Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Side 26
42 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. Menning Sinfónísk afslöppun Vín - Búdapest - Prag, perlur Mið- Evrópu og höfuðborgirnar í Habsborgaraveldinu austurríska. Þaðan kom músíkin á sinfóníutón- leikunum í gærkvöldi, Moldá eftir Smetana, Sinfonia consertante eftir Mozart, Tvær myndir eftir Bartók og Galöntudansarnir eftir Zoltán Kodály. Og stjórnandinn var líka ættaður úr þeirri veröld, Thomas Koncz frá Búdapest. Tónleikarnir hófust á Moldá og það var nett spil og skemmtiiegt. Þá kom sinfónían með fjórum val- inkunnum einleikurum, Kristjáni Stephensen á óbó,. Einari Jóhann- essyni á klarínett, Joseph Ogni- bene á hom og Hans Ploder á fagott. Allt eru þetta fyrstu menn Tóiúist Leifur Þórarinsson í sinni deild og leikur þeirra eftir því. En heldur fannst manni Moz- artsvipurinn þó daufur og best mætti trúa að þetta ágæta tónverk væri eftir einhvem allt annan. Hvurn þá? Mannheimskólinn leyn- ir sér ekki. Nú en kannski var Mozart bara í óstuði. Hann var það stundum. Ekki oft. Myndir Bartóks eru frá 1910 þeg- ar þessi Ijúfi snillingur var enn í Ungverski hljómsveitarstjórinn Thomas Koncz á sinfóníutónleik- um í gærkvöldi. mótun og hafði ekki heyrt Le sacre. Þama er talsvert af Debussy en farið að losna um áhrifin frá Ric- hard Strauss. Þetta hijómaði lag- lega en ekki sérlega spennandi undir tónsprota Koncz sem virðist vera vandaður stjómandi án sér- legra meíninga. Og Galöntudans- arnir, sem eru í eðli sínu þjóðlegt glansnúmer án þess að þykjast vera neitt sérstakt, komu miklu fjöri í mannskapinn, bæði á sviði og í sal. Satt að segja var þetta nú allt saman heldur þunnur þrett- ándi. En það er ekki hægt að vera á hápunkti alla daga, sýknt og heO- agt; einhvern tímann verða menn að „slappa" af. LÞ Fréttir Mikill taprekstur á meðferðarstöðvunum: Sameinuðust til að forðast gjaldþrot Skilyrði að ekki allir eigendur Vonar tækju þátt í hinu nýja fyrirtæki Jarðarfarir Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda, er lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. fe- brúar, verður jarðsunginn frá ísa- Jjarðarkapellu laugardaginn 20. febrúar kl. 15. Kveöjuathöfn um Kristínu Samúels- dóttur frá Súðavík, til heimilis á Sléttahraunr 23, Hafnarfirði, verður í Hafnaríjarðarkirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14. Jarösett verður frá Súðavíkurkirkju. Útför Ingibjargar G. Einarsdóttur fer fram í Isafjarðarkapellu laugar- daginn 20. febrúar kl. 10.30. Jarðarfor Stefáns Stefánssonar frá Vík í Mýrdal fer fram frá Víkur- kirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14. Stefán Jón Karlsson, Brekastíg 31, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Landakirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14. Ágústa Helgadóttir, Hávallagötu 37, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 12. febrúar. Útforin hefur farið fram. Ingólfur Nikulás Bjarnason frá Teigagerði í Reyðarfirði, lést 14. fe- brúar í Gimli, Manitoba. Hann var fæddur 11. febrúar 1899. Hann fluttist ungur til Kanada og bjó þar síðan. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttar- dómari lést 10. febrúar sl. Hann var fæddur 1. september 1919 að Heggs- stöðum í Borgarfirði, sonur Svein- bjöms Björnssonar og Margrétar Hjálmsdóttur. Björn lauk lögfræöi- pf-ófi frá Háskóla íslands 1945. Síðar sama ár gerðist hann fulltrúi sýslu- mannsins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og bæjarfógetans í Hafnarfirði þar sem hann starfaði í tuttugu ár. Bjöm stofnaði lögmannsstofu í Reykjavík ásamt nokkrum lögmönn- um sem hann rak uns hann var skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1973. Eftirlifandi eiginkona hans er Rósa Loftsdóttir. Útför Bjöms verður gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag kl. 13.30. Guðlaug Helgadóttir lést 8. febrúar fl'. Hún fæddist 9. nóvember 1913 í Reykjavík, dóttir hjónanna Helga Guðmundssonar og Eyrúnar Helga- dóttur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ragnar Elíasson. Þau hjón eignuðust tvær dætur. Útför Guð- laugar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Vigfús Sverrir Guðmundsson lést 13. febrúar sl. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum 4. ágúst 1932. Foreldrar hans voru Stefanía Einarsdóttir og Gpðmundur Vigfússon. Vigfús lauk prófi frá Verslunarskóla íslands en 24 ára gamall missti hann heilsuna og var óvinnufær upp frá því. Eftirlif- andi kona hans er Kristín Davíðs- dóttir. Útför Vigfúsar verður gerð frá kapellu kirkjugarðs Hafnarfjarðar ’í dag kl. 13.30. Tilkynningar Ferðastyrkirtil íslenskra fræði- og vísindamanna íslandsnefnd Letterstedtska sjóðsins hef- ur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu 1988 til islenskra fræði- og vísindamanna sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknarskyni. Tekið skal fram að ekki er um eiginlega námsferðastyrki að ræða heldur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til íslands- nefndar Letterstedtska sjóðsins, c/o Þór Magnússon, Þjóðminjasafni íslands, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir 15. ’mars 1988. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. Barnsins vegna Sunnudaginn 21. febrúar verður efnt til fyrirlesturs og umræðu í safnaðarheimili Neskirkju um „samskipti foreldra og barna". Hugo Þórisson sálfræðingur reif- ar máhð. Fyrirlesturinn hefst þegar aö lokinni guðþjónustu eða kl. 15.15. Að er- indi loknu verður fyrirspumum svarað og boöið til almennra umræðna. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Fjöruferð í Garðatjörn Vettvangsferð Náttúruvemdarfélags Suðvesturlands laugardaginn 20. febrúar kl. 13 til 14.30 verður íjöruferð á stór- straumsfjöru. Farið verður í fjöruna suður af Göröum á Álftanesi en á stór- straumsfjöru ættu að koma upp bakkar gömlu Garöatjamarinnar, merkilegt dæmi um hve mikið landsig og landbrot hefur verið á Álftanesi síðustu aldimar. Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur aðstoðar fólk við að leita uppi og þekkja lífvemr í fjörunni og svara spurningum. Jón Jónsson jarðfræðingur mun fjalla um landsig og íandbrot á þessum slóðum. Fólk mæti við Garðakirkju kl. 13 eða get- ur slegist í hópinn seinna. Allir em velkomnir. Flóamarkaður FEF Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn laugardagana 20. og 27. febrúar kl. 14-17 að Skeljanesi 6, kjallara. Mikið úrval af gömlum og góðum fatnaði ásamt öðra. Komið og gerið kjarakaup. Leið 5 að endastöð. Ferðamarkaður Útsýnar á Broadway Ferðaskrifstofan Útsýn gengst fyrir um- fangsmiklum ferðamarkaði sunnudag- inn 21. febrúar kl. 14-18 í Broadway. Fulltrúar frá áfangastöðum Útsýnar á Spáni, í Portúgal og á Kýpur verða á staönum og svara fyrirspumum við- skiptavina Útsýnar. Auk þess em Flug- leiðir, Arnarflug og SAS þátttakendur í ferðakynningunni þannig að unnt verðpr að fá allar upplýsingar á einum stað frá 50 sérhæfðum starfsmönnum í ferðaþjón- ustu. Auk þess verða gestum boðnar veitingar og ókeypis happdrættismiðar í glæsilegu ferðavinningahappdrætti. Neskirkja -félagsstarf aldraðra Samvemstund verður á morgun, laugar- dag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestur verður Jón E. Guðmundsson, kennari og áhugamaður um brúðuleik- hús. Erindi um sögu prjóns í Svíþjóð Sunnudaginn 21. febrúar 1988 ki. 17 mun Inga Wintzell, þjóðháttafræðingur og safnvörður við Nordiska museet í Stokk- hólmi, flytja erindi með litskyggnum, í boði Norræna hússins og Þjóðminjasafns íslands, í fundarsal Norræna hússins. Nefnist erindið „Prjónað í blíðu og stríðu. Sitthvað um sögu pijóns í Svíþjóð" (Att sticka í nöd och lust. Historiskt om stickning í Sverige). Fundir Fræðslufundur um íþróttir aldraðra Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra boðar til fræðslufundar að Hrafnistu í Hafnarfirði nk. laugardag, 20. febrúar, kl. 14. Erindi flytja: Anna Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi: Aldraðir í nútímasamfélagi. Páll Gíslason læknir: Slagæöasjúkdómar fóta. Þátttakendum gefst kostur á að skoða glæsilega sundlaug Hrafnistu og líkamsræktaraðstöðu. Allt áhugafólk um likamsrækt og íþróttir aldraðra velkom- ið. Eigendur Islensku meðferðar- stöðvarinnar og Vonar h/f sameinuð- ust um stofnun nýs fyrirtækis, Meðferð h/f um síðustu mánaðamót. Nýja fyrirtækið mun taka yfir áfeng- ismeðferð beggja fyrirtækjanna þeirra eldri. Það tekur ekki yfir skuldir móðurfyrirtækja sinna, en Meðferð h/f fær í sinn hlut viðskipta- vild beggja og tekur yfir rekstur íslensku meðferðarstöðvarinnar aö Fitjum á Kjalarnesi. Rekstur beggja meðferðastöðvanna hefur gengið illa upp á síðkastið. Sjúkrarými þeirra hafa ekki verið nýtt nema að litlu leyti. Eign Vonar að Bárugötu var boðin upp fyrir skömmu og keyptu tveir af eigendum fyrirtækisins, Grétar Haraldsson lögfræðingur og Kristján Ómar Krisljánsson verlsunarmaður, hana á uppboðinu fyrir 17 milljónir króna. Þrátt fyrir að grynnkað hafi á skuld- um fyrirtækisins við sölu eignarinn- ar munu þær nú vera töluverðar. Starfsmenn Vonar h/f hafa enn ekki greitt starfsmönnum sínum laun fyr- ir janúarmánuð og skulda auk þess lífeyrisiðgjöld og stéttarfélagsgjöld. Þrátt fyrir slæma stöðu fyrirtækisins sem rekur nú nánast enga starfsemi mun ekki ætlun eigenda þess að setja það í skipti. Skuldir íslensku meðferðarstöðv- arinnar eru einnig miklar, eða um 10 milljónir króna, að sögn Skúla Thoroddsen lögfræðings og eins af eiganda fyrirtækisins. Meðferðar- stöðin var sameignarfélag og eru eigendur hennar því persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Skúh sagði að í framtíðinni væri gert ráð fyrir að nýja fyrirtæki 'greiddi móðurfyrirtækjunum fyrir við- skiptavild og menntun starfsmanna. Enn væri ekki ákveðið hvemig að þessum greiðslum yrði staðið, enda væri ekki gert ráð að íþyngja Með- ferð h/f meðan fyrirtækið væri að koma undir sig fótunum. íslenska meöferöarstöðin var stofnuð á sínum tíma af fyrrverandi starfsmönnum Vonar. Ein af ástæð- unum fyrir því var samskiptaörðug- leikar. Samkvæmt heimildum DV settu eigendur íslensku meðferðar- stöðvarinnar það sem skilyrði fyrir samstarfi nú að vissir eigendur Von- ar yrðu ekki aðilar að hinu nýja fyrirtæki. -gse Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Þórufelli 8, Rvík, lést 17. þ.m. Þóröur Þorkelsson Jakobfna Ingadóttir Erllngur Lúöviksson Svelnn Ingason Hugrún Þóröardóttlr Gylfl Ingason Björn Ingason og barnabörn Kvikmyndir___________________________ Regnboginn/Morð í myrkri: Danskurinn með langartær 2Mord i morket, byggð á samnefndri sögu Dans Turéll Framleiðandi: Nordisk Film Leikstjóri: Sune Lund-Sörensen Handrit: Erik Balling, Henning Bahs og Sunde Lund-Sörensen Aðalhlutverk: Michael Falch, Ove Sprogee, Tommy Kenter, Ole Ernest og Morten Grunwald í skuggahverfum Kaupmanna- hafnar hefur danska mafian bækistöðvar sínar. Þar tíðkast alls konar viðskipti og þar á meðal við- skipti með eiturlyf eins og tíðrætt hefur orðið um í fjölmiðlum á seinni árum. Því má segja að saga Dans Turéll, Morð í myrkri, eigi sér stoð í raunveruleikanum. Viðfangsefnið er sumsé undir- heimar Kaupmannahafnar sem meginpersónan, nafnlausi blaða- maðurinn, hefur verið að rannsaka undanfarin ár og er á allt öðru máli en félagar hans úr lögregl- unni. Atburðarásin þróast honum í óhag er vinur hans, Óh kokkur, ér myrtur. Hann verður bitbein lögreglunnar og mafíunnar í senn, lögreglan grunar hann um morö en mafían um óf rhikla vitneskju. Því verður hann að rannsaka hlut- ina upp á eigin spýtur á flótta undan lögreglunni. Þessi dramat- íski söguþráður er víst þekktur út um ahan heim. En hvemig unnið er úr honum gegnir allt öðru máli. í Morði í myrkri er það feikilega vel gert, hvort sem um er að ræða handrit, leikstjóm eða leik. Auk þess snýst hin alvarlega tilvera tíð- um upp í skemmtilega andhverfu sína. Kvikmyndaímynd blaöamanns- ins er skammt undan. í hlutverk hans, sem er í höndum Michaels Falch, hefði varla verið hægt að finna betri persónu. Hann kemst vægast sagt frábærlega vel frá hlut- verki sínu, að öðram leikurum ólöstuðum sem standa sig með stakri prýði. Myndin byggist á hraðri atburðarás og stórgóðri fléttu sem nær fullkomlega saman undir lokin, að ekki sé talað um vel unna sviðsmyndina. Það verður því að segjast að Danskurinn stend- ur mörgum reyndari þjóðum í kvikmyndagerð miklu framar. Og svona í lokin mætti benda á - þar sem við íslendingar tölum oft um frændur okkar Dani - að ekki væri úr vegi að sjá í hverju „menning“ þessara tveggja þjóða er sameigin- leg en til þess þarf að kynnast fleiru en rjómanum af Kaupmannahöfn. Að sjá undirheimamenninguna í Morð í myrkri er því tilvahð tæki- færi. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.