Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Page 30
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRUAR 1988.
' SO
LífsstQI
Keila:
fjölskyldu-
skemmtun
Keila eöa „bowling" var lítt þekkt
íþróttagrein hér á landi til skamms
tíma. Nokkrir höföu þó reyrit sig með
kúlurnar og keilurnar á ferðalögum
erlendis og enn aðrir séð íþróttina
stundaða í sjónvarpi og kvikmynd-
um. Það er svo tiltölulega stutt síðan
keilusalur var opnaður hér á landi,
í Öskjuhlíðinni, og síðan hefur upp-
gangur íþróttarinnar verið ör og
Islandsmót verið haldin. Fyrir
nokkrum vikum var svo annar keilu-
salur opnaður í Garðabæ og virðist
því fátt geta komið í veg fyrir upp-
gang íþróttarinnar hér á landi.
Dægradvöl
Axel Ammendrup
nema hvað þeir þurfa góða skó. Þá
er hægt að leigja í keilusölunum.
Sumir eru sérvitrir og vilja aðeins
nota sínar eigin kúlur en þær geta
veriö nokkuð dýrar.
Það er algengt og verður æ algeng-
ara að íjölskyldur eða samstarfsfólk
í fyrirtækjum taki sig saman og leigi
Tilvalin
Draumurinn er að fella allar keilurnar í einu kasti eða feykja, en það er
nú vandinn, það gengur fráleitt alitaf. Hér eru þó nokkrar komnar á ferö
og fleiri eiga eftir að falla þannig að kastið er hreint ekki afleitt.
DV-mynd KAE
Þetta kostar að
stunda keilu
Það er ekki mjög dýrt að stunda 2 leikmenn: 260 krónur milli klukkan 10 og 12. Byrjendum
keilu. Þaö eina sem til þarf er að 3 leikmenn: 360 krónur er veitt aðstoð sé þess óskað og eins
íeigja braut og leigja eða kaupa 4 leikmenn: 440 krónur þjálpa starfsmenn keilusalarins
skó. Þaö kostar fimmtíu krónur að 5 leikmenn: 500 krónur við stigaútreikninga á meðan kepp-
leigja skó. Leiga á brautum í keilu- 6 leíkmenn: 540 krónur endur eru að komast upp á lagið
salnum í Öskjuhlíð er sem hér segir Á laugardögum og sunnudögum er með að gera það sjálfir.
og er þá miðað við einn leik; svo veitttir fiölskylduafsláttur á -ATA
Keila byggist upp á því að keppand-
inn rúllar þungri kúlu og reynir að
velta með henni tíu keilum. Til að
velta öllum keilunum fær keppand-
inn tvær tilraunir. Síðan er reiknað
út hvað hver keppandi hefur velt
mörgum keilum og meira fæst fyrir
að velta þeim öllum og fyrir að velta
öllum keilunum í fyrri tilraun fæst
oft aukakast.
Þessi íþrótt er tilvahn fjölskyldu-
skemmtun. Þó kúlumar séu nokkuð
þungar er ekki um kraftaíþrótt að
ræða. Hér munar meira um ná-
kvæmni, gott jafnvægi og tækni sem
menn ná upp með æfingunni. Kepp-
endur fá holla hreyfingu í keOu en
enginn ætti að ofreyna sig í íþrótt-
inni og því ættu allir að geta stundað
hana.
Þeir sem stunda keilu þurfa engan
sérstakan útbúnað eða klæðnað
braut eða brautir á vissum, föstum
tímum. Þá hafa verið stofnuð keilufé-
lög sem taka þátt í mótum og æfir
keppnisfólkiö yfirleitt nokkra tíma í
viku. Algengt er aö fjölskyldur og
vinnufélagar leigi eina braut í viku,
þá gjarnan 2-6 saman.
Keila er vinsæl fjölskylduíþrótt alls
staðar í heiminum og því líklegt að
hún verði það einnig hér á landi.
Viðtökurnar, sem keilusalirnir tveir
hafa fengið til þessa, benda einnig til
þess. Yfirleitt er mikill fjöldi fólks að
leika en þó þurfa þeir sem ekki eiga
fastbókaða tíma yfirleitt ekki að bíða
lengi eftir að komast að, sjaldnast
meira en fimm til fimmtán mínútur,
enda eru brautimar í keilusalnum i
Öskjuhlíð til dæmis sautján talsins
og því er hreyfing á fólki mikil.
-ATA
Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður.
NÝR OPNUNARTÍMI
Opið aila virka daga í hádeginu og á kvöldin.
Um helgar: Föstudaga til kl. 02
Laugardaga frá kl. 18—02
Sunnudaga frá kl. 18-23.30