. Sá sem mundaði vélina heitir Júlíus Sigurjónsson,
Ijósmyndari i Morgunblaðinu. Myndin er úr ieik íslendinga og Spánverja
sem fór fram í Prilep i Júgóslaviu.
Hestamennska:
Glæstur ísdans
stiginn á Ásljöm
- Hafnfirðingar héldu á mót á Ásljöm
Hestamennska blómstrar víða um
land um þessar mundir og hesta-
menn eru farnir að huga að þjálfun
gæðinga sinna fyrir komandi mót.
Félagar í hestamannafélaginu Sörla
í Hafnarfirði riðu á vaðið á sunnu-
daginn og héldu mót á Ástjöm. Þar
er traustur ís og var keppt í tölti og
skeiði.
Keppt var í tveimur ilokkum í tölti
og voru böm/unglingar annars vegar
en fullorðnir hins vegar. Magnús
Björn Sveinsson stóð efstur í flokki
barna/unglinga með hryssuna
Andrá, Sindri Sigurðsson var annar
með Hrannar og Pétur Pétursson
þriðji með Skugga. Elsa Magnús-
dóttir sló öllum við í flokki fullorð-
inna og sigraði á Skagfjörö. Sævar
Leifsson var annar með hryssuna
Ísdísi og Sölvi Jónsson þriðji með
Byi.
Skeiðhestamir fóru tvær umferðir
og reyndist Glanni, sem Ingólfur
Magnússon sat, skjótastur. Blossi,
sem Páll Ólafsson sat, var annar og
Þeyr, sem Ágúst Oddsson sat, og
Logi, sem Pálmi Adolfsson sat, vom
jafnir í þriðja sæti. Þeyr vann þriðja
sætið í bráðabanakeppni. E.J.
Margir bíða nú ólympíuleikanna með óþreyju. Þeir hefjast á laugardag en þá munu skíðastökkvarar verða fjarri stökkpallinum
- fylgjast með setningu leikanna á sama hátt og aðrir keppendur.
Vetrarólympíuleikarnir:
Borgin Calgary bíður
nú eflir heiminum
- meira að segfa veðrið getur vart staðið í veginum
Gisli Guðmundsson, DV, Kanada:
Allt hefur fallið í þann jarðveg sem
skipuleggjendur ólympíuleikanna í Cal-
gary hafa óskað eftir eða því sem næst.
Þaö eina sem hefur vantað til að full-
komna myndina er sjálfur snjórinn,
lífgjafi leikanna. Til að leysa þann vanda
hefur verið flutt tæki, sem kostar 154
milljónir íslenskra króna, á mótsstað til
Mount Allen sem framleiða á snjó.
Fyrir ári var haldið mikið skíðamót á
keppnisstað leikanna og gekk það mjög
erfiölega, snjóleysi og þíða hindruðu að
hægt væri að nota snjóframleiðslutækið
og lítið var af þessu flosi af hendi náttú-
runnar. Þurfti því hvað eftir annað að
fresta keppni.
En kuldakafli í byriun þessa árs hefur
bjargað málum og þá jafnframt leikun-
um, vandinn mun ekki endurtaka sig.
Æfingar íþróttamanna frá Kanda og
Bandaríkjunum hafa aftur á móti verið
með minnsta móti á svæðinu sjálfu og
þá sérstaklega æfingar í bruni.
Lauralee Bauwie, talsmaður ólympíu-
nefndarinnar, segir að þrátt fyrir að
stuttur tími hafi fengist til æfinga og
undirbúnings séu nú allar skíðabrautir
tilbúnar. Búið er að framleiöa eins metra
djúpan snjó við rætur Mount Allen og
segir Bauwie það nægjanlegt þó að hita-
stig muni hækka til muna á meðan á
leikunum stendur.
í borginni Calgary, sem býður til vetr-
arleikanna í þetta sinnið, hefur enn ekki
fallið nema örfárra sentímetra snjólag á
þessum*vetri. En hvað sem því líður þá
bíður borgin eftir heiminum, hún er til-
búin til að hefja stærstu vetrarleika
sögunnar.
Afrekalistl - goH:
Staöan á heimsafrekalistan-
um 1 golfi er nú þessi eftir mótin
i síðustu viku:
1 Greg Norman (Ást.).....1.318
2 Sev Ballasteros (Spá.).i.169
3 Bemhard Langer (V-Þý.)1.087
4 Sandy Lyle (Bre.)........993
5 Curtis Stranga (Ban.)..916
6 ian Woosnam(Bre.)......862
7 Payne Stewart (Ban.)...693
8 Ben Crenshaw (Ban.)....666
9NickFaldo(Bre.).......646
10 Rodger Davis (Ást.).640
-JÖG
Atli til Hollands
Atli Már Bjarnason sigraði á 5. og síðasta stiga-
móti Billiardsambandsins sem fram fór um
síðustu helgi. Atli Már vann samanlagðan sigur
á stigamótunum og hlaut 203,12 stig. Brynjar
Valdimarsson hlaut 174,60 stig, Ásgeir Guðbjarts-
son 150,03 stig og Tómas Marteinsson 120,65 stig.
Atli Már tryggði sér því réttinn til aö leika, ásamt
íslandsmeistaranum, á Evrópumóti áhugamanna
sem fram fer í Hollandi í sumar. ■ -SK
Sundmót í París:
Albatrosinn í miklu
stuði í Parísariaug
- V-Þjóðverjinn Michael Gross fór á kostum
Alþjóðlegt sundmót fór fram í París
um helgina og tóku margir af sterk-
ustu sundmönnum í heiminum þátt
í mótinu. Þetta er röð móta sem
stendur nú yfir í Evrópu í þessum
mánuði en í tveimur slíkum tekur
Eðvarö Þór Eðvarðsson þátt, í Aust-
ur-Berlín og Bonn í næstu viku. Mjög
góður árangur náðist í mörgum
greinum á mótinu í París en keppt
var í 25 metra laug. Vekur það at-
hygli því rúmir sjö mánuðir eru í
ólympíuleikana í Seoul og sundmenn
því ekki í toppþjálfun.
• Vestur-þýski sundkóngurinn
Michael Gross kom talvert við sögu
á mótinu en hann sló sitt gamla met
í 200 metra skriðsundi sem var frá
árinu 1982. Gross synti vegalengdina
á 1.44,14 mínútum. Þetta er besti tími
,sem náðst hefur í heiminum en fæst
ekki staðfest sem heimsmet vegna
þess að keppt var í 25 metra laug.
• Michael Gross.
Gross sigraði einnig í 100 metra
flugsundi á 53,48 sekúndum og í 200
metra flugsundi á 1.58,33. Gross er í
góðu formi þessá dagana og verður
erfitt að ganga framhjá honum í vest-
ur-þýska landsliðinu sem keppir á
ólympíuleikunum en Uðið verður
endanlega valið í maí. En þá verður
öllum meiriháttar sundmótum í Evr-
ópu lokið.
• jóðkunningi Eðvarðs Þór í bak-
sunaskeppni á undanfórnum árum,
Vestur-Þjóðveijinn Frank Hoffmeist-
er, sigraði í 200 metra baksundi á
tímanum 1.59,20 sekúndum sem er
frábær tími. Annar í sundinu var
Marek Ranis frá Tekkóslóvakíu á
2.00,79 og þriðji varð David Hold-
erbach frá Frakklandi á 2.03,47. Þess
má geta að Norðurlandamet Eðvarðs
Þórs í 200 metra baksundi er 2.02,79.
• Tamas Darnyi frá Ungveijalandi
sigraði í 400 metra fjórsundi á 4.13,73
minútum en hann er Evrópumeistari
í greininni frá EM í Strassborg í sum-
ar. Darnyi er spáð mikilli velgengni
á OL en margir vilja líkja honum við
Mark Spitz sem vann sjö gullverð-
laun á OL í Munchen 1972. -JKS
Guðmundur
í raðir
Völsunga
Unglingaiandsliðsmaðurinn
Guöraundur Guðmundsson
hyggst skipta um félag fyrir kom-
andi tímabil. Stefnir Guðmundur
norður yfir heiöar og er ætlun
hans að spila með Völsungi frá
Húsavík. - Guðmundur lék með
annarrar deildar liði Breiðabliks
úr Kópavogi á síðasta sumri.
í spjalli viö DV í gær kvaö Guð-
mundur félagaskiptin nánast á
hreinu. Sagði hann það óneitan-
lega freista sín aö leika í fyrstu
deildinni og þá með Völsungi
enda væri hópur þess félags
sterkur og þjálfari liðsins góður.
„Ég er mjög bjartsýnn á sumar-
ið,“ sagði Guðmundur í spjallinu.
Guðmundur, sem er 21 árs gam-
all, er kvikur og sterkur miðju-
maður og hefur hann leikið með
unglingaliðum íslands, skipuð-
mn leikmönnum yngri en 14 ára,
ynpi 16, yngri en 18 og loks leik-
mönnum yngri en 21 árs.
Ef að iíkum lætur mun Guö-
mundur því styrkja lið Völsunga
verulega. -JÖG
Magnús Bergs.
Magnús Bergs
bundinn
Braunschweig
„Ég trúi því ekki að þeir verði harð-
ir á þessu. Atvinnuliöin halda alltaf
að þau geti fengið peninga fyrir alla
leikmenn - en ég hef ekki miklar
áhyggjur þó þetta kosti svona þras,“
sagði Magnús Bergs, fyrrum at-
vinnumaður í knattspyrnu, í samtali
við DV. Magnús er enn bundinn
Eintracht Braunschweig í Vestur-
Þýskalandi, en hann hætti hjá félag-
inu -vegna meiðsla fyrir þremur
árum. Hann þjálfar Þrótt í Reykjavík
í sumar og útíiokar ekki þann mögu-
leika að hann leiki með liðinu ef
aðstæður verða slíkar. „Vonandi
kemur ekki til þess en það er betra
að vera með alla pappíra í lagi.
Meiðsli, sem ég varð fyrir í atvinnu-
mennskunni, gætu líka komið í veg
fyrir að ég leiki. Mér líst vel á sumar-
ið þó Þróttur hafi misst marga góða
leikmenn. Ég fæ það verkefni aö
byggja upp nýtt lið og held að það
verði mjög skemmtilegt,“ sagði
Magnús. -VS
Opið bréf til íþróttasíðu DV:
Formaður IBR
féll á prófinu
Iþróttafréttamenn DV beittu sér
fyrir þörfu máli þegar þeir vöktu
athygli á húsaleiguokri sem
íþróttafélögin í Reykjavík búa við
frá hendi borgaryfirvalda. Undir-
ritaður fylgdi þessu máli eftir í
borgarráði með tillögu þess efnis
að Reykiavíkurfélögin nytu sam-
bærilegra kjara og íþróttafélögin í
nágrannasveitarfélögunum. Var
þeirri tillögu vísaö til íþrótta- og
tómstundaráös sem síðan lét fara
fram könnun á aðstæðum í sveitar-
félögunum í nágrenni Reykjavíkur.
Niðurstaöa hennar varð sú að á
öllum stöðum búa íþróttafélög viö
langtum betri aöstæður en Reykja-
víkurfélögin þar sem þau losna viö
að greiða húsaleip meðan íþrótta-
félögin í Reykjavík verða að greiða
50% af leigugjaldi.
Júlíus sítur báðum
megin við borðíð
Þessi könnun íþrótta- og tóm-
stundaráös var tvítekin. Og niður-
staðan varð sú sama. Af einhveij-
um ástæðum hefur niöurstöðum
þessarar kötmunar veriö stungiö
undir stól þó að nú sé liðið hálft
ár frá því að hún var framkvæmd.
Formaður ráösins er Júlíus Haf-
stein sem er i þeirri sérkennilegu
aðstööu aö vera jafnframt formað-
ur íþróttabandalags Reykjavíkur
og situr því báðum megin við borð-
iö þegar um þessi mál er ijallað.
Löngum þótt erfitt að þjóna
tveimur herrum
Það hefur löngum þótt erfitt að
þjóna tveimur herrum og sannaöist
það eftirminnilega á Júlíusi Haf-
stein á borgarstjórnarfundi sl.
fimmtudag. Þar lagði Sigrún Magn-
úsdóttir borgarfulitrúi fram tillögu
þess efnis aö framlög Reykjavíkur-
borgar til íþróttabandalags Reykja-
víkur yrðu hækkuð um 10 millj.
króna gagngert til að greiða niður
húsaleigu Reykjavíkurfélaganna,
en það er ekki einungis álit íþrótta-
fréttamanna DV aö þessi húsa-
leigukostnaður sé þungur baggi á
félögunum heldur er þaö einnig
álit félaganna sjálfra samkvæmt
skýrslu IBR.
Formaður ÍBR féll á prófinu
Þaö hefði því átt að verða létt
verk og auðvelt fyrir Július Haf-
stein að greiöa atkvæði raeð slíkri
tillögu. En formaður ÍBRféll á próf-
inu. í nafnakalli við afgreiðslu
þessarar tillögu sagöi hann NEI.
Hann snerist m.ö.o. gegn óskum
umbjóðenda sinna í ÍBR. Að hans
dómi eru íþróttafélögin í Reykjavík
ekki of góð til að greiða milijónir
króna í húsaleigu fyrir afnot af
íþróttasölum þó aö slíkt viðgangist
hvergi í nágrannasveitarfélögun-
um enda er þar litið á störf íþrótta-
félaga sem þýöingarmesta þátt
æskulýðsstarfsins á hveijum stað
og litið á niðurfellingu húsaleigu
sem styrk til íþróttafélaganna.
Dæmalaus afstaða
formanns IBR
Þessi dæmalausa afstaða for-
manns ÍBR vekur ýmsar spurning-
ar um hæfni hans og dómgreind.
Þaö þarf ekki sterkgreinda menn I
til að sjá að það getur ekki farið
saman aö vera forsvarsmaöur
fjöldahreyfingarsem þarf að sækja
undir Reykjavíkurborg með ýmsa
fyrirgreiöslu og vera saamtímis sá
forsvarsmaður borgarinnar sem
fær slík mál til umfjöllunar. Þetta
er'eins og að skrifast á við sjálfan
sig og hlýtur að skapa viökomandi |
einstaklingi sálarflækjur.
Léttvæg rök Júlíusar
Júlíus Hafstein hefur reynt að |
veija sig meö því að Reykjavikur-
borg greiði íþróttafélögum í |
Reykjavík kennslustyTki, afreks-
mannastyrki og utanferðastyrki,
sem líta megi á sem ígildi húsa-
leigustyrks. Þetta eru léttvæg rök I
og veriö að blanda ólíkum lilutum
saman. Með sama hætti mætti tína
til að í nágrannasveitarfélögunum |
tíðkast ekki aö taka jafnhátt leigu-
gjald vegna kappleikja og gert er í I
Reykjavík. Og raunar er það svo
að félögin fá í mörgurn tilfellum aö |
hirða allan ágóða af innkomu kapp-
leikja.
Eftir stendur að Reykjavík, eitt |
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu, innheimtir húsaleigu af I
íþróttafélögum sínum. Vonandi
halda íþróttafréttamenn DV áfram
baráttu sinni gegn þessu ranglæti. j
Þeir munu fá stuðning víða aö.
Alfreð Þorsteinsson I