Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
29
Lífsstm
Heimilisbókhald DV:
Miklar sveiflur árið 1987
Við gerðum það til gamans að gera
súlurit yfir matarkostnað á mann á
árinu sem leið. Birt er ein súla fyrir
hvem mánuð og er miðað við meðal-
talsmatarkostnað á mann.
Það hlýtur að vekja athygli þegar
litið er á súlumar aö þær fara stig-
hækkandi frá ársbyrjun fram í júlí.
Þá gerist hið ótrúlega, súlumar fara
lækkandi. Svo kemur toppur í októb-
er. <
Þetta bendir til þess að verðlag á
matvöru hafi verið fremur stöðugt á
Neytendur
Pétur L. Pétursson
árinu, eins og kom raunar fram i
verðkönnunum hér á síðunni á árinu
sem leið. Verðbólga mældist hins
vegar talsverð á árinu.
Það er ekki gott að finna neina ein-
hlíta skýringu á þessum stöðugleika
í verðlagi á matvælum sem virðist
hafa ríkt mestallt árið í fyrra. Þó
virðist sem samkeppni í matvöru-
verslun hafi aldrei verið harðari en
einmitt á þessum tíma, eins og raun-
ar sést vel á sviptingum á þeim
markaði að undanförnu.
Þetta gerir það að verkum aö des-
ember er t.d. lægri en júní og júlí og
er það einsdæmi í sögu heimilisbók-
halds DV. Svo er bara að fylgjast með
janúartölunum fyrir árið í ár og bera
þær saman við þessar.
-PLP
Rafmagnseftirlit ríkisins
Meðaltalsmatarkostnaður á mann
JanúarFebrúar Mars Apríl Maí Júni Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des.
Nýlega var skýrt frá því í fréttum
að kviknað hefði í sjónvarpstæki í
húsi einu og það brunnið til ösku
með óhjákvæmilegum skemmdum á
íbúðinni af eldi og reyk.
Brunum út frá rafeindatækjum,
einkum sjónvcupstækjum, fer ört
fjölgandi. Fræðilegur möguleiki er á
að slík geti gerst, jafnvel þótt slökkt
sé á þeim.
Skal ástæöa þessa nú skýrð aðeins
nánar.
Ef straumur er út í veggtengil þann
sem tækið er tengt við kemst þessi
rafstraumur að minnsta kosti inn að
rofanum á tækinu þótt slökkt sé á
honum. En ef aðeins er slökkt á
myndlampa sjónvarpstækis með
fjarstýringu leikur straumur um
verulega stærri hluta af búnaði tæk-
isins.
íkviknum i raftæki verður vegna
þess að neisti hleypur milli leiðandi
hluta í því og kveikir í einangrun og
öðru því sem eldfimt er. En.af hverju
myndast neistinn? Þar má nefna
tvennt:
Inni í tækinu verður nokkur hita-
myndun sem veldur auknu loft-
streymi og þar með ryksöfnun á
leiðandi hluta tækisins. Með tíman-
um myndast þykkt ryklag sem
verður eins og fitublandað, seigt og
þykkt. Þessi rykblanda getur brúað
bfi milh leiðara í tækinu og valdið
bnma.
Auk þessa er það alkunna að bilun
getur átt sér stað fyrirvaralaust í
taugum og innri búnaði allra raf-
tækja með þeim afleiðingum að neisti
hleypur milli leiðandi hluta og getur
hæglega valdið íkveikju.
Af framansögðu má ljóst vera að
fullkomið öryggi fæst ekki nema
straumur sé algerlega rofinn af raf-
magnstækjum þegar þau er ekki í
notkun. En hér er sitthvað að athuga.
í fyrsta lagi eru öll raftæki með
rofa sem ætla má að sé svo vandaður
að hann ætti að duga við alla venju-
lega notkun. Þegar slökkt er á
sjónvarpstæki með fjarstýringu er
þessi rofi ekki einu sinni notaður,
eins og að framan var lýst. í þessu
samhengi sakar ekki að minna á að
tæki sem samþykkt hefur verið af
viðurkenndum prófunarstofnunum,
þar á meðal RER, ætti að öðru jöfnu
að vera með betri búnaði en þau sem
enga viðurkenningu hafa.
í öðru lagi eru nokkur tæki á
hveiju heimili sem aldrei eru tekin
úr sambandi, svo sem ísskápur,
frystikista og rafmagnsklukkur,
hvort sem þær nú standa einar sér,
eða eru innbyggðar í útvarp, mynd-
band eða þess háttar.
Það er helst þegar fólk fer úr íbúð-
um sínum um lengri tíma að sjálfsagt
ætti að vera að taka straum af öllum
þeim tækjum sem mögulegt er.
Vissulega veitir það aukið öryggi.
Þetta má gera með ýmsu móti.
Tækjum, sem stungið er í samband
við veggtengla, er auðvelt aö kippa
úr sambandi. Sjálfvirkum vörum í
Úr heimiiis-
bókhaldinu
Eyþór Þórðarson skrifar
Fyrir tveim árum var mér gefið
heftið Heimilisbókhald. Ég tók heftið
þegar í notkun og hefi síðan fært
allnákvæmt heimilisbókhald.
Úr bókhaldinu árið 1987 skrifa ég
hér nú niður nokkur atriöi. Heimilis-
menn eru tveir, hjón á níræðisaldri.
Þau höfðu hvort um sig á árinu
170.000 kr. í ellilaun eða til samans
kr. 340.000. Af þessum tekjum fóru
kr. 106.658 eða 31,4% til kaupa á
mat- og hreinlætisvörum. Fyrir raf-
orku fóru 36.000 kr. eða 10,6% og fyrir
blöð, síma, útvarp og sjónvarp fóru
17.433 kr. eða 5,1%. Alls í þessa þrjá
hði fóru þá 160.091 kr. þ.e. 47,1%.
Matarreikningurinn
Kr. Eða%
1. Kjöt, lifur og 5 slátur 30.419 28,5
2. Nýmjólk, rjómi, súrmjólk 29.100 27,2
3. Skyr, smjör, ostur, egg 7.761 7,3
4. Kartöflur og grænmeti, 1.947 1,8
hálftár
íslenskar búvörur 69.227 64,8
5. Fiskur (hvalur 122) 5.533 5,2
Alinnlendar vörur 74.760 70,0
6. Brauð, kex, kökur 3.062 2,9
7. Öl og gos og kók 3.677 3,5
8. Súpur, grautar, is 4.367 4,1
9. Smjörlíki og smjörvi 1.719 1,6
10. Sælgæti, islenskt 3.807 3,6
11. Hreinlætisvörur 2.488 2,3
íslenskar iðnaðarv. 19.120 18,0
12. Kaffi, sykur, síróp, kakó 3.430 3,2
13. Hveiti, mjöl, grjón, baunir 3.876 3,6
14. Ávextir 4,876 4,6
15. Ýmislegt, salt, ger, krydd 1.046 1,0
o.fl.
Erlendar vörur 12.778 12,0
74.760 70,0
19.120 18,0
12.778 12,0
106.658 100,0
töflu er hægt að slá út fyrir hverja
grein í húsnæðinu og að lokum eru
víða rofar fyrir öllum tenglum og
hægt að taka straum af tækjum á
þann hátt. En rofar hafa einnig sín
takmörk. Það skiptir máli að þeir séu
örugglega rétt tengdir og af réttri
gerð.
Um slíkt verða fagmenn aö fjalla.
Heimilisbókhald fyrir desember:
Hóflegt
jólahald án
söluskatts
Jólin virðast hafa verið meö hóf-
samlegra móti á heimilum lands-
manna ef marka má uppgjör
mánaðarins í heimilisbókhaldi DV.
Meðaltalsmatarkostnaöur á mann
í mánuðinum var kr. 6.515, sem er
talsvert hærra en í nóvember.
Ef litið er á uppgjör einstakra
heimila kemur í ljós að lægsta talan
er kr. 3.933 í matarkostnaö á mann
í mánuðinum. Þarna fara töfra-
menn því öllu lægra er vart hægt
að komast, a.m.k. ekki í jólatíð.
Hæsta talan var aftur kr. 8.351 á
mann og þykir víst engum mikið.
Við viljum hvetja sem flesta til
að senda inn uppgjör fyrir janúar-
mánuö en nú ríður á að sem flestir
sendi inn upplýsingar svo við get-
um athugað áhrif matarskatts á
sem raunhæfastan hátt. Klippið því
út upplýsingaseðilinn hér á síð-
unni, fyllið hann út og sendið
neytendasíðu. -PLP
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjolskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í janúar 1988:
Matur og hreinlætisvörur
Annað
kr.
kr.
Alls kr.