Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. 35 dv Fólk í fréttum Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson hefur verið í fréttum DV eftir vel heppnaöa hjarta- og lungnaðgerð í London. Haildór er fæddur 16. júli 1963 í Rvík og ólst upp í Kópavogi. Hann hefur undanfarið unnið hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur, fyrst í fullu starfi og nú í hálfu starfi og hefur lengi verið félagi í knatt- spyrnufélaginu Augnabliki í Kópavogi. Systkini Halldórs eru Gróa, f. 28. júni 1953, starfsstúlka á Landspítalanum, gift Þorkeli Jó- hanni Sigurðssyni, prentara í Rvík, og eiga þau þrjú böm; Björn Her- mann, f. 29. júní 1955, rafvirki í Mosfellsbæ, kvæntur Kristínu Harðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg Herdís, f. 25. september 1957, sjúkraliði í Rvík, gift Óskari Guð- mundssyni fiskkaupmanni og eiga þau tvö börn; Guðmundur Ólafur, f. 15. apríl 1960, rafvirki í Rvík, kvæntur Ólafíu Sigrúnu Helgadótt- ur og eiga þau tvö börn; Sigurður Viggó, f. 15. apríl 1960, pípulagn- ingamaður í Rvík, og á hann tvö böm; Siguijón, f. 2. júni 1966, læknanemi og Ásgeir, f. 25. janúar 1973. Foreldrar Halldórs eru Halldór Sigurðsson, f. 15. mars 1932, raf- virki í Kópavogi, og kona hans, Guðbjörg Aðalheiður Guðmunds- dóttir, f. 17. maí 1933. Föðursystkini Halldórs em Ingibjörg Herdís, f. 2. júlí 1920, d. 13. ágúst 1945, Helga, f. 20. júní 1923, d. 17. apríl 1940, Kristín, f. 11. desember 1926, gift Sigurjóni Þórðarsyni, vélstjóra í Rvík, börn þeirra era Helga, gift Steingrími Þorvaldssyni, skip- stjóra í Rvík, Gróa, verkakona í Rvík, Þórður, sjómaður í Rvík, Örn, trésmiður í Ryík, og Sigþrúð- ur, bankastarfsmaður í Kópavogi. Sigríður, f. 25. nóvember 1929, gift Grétari Ámasyni, verkstjóra í Rvík, börn þeirra era Sigurður, vélstjóri í Rvík, Ámi, tæknifræð- ingur í Danmörku, Bjarni, trésmið- ur í Rvík, og Gróa Ingibjörg, kennari í Rvík. Föðursystir Hall- dórs samfeðra er Unnur, húsmóðir í Rvík, sonur hennar er Sigurður Kristjánsson flugstjóri. Faðir Halldórs var Sigurður Viggó, sjó- maöur í Rvík, Pálmason, b. í Skálavik Bjarnasonar. Móðir Halldórs var Evlalía Gróa Hall- dórsdóttir, sjómanns í Bolungar- vík, Jónssonar, b. í Meirabakka í Skálavik, bróöur Einars, afa Þor- valds Garðars Kristjánssonar alþingismanns. Jón var sonur Jó- hannesar, b. á Blámýmm Jónsson- ar. Móðir Jóhannesar var Þóra Jónsdóttir yngra, b. á Laugabóli í Ögurhreppi Bárðarsonar, b. í Am- ardal Illugasonar, ættfóður Arnar- dalsættarinnar. Móðursystkini Halldórs eru Guð- ríður, f. 23. febrúar 1932, gift Heiðari Marteinssyni, forstjóra í Kópavogi, börn þeirra em Mar- teinn, forstjóri í Kópavogi, Guðmundur Ólafur, vélsmiður í Kópavogi, Jóna Anna, gift Sigur- jóni Kjartanssyni, vélsmiö í Hafnarfiröi, Herdís, starfsstúlka í Kópavogi, og Sigríður Sólveig, iðn- verkakona í Kópavogi. Sólveig, f. 18. desember 1934, gift Eiriari Gunnarssyni, stýrimanni í Hafnar- fírði, börn þeirra era Sigríður, verslunarmaður í Hafnarfirði, Gunnar, trésmiöur í Hafnarfirði, Sigurveig, húsmóðir í Hafnarfirði, Jakob Þór, sjómaður í Kópavogi, Halldóra, iðnverkakona í Hafnar- firöi, og Málfríður Hrund nemi. Guðmundur Sigurður, f. 23. febrú- ar 1941, forstjóri í Rvík, böm hans eru Fríða Jóna, gift Ragnari Ólafs- syni, bankastarfsmanni í Kópa- vogi, Guðmundur Ólafur, verkamaður í Garðabæ, og Kol- brún, nemi í Garðabæ. Guðbjörg Aðalheiður er dóttir Guðmundar Ólafs, verkamanns í Hafnarfirði, Guðmundssonar Sigurðar, b. og kaupfélagsstjóra á Sveinseyri Jónssonar, b. í Neöribæ í Selárdal, bróður Sveins, langafa Páls Magn- ússonar fréttastjóra og Páls læknis og Axels Ammendrup, blaðamanns á DV. Jón var sopur Ólafs, b. á Kirkjubóli í Skutulsfirði, bróöur Málmfríðar, langömmu Bjarna, afa Þrastar Árnasonar, Evrópumeist- ara unglinga í skák. Ólafur var Halldór Halldórsson. sonur Guðmundar, b. á Eiöi í Hest- firði Egilssonar. Móðir Guöbjargar var Sigríður Guðbjartsdóttir, b. á Tannanesi í Tálknafirði Sigurðs- sonar og konu hans, Sólveigar Kristjánsdóttur, b. á Melgraseyri í ísafirði Jónssonar. Móðir Kristjáns var Kristín Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs á Arngeröareyri, langafa Margrétar, ömmu Jóns L. Áma- sonar stórmeistara. Astríður Helga Gunnarsdóttir Ástríður Helga Gunnarsdóttir, Austurbrún 2, Reykjavík, er sextug í dag. Ástríður er fædd að Syðra- VaUholti í Skagafirði og ólst þar upp. Hún var við nám í Laugar- vatnsskólanum 1944-1945 og í Samvinnuskólanum 1946-1949 og tók þaöan Samvinnuskólapróf. Ástríður vann viö skrifstofustörf í Rvík 1950-1966 og vann á skrifstofu Loftleiða í New York 1966-1968. Hún hefur verið gjaldkeri í Banda- ríska sendiráðinu í Rvík frá 1970. Systkini Ástríöar eru Gunnar, f. 28. mars 1926, b. Syöra-Vallholti, kvæntur Stefaníu Sæmundsdóttur, Ingibjörg, f. 8. mars 1927, gift Móses Aðalsteinssyni, verkfræðingi í Rvík, Erla Guðrún, f. 28. maí 1929, starfsmaður Alþjóðabankans í Washington, Aðalheiður Þorbjörg, f. 19. desember 1930, d. 28. mars 1933, Ásgeir, f. 5. mars 1932, smiður í Rvík, og Sigurður Heiðar, f. 1. júlí 1933, rannsóknaaðstoðarmaður á Ástríður Helga Gunnarsdóttir. Hafrannsóknastofnuninni, kvænt- ur Hrefnu Einarsdóttur. Foreldrar Ástríðar eru Gunnar Gunnarsson, b. að Sýöra-Vallholti, og kona hans, Ragnhildur Erlends- dóttir. Faðir Gunnars var Gunnar, b. í Syöra-Vallholti, bróðir Sveins á Mælifellsá. Gunnar var sonur Gunnars, b. og oddvita í Syöra- VaUholti, Gunnarssonar, b. á Skíðastööum, bróður Þorvaldar, langafa Magnúsar Jónssonar ráð- herra og langafa Jóns Pálmasonar alþingisforseta, fóður Pálma á Akri. Gunnar var sonur Gunnars, b. á Skíðastöðum, Guömundsson- ar, ættfóður Skíðastaöaættarinnar, b. á Hvalnesi, Gunnarssonar, (Barna-Gunnars), b. á Hvalnesi Jónssonar. Móðursystir Ástríðar var Jósefína, kona Friðriks Hans- en, kennara á Sauöárkróki. Ragnhildur var dóttir Erlends, b. á Beinakeldu Eysteinssonar, bróöur Bjöms í Grímstungu, afa prófesso- ranna Björns Þorsteinssonar og Þorbjarnar Sigurgeirssonar. Móðir Ragnhildar var Ástríður Helga ?ig- urðardóttir, b. í Hindisvík, Jóhann- essonar. Hörður Jóhannesson Hörður Jóhannesson, Borgar- heiði 19H, Hveragerði, er fimmtug- ur í dag, en auk þess verður sonur hans, Jóhannes Höröur, tuttugu og eins árs í dag, og annar dótturson- urinn, Auðunn Elvar, átta ára. Hörður fæddist að Eiöhúsum í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hörð- ur hefur alla tíð starfað við stjórn- un á vinnuvélum og gerir enn. Kona Harðar er Fjóla, dóttir Ól- afs b. í Kaldakoti í Húnavatnssýslu, Ólafssonar, og konu hans, Svein- fríðar Jónsdóttur húsmóöur, sem nú er látin. Hörður og Fjóla bjuggu í Reykja- vík um skeið en voru síðan átta ár í Kópavogi og hafa nú búið í Hvera- 85 ára___________________ Sigurfmnur Ketilsson, Dyrhólum I, Mýrdalshreppi, er áttatíu og fimm ára í dag. 70 ára Þóra Böðvarsdóttir, Leifsgötu 6, Reykjavík, er sjötug í dag. Glúmur Björnsson, Hátúni 4, Reykjavík, er sjötugur í dag. 60 ára Jakob Marteinsson sjómaöur, Laugarnesvegi 76, Reykjavík, er sextugur í dag. Hörður Jóhannesson. Sigurbjörg Pálsdóttir, Sunnubraut 18, Keflavík, er sextug í dag. Jón Guðmundsson, Hvítárbakka I, Andakílshreppi, er sextugur í dag. Helgi Jónsson, Eikarlundi 18, Ak- ureyri, er sextugur í dag. 50 ára Jón Aðils verkstjóri, Hegranesi 33, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Eggert A. Sigurðsson, Miðgarði 10, Keflavík, er fimmtugur í dag. Anna Sigurðardóttir, Brekku, Noröurárdalshreppi, er fimmtug í dag. Stefán Jónasson, Skipagötu 4, Ak- ureyri, er fimmtugur í dag. gerði í þrettán ár. Þau eiga þrjú börn; son, dóttur og fósturdóttur. Þau eru: Hjördís húsmóðir, f. 21.5. 1962, er sambýliskona Auðuns Sig- urðssonar, en þau búa í Hveragerði og eiga tvo syni, Auðunn Elvar, f. 9.2. 1980 og Ómar Frey, f. 3.2. 1983; Jóhannes Hörður vinnuvélastjóri, f. 9.2. 1967, en hann er búsettur í Hveragerði; og Hrönn Ásgeirsdótt- ir húsmóðir, f. 4.4. 1965, sambýlis- kona Sigurjóns Ragnarssonar, en þau búa í Reykjavík. Foreldrar Harðar: Jóhannes b. á Eiöhúsum, Þorgrímsson, og kona hans, Jóhanna, frá Gröf i Mikla- holtshreppi, Halldórsdóttir, en hún er látin. Jóhanna Andersen, Fjólugötu 7, Vestmannaeyjum, er fimmtug í dag. Árni Sigurðsson, Skammadal, Mýrdalshreppi, er fimmtugur í dag. 40 ára Helga Magnúsdóttir, Tunguvegi 12, Reykjavík, er fertug í dag. Björg Þórarinsdóttir, Sporða- grunni 11, Reykjavík, er fertug í dag. Stefanía Bjarnadóttir, Grundar- tanga 27, Mosfellsbæ, er fertug í dag. _______________Afmæli Oddný Magnús- dóttir Waage Oddný Magnúsdóttir Waage yfir- saumakona, Skipasundi 37, Reykjavík, er sextug í dag. Hún fæddist á Seyöisfirði og ólst þar upp en flutti til Reykjavíkur 1945. Ári síðar kynntist hún manni sínum, Kjartani G. Waage, vörubílstjóra í Reykjavík, f. í Arnarfiröi, 27.9.1926, syni Guömundar M. Waage og Sig- urlaugar Jóhannesdóttur, en Kjartan flutti með foreldrum sín- um til Reykjavíkur 1929. Kjartan hefur verið vörubílstjóri hjá fyrir- tækinu Hydrol í fjörutíu og sex ár. Kjartan og Oddný giftu sig 4.7. 1948 og fluttu þá í Skipasundið þar sem þau búa enn. Öddný hefur verið yfirsaumakona á Kleppsspít- alanum frá 1972 en hún hefur starfaö þar í tuttugu og þrjú ár. Oddný og Kjartan eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son, en sonurinn dó í æsku. Börn þeirra era: Jóna Jenný sjúkraliði, f. 25.3. 1949, gift Arnbirni Ólafssyni stýri- manni, og eiga þau fimm börn, Kjartan Viðar, f. 14.1.1969, Oddnýju Magneu, f. 4.8. 1973, Nínu Björg, f. 26.11. 1974, Heiði Katrínu, f. 24.5. 1978 óg Ólaf, f. 3.8. 1980; Vilborg Heiöa sjúkraliði, f. 21.6. 1952, gift Óskari Gíslasyni stýrimanni, en þau eiga þrjú börn, Guömund Arn- ar, f. 4.10. 1974, Kristínu, f. 16.7. 1981 og Önnu Jónu, f. 7.7. 1983; Árni Viðar, f. 7.2.1955, d. 2.2. 1959; Árdis Lilja húsmóðir, f. 21.6. 1959, gift Þórarni Arngrímssyni trésmið. Systurnar þrjár búa allar í Mos- fellsbæ. Oddný átti ellefu systkini en á nú átta systkini á lifi. Foreldrar Oddnýjar voru Vilborg Júlíana Guðmundsdóttir, f. á Kirkjuhvoh á Vestdalseyri, Seyðis- firði, 18.7.1898, d. 1978, og Magnús Guðfinnsson, f. 4.12. 1898, d. 1978. Oddný Magnusdóttir Waage. Móðurforeldrar Oddnýjar voru Guðmundur Einarsson útgeröar- maður, ættaöur úr Vestmannaeyj- um, en hann lést 1934, og kona hans, Oddný Ólafsdóttir, sem fæd- dist aö Beijanesi undir Eyjafjöll- um, en hún lést 1928. Föðurforeldr- ar Oddnýjar voru Guðfmnur Jónsson, skipasmiður í Björgvin á Seyðisfirði, og Guðný Einarsdóttir, fædd í Skólabæ við Suöurgötu í Reykjavík, en hún lést 1946. Guð- finnur var sonur Jóns Brandsson- ar, b. í Vestra-Fíflholti í Vestur- Landeyjum. Jón var sonur Brands, b. á sama stað, Guðmundssonar, b. aö Sperðli, Þúfu og síðast að Galtarholti, Erlendssonar, b. að Sperðh, Sigurðssonar á Planka- stöðum, Gíslasonar, prests að Krossi í Landeyjum, Eiríkssonar, prests á sama stað, Eiríkssonar, Árnasonar, prests í Holti, sem var sonur Gísla Jónssonar, biskups í Skálholti f. 1515, d. 1587. Oddný er að heiman á afmælis- daginn. Ættfræðinámskeið Ný 8 vikna ættfræðinámskeið eru að fara af stað. Lærið að taka saman ættartölu og niðjatal og notið ykkur fyrsta flokks rannsóknaraðstöðu hjá Ættfræði- þjónustunni. Unnið er úr fjölda ættfræðiheimilda, m.a. manntölum til 1930 og kirkjubókum auk prent- aðra bóka. Skráning í síma 27101 kl. 9-21 daglega. Ættfræðiþjónustan tekur einnig að sér að rekja ættir fyrir fólk (5 ættliða ættartré). Ættfræðiþjónustan - sími 27101

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.