Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Síða 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00
RAKATÆKI
wcdm ÆKKUN
Verd f rá
kr. 2.300.-
Gunnar Ásgeirsson hf.
BIZERBR
ÁLEGGSHNÍFUR
SE 8
- Handhægur við
kjötborö og mötu-
neyti.
- Auðveldur í meö-
ferð og þrifnaði.
- 220 volt.
- þýsk gæðavara.
F ebrúar-
heftið
komið út
Aheit
TIL HJÁLPAR
GÍRÓNÚMERIÐ
62 • 10•05
KRÝSUVÍKURSAMTÚKIN
ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK
S 62 10 05 OG 62 35 50
T .ffestfll DV
Nú er hægtað leika
golf yfir háveturinn
- í golfhenninum í Öskjuhlíðinni
Golfhermir! Hvað er nú það? Þetta fyrirbæri
var nýlega tekið í notkun í keilusalnum í Öskju-
hlíð og virðist njóta vaxandi vinsælda. Byrjendur
jafnt sem lengra komnir nýta sér golfherminntil
að æfa upp högg, átta sig á lengdum og reyna að
ná réttri stefnu á kúluna í höggum sínum. Jafn-
vel landsliðsmenn í golfi fara stundum í golf-
herminn og þá náttúrlega einkum yfir vetrartím-
ann.
Golfhermirinn sýnir fyrst lögun brautarinnar,
lengd og breidd, sandgryfjur og annað það sem
ber að varast og einnig hvað brautin er mörg pör
en það mun þýða þann fjölda högga sem það
tæki góðan kylfmg að komast brautina. Síðan slá
menn kúluna í tjaldið sem mælir högglengdina
og stefnuna og sýnir hvar kúlan lenti. Svo sýnir
hermirinn hvort kúlan er í sandgryfju og hversu
langt er að holunni og ný afstöðumynd birtist.
Þegar kúlan er komin inn á flötina er „púttar-
inn“ tekinn fram og reynt er að hitta ofan í holuna
sem er í dúk sem líkist raunverulegri grasflöt og
er fyrir framan tjaldiö.
' Það er upplagt fyrir byijendur að reyna sig í
golfherminum, æfa upphafshögg og reyna að átta
sig á vegalengdum og höggþunga. Byijendumir
þurfa heldur ekki að óttast að allt of margir verði
vitni að því ef þeim mistekst gróflega og lítil
hætta er á að þeir slái heilu torfumar upp úr
grasfletinum eins og stundum vill víst henda
besta fólk. En það eru ekki bara byijendur sem
hafa gagn af þessu tæki. Þeir reyndari geta slípað
helstu vankantana af höggum sínum, náð betri
stefnu og aukið nákvæmnina.
En það'sem skiptir kannski mestu máli fyrir
golfáhugamenn er það að nú geta þeir sveiflað
kylfunum þótt úti sé hríðarhraglandi og dimmt.
Vertíðin hjá íslenskum kylfingum er stutt og
þarna eygja menn tækifæri til að dusta rykið af
golfsettinu yfir vetrartímann án þess að þurfa
að fara í dýrar golfferðir til útlanda.
Ókosturinn er að sjálfsögðu sá að menn veröa
af útiverunni, sem er snar þáttur í þeirri ánægju
sem menn hafa af golfi, auk þess sem hreyfingin
er fjarri þvi að vera jafnmikil og holl og ef menn
þyrftu að ganga átján holu völl.
En það er víst ekki hægt að fá allt!
-ATA
Dægradvöl
Axel Ammendrup
Svandís Kristj-
ánsdóttir slær út
í blámann á
sjöttu braut. Þó
það sjáist ekki
greinilega á Ijós-
myndinni er
landslagsmynd á
tjaldinu sem sýn-
ir brautina,
umhverfi hennar
og holuna í
fjarska. Tjaldið
mælir líka stefnu
kúlunnarog
högglengd.
DV-mynd KAE
Þór Sigþórsson
með öflugt upp-
hafshögg á
niundu braut.
Ekki er Ijóst hvað
höggið var langt
en svo virðist
sem Þór sé ekk-
ert allt of
ánægður með
það.
DV-mynd KAE