Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
Fréttír
Hvammstangi:
Fógeti innsiglaði
kjötgeymslur
- haikaleg og ósanngjöm aðgerð, segir verslunarstjórinn
Sýslumaður Vestur-Húnavatns-
sýslu innsiglaöi á föstudag kjöt-
geymslur í Verslun Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga. Var
það gert að kröfu Búnaðarbankans.
Bankamenn bera við misferli í
birgðastöðu. Ekki hefur fengist
staðfest um hve mikið magn er að
ræða en Jón ísberg sýslumaður
sagði að gildar ástæður þyrftu að
vera fyrir slíkri aðgerð.
Karl Sigurgeirsson verslunar-
stjóri sagðist líta svo á að ekki hefði
verið brotið gegn Búnaðarbankan-
um. „Við erum sakaðir um að eiga
ekki birgðir fyrir veðum, sem er
rangt. Bankinn var með gamlar
birgðatölur. Ég hef ekki lokiö við
gerð skýrslna fyrir febrúar. Þær
munu sýna að við höfum ekkert
af okkur brotið. Þetta er harkaleg
og ósanngjörn aðgerð. Ég mun láta
lögfræðing minn skoða þetta mál.
Það verður ekki hjá því komist að
við munum bíða álitshnekki vegna
þessa,“ sagði Karl.
Karl segir ennfremur að ekkert
hefði verið við sig rætt áður en til
aðgerðarinnar var gripið. Hann
segir líka að Búnaöarbankinn hafi
neitað sér um eðlilegt rekstrarlán
síðastliöið haust. Lán sem allir slát-
urleyflshafar fá. Karl segist þá haía
tilkynnt bankanum að sú ákvörðun
leiddi til vanskila af sinni hálfu.
„í fyrra var sagt að þaö vantaði
mörg hundruð tonn af kjöti. Þrátt
fyrir það var ekki einni einustu
birgöageymslu lokað,“ sagði Karl
Sigurgeirsson. -sme
Könnun Félagsvísindastofnunar:
Stjarnan nýtur jafn-
mestrar hlustunar
- meira horft á Sjónvarpið en Stöð 2
Utvarpsstöðin Stjarnan er með
mun meiri hlustun en útvarpsstöðv-
arnar Bylgjan og Ljósvakinn og
mesta hlustun allra útvarpsstöðva á
hlustunarsvæði sínu ef undan eru
skildir fréttatímar Ríkisútvarpsins í
hádegi og á kvöldin. Þá er mun meira
horft á fréttatíma Sjónvarpsins en
Stöðvar 2 þá daga sem könnun á
notkun ljósvakafjölmiölanna var
gerö en könnunina gerði Félagsvís-
indastofnun fyrir Rás 1, Rás 2, ‘
Stjörnuna, Bylgjuna, Ljósvakann,
Sjónvarpið og Stöð 2.
Ef litið er á útvarpshlustun á svæöi
áðurnefndra útvarpsstöðva laugar-
daginn 5. mars kemur í ljós að Rás 1
nýtur mes'trar hlustunar, eöa um 4%,
fram til 8.30 þann morgun en síðan
tekur Stjarnan við og nær allt að 7%
hlustun rétt fyrir hádegið. Þá taka
forystuna fréttir Rásar 1 en að þeim
loknum nýtur Stjaman aftur mestr-
ar hlustunar, 10 til 13%, og heldur
því fram aö kvöldfréttum Rásar 1.
Fréttatímar Ríkisútvarpsins njóta
mestra vinsælda útvarpsefnis og ná
á bilinu 18 til 20% hlustun. Rás 2 og
Bylgjan njóta minni hlustunar þenn-
an dag og fer Bylgjan mest í 8%
hlustun en Rás 2 fer í 5%. Ljósvakinn
nýtur mjög lítillar hlustunar eða á
bilinu 0 til 1%.
Ef litið er á svæði beggja sjón-
varpsstöðvanna sama dag, laugar-
daginn 5. mars, þá kemur í ljós að
fréttir Sjónvarpsins eru vinsælasta
efnið meö um 45% áhorfun og næst-
vinsælasta efnið er Fyrirmyndarfaö-
ir með tæp, 45%. Þáttur Stöðvar 2,
19:19, nær um 33% áhorfun og er vin-
sælasta sjónvarpsefnið þar á bæ.
Á ensku knattspymuna horfðu um
8% áhorfenda þennan laugardag og
á NBA körfuboltann á Stöð 2 horfðu
um 7% áþorfenda en sá þáttur er
sýndur á eftir knattspyrnunni. Að
loknum körfuboltanum eykst áhorf-
un á Stöð 2 og hún nær mestri horfun
þegar þátturinn 19:19 hefst en um
klukkan 20 taka fréttir Sjónvarpsins
viö. Á þáttinn Fríða og dýrið hoxfa
um 10% áhorfenda en sá þáttur var
sýndur um leið og Fyrirmyndarfaðir
í Sjónvarpinu. Þennan laugardag var
meira horft á Sjónvarpið en Stöð 2,
allt til klukkan 24:30, en þá tók Stöð
2 forystuna.
Stríðið er
- segir Páll Þorsteinsson
„Það er greinilegt að við þurfum
að bæta okkur og það verða gerðar
hér breytingar. Sókn er langbesta
vörnin og við ætlum að sækja. Stríð-
ið er ekki búið,“ sagði Páll Þorsteins-
son, nýráöinn útvarpsstjóri
Bylgjunnar og Ljósvakans, í samtali
við DV þegar hann var spurður að
því hver yrðu viðbrögð útvarps-
stöðvanna viö niðurstöðu könnunar
Félagsvísindastofnunar á útvarps-
hlustun.
Páll sagði að þetta væri sjöunda
könnunin sem gerð hefði verið frá
ekki búið
, útvarpsstjorí Bylgjunnar
því að Bylgjan hóf starfsemi sína og
í fyrsta skipti sem stöðin kæmi illa
út úr hlustendakönnun.
Spurningu um það hvort Ljósvak-
inn yrði lagður niður í framhaldi af
niðurstöðu könnunarinnar, en sam-
kvæmt henni nýtur Ljósvakinn nær
engrar hlustunar, sagði Páll að engin
ákvörðun hefði verið tekin um það.
Hins vegar yrði gripiö til aögerða og
fólki kynntar væntanlegar breyting-
ar á Bylgjunni og Ljósvakanum á
næstu dögum.
Háskóli Islands:
Stúdentakosningar í dag
U', _i TTÍ-1. '1. T.l 1 I • ' 1 1 :_ M11 1/AOÍnn
Stúdentar í Háskóla íslands Kjósa
í stúdentaráð og háskólaráð Háskóla
íslands í dag. Tvær fylkingar stúd-
enta bjóða sig fram í ár: Vaka, félag
lýðræðissinnaðra stúdenta, og
Röskva, samtök félagshyggjufólks í
Háskóla íslands.
Stúdentaráð skipa 30 manns og er
helmingur þeirra nú kosinn til
tveggja ára. Af þessum 30 manna
hópi eru 26 kosnir til stúdentaráös
en 4 nemendur eru kosnir af sérstök-
um lista til háskólaráðs. Háskóla-
ráðsmenn sitja einnig í stúdentaráði.
-JBj
Forráðamenn Stjörnunnar „helltu upp á sig“ kampavíni í tilefni nióurstöðu
skoðanakönnunarinnar og hér sést Ólafur Hauksson útvarpsstjóri skenkja
þeim Gunnlaugi Helgasyni, Þorgeiri Ástvaldssyni og Axel Ólafssyni veigarn-
ar í gær. DV-mynd KAE
Ekkert braðl í tannlæknadeild
- seglr Guðjón Axelsson deíldarförseti
„Auövitaö er tannlæknanám
dýrt nám. Það þarf miklnn tækja-
kost og marga kennara á hvem
nemanda. Það er síðan mun dýrara
að reka lítinn skóla en stóran. Það
er því ekkert undrunarefni aö
tannlæknadeildin sé dýrasta deild-
in viö Háskólann sé miðað við
höfðatölu. Þaö getur lika vel verið
að nám þar sé dýrara en erlendis
án þess að við höfum kannaö það
neitt sérstaklega," sagði Guðjón
Axelsson, deildarforstei tann-
læknadeildar Háksólans, þegar DV
bar undir hann frétt blaðsins í gær
þar sem kemur fram aö tann-
læknanám er hér helmingi dýrara
en í eínkaskólum í Bandaríkjun-
um.
„Það er náttúrlega ákvörðun fyr-
ir stjórnvöld hvort þau vilji loka
deildinni og senda nemendur til
útlanda í nám. Á sama hátt og þaö
var ákvörðun sljómvalda aö stofn-
setja deildina á sínum tíma og
byggja yfir hana síöar. Það er eng-
inn vandi aö fá pláss í erlendum
Háskólum eins og er. Nú er víðast
hvar offramleiðsla á tannlæknum.
Norömenn hafa meira aö segja aug-
lýst eftir tannlæknanemum. En
þaö var ekki svo fyrir fáeinum
árum.
En hér á deildinni er ekkert
bruölaö. Allir kennaramir þurfa til
dæmis aö deila einum ritara.
Rekstur deildarinnar er einnig
kostnaðarsamur. Það fara þannig 6
milljónir á ári einungis í rekstur.
Og þó það sé vel búiö að kennsl-
unni, þá er aöstaða til rannsókna
engin. Víðast hvar erlendis hafa
prófessorar aðstöðu til að stunda
tannlækningar á deildinni. Það
hefur hins vegar ekki fengist í gegn
hér. Viö þurfum því að reka sjálfir
okkar stofur út í bæ,“ sagöi Guðjón
Axelsson.
-gse
Umboðsmaður Alþingis:
Hart deilt
um embættið
Töluverðar umræður uröu á Al-
þingi í gær um störf umboðsmanns
Alþingis en þá var fyrsta umræða
um tillögu til þingsályktunar um
störf og starfshætti hans. Allir flokk-
ar standa að tillögunni fyrir utan
Borgaraflokkinn og gagnrýndi fyrsti
flutningsmaður' tillögunnar, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, þá
borgaraflokksmenn og sagði að af-
staða þeirra græfi undan tiltrú
almennings á þetta embætti. Sagði
Þorvaldur að mjög mikilvægt væri
að fuU samstaða væri um embætti
umboðsmannsins og afar áríðandi
væri að friður og eining mætti ríkja
um embættiö.
Þorvaldur sagði að það að Ríkis-
endurskoðun var sett undir stjórn
Alþingis á síöasta ári hefði styrkt
stöðu löggjafans gagnvart fram-
kvæmdavaldinu og umboðsmaður
Alþingis ætti eftir að gera það einnig.
Álbert Guðmundsson sagði að þó
hann væri í sjálfu sér hlynntur emb-
ætti umboðsmanns Alþingis þá þætti
honum verið að búa til enn eina
valdastofnunina með þessari tillögu
- því hefði Borgaraflokkurinn ekki
stutt þetta mál. Sagði Albert að það
væri verið að stofna til miklu meira
embættis en í upphafi hefði staðið
til. Því væri hægt að segja að hér
hefðu gilt einkunnarorðin: „Báknið
kjurt og meira bákn.“
-SMJ
Matthías Andrésson tollvörður:
„Mér var bannað
aðveita persónu-
lega þjónustu“
„Mér var bannað að vinna eftir-
vinnu og eins að veita persónulega
þjónustu. Eins var mér fyrirlagt að
hægja á við vinnuna. Ég er með tölvu
hérna sem ég á sjálfur. Með henni
hef ég hjálpað mönnum við aö fylla
út skýrslur þegar ég hef haft tíma til
þess. Fyrir ,það fæ ég skammir,“
sagði Matthías Andrésson tollvörður
í Hafnarfirði.
Matthías segir að til sín hefðu kom-
ið á fóstudag og mánudag menn frá
ríkistollstjóra og Ríkisendurskoðun
og þeir hafi bannað sér áðurnefnd
atriði. Matthías telur að þetta sé gert
til að gera tollembættið í Hafnarfirði
ómerkilegt. Matthías segir að fjöldi
vitna hafi orðið að orðaskiptum milli
hans og sveitarinnar úr Reykjavík.
Tilgangurinn sé sá að tefja afgreiðslu
í Hafnarflrði til þess að viðskiptavin-
ir, sem flúið hafa Reykjavík, snúi
þangað aftur.
í dag taka gildi nýjar reglur um
tollamat á innfluttum notuðum bíl-
um. „Þessi breyting gerir það að
verkum að það tekur mun lengri
tíma að afgreiða hvern bíl. Þetta hef
ég og fleiri sagt áður en það er aldrei
hlustað á okkur sem vinnum við
þetta,“ sagði Matthías.
í gærkvöldi vann' Matthías til
klukkan átta í trássi við fyrirskipan-
ir frá ríkistollstjóra. Það voru fleiri
en hann sem unnu fram eftir í gær-
kvöldi. Starfsmenn ríkistollstjóra
voru við vinnu í Hafnarfirði fram
eftir kvöldi í gær.
-sme
Önnur umræða um
bjórinnínæstuviku
Líklegast er talið aö bjórfrumvarp-
ið komi til 2. umræöu á Alþingi í
næstu viku en allsherjamefnd neðri
deildar hefur nú málið til meðferðar.
Trúlegt er að kvöldfund þurfi til að
Ijúka annarri umræðu en eins og
komið hefur í ljós við umræður um
bjór á hinu háa Alþingi þá sprengir
umræðutími vanalega af sér öll bönd
þegar bjórinn er tekinn á dagskrá.
Hafa bjórandstæöingar haft á orði
að þeir hafi aflaö ser nýrra gagna í
málinu sem þurfi drjúgan tíma til að
koma frá.
-SMJ