Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Page 5
á tjá og tundrí - Hinn frábæri Tommy Hunt ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Ferðalog, fjölskyldan og vinnan „Ég byrjaði aö læra hárskurö í lönskólaimm áriö 1980 og fékk meistararéttindi í fyrra. Meöan ég var nemi tók ég þátt í íslands- mótinu í hárskurði og varð þá í ööru sæti en annars hef ég ekki tekíö þátt í keppnum" segir Amia María Valdimarsdóttir, 24 ára hárskeri, sem.sigraði í hárskuröi í frístælkeppni tímaritsins Hár og fegurö. Ilár og fót módelsins voru skreytt hljómplötum. Anna María er eigandi hársnyríistof- unnar Hár í höndum í Reykjavík „Þori ekki á bak“ „Áhugamal ' min eru helst tjölskyldanog vinnan. Þaö er meira en nóg að gera eftir að ég keypti hár- greiðslustof- una og þegar maður kemur heim sinni ég syni mínurn" segir Anna María. Sambýlismaður hennar ér Bald- ur Sigurðsson, viðskiptafræði- nemi í Háskóla ísiands. Þau eiga tveggja ára son sem heitir Ingim- ar Alex. „En mér íinnst mjög gaman að ferðast og reyni ég að komast nt fy rir landsteinana þeg- ar ég get. Nú svo er öll fjölskyld- an, foreldrar og fimm systkini mfn, meö hestadellu og fer ég stundum austur fyrir tjall til að horfa á þau á hestbaki. En ég þori ekki á bak. Ég er alin upp við hesta* mennskuna og þótti ansi kræf í æsku í umgengni við hestana, áður en ég fékk vit. En hestar hafa aldrei höfðað tíl mín þó ég hafi aö sjálfsögðu prófað að fara á bak. Reyndar hætti ég alveg þegar ég flaug af baki, ellefu eða tólf ára. Ég meiddi mig ekkert en hugsa samt enn þannig að ég vilji frekar slasa mig einhversstaðar annarsstaðar. „Keyri enn“ Það gerðist svo daginn sem ég fékk bílpróf að ég keyrði á og var mér þá hent strax undir stýri aftur svo ég gæQst ekki strax upp á keyrslunni. Það virkaði því ég keyri enn og kann reyndar varla aö taka strætó." Anna María segir mjög gaman aö taka þátt í fristæl hárgreiðslu- móti. í framtiðinni segist hún staðráðin í aö taka þátt í fleiri keppnum og auk þess langar hana aö læra hárgreiðslu en hun er hárskeri aö mennt. „Ég fer aft- ur i skólann þegar ég verö i stuöi. Það er ekki nema ein önn í skól- anum sem ég þarf að bæta viö mig auk nokkurrar vinnu" sagði hún að lokum. -JBj Viðtalið DV Fréttir Áburðarverksmiðja ríkisins: Borgar lægsta raf- orkuverð á landinu Áburöarverksmiðja ríkisins í Gufunesi borgar lægsta raforkuverð á landinu, samkvæmt samningi sem fyrirtækið gerði við Landsvirkjun snemma á síðasta ári, en samningur- inn gilti frá áramótum 1986 og ’87. Greiðir Áburðarverksmiðjan nú 9,33 mills á meðan Álverið í Straumsvík greiðir 15,78 mills og Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga greiðir 10,46 mills fyrir raforkuna, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Landsvirkjun. - nýtur 20 milljóna króna ríkisstyrks í ár Þá nýtur Áburðarverksmiðjan sérstakra ríkisstyrkja sem nema 20 milljónum króna á þessu ári en það jafngildir því að áburðarverð til bænda hér sé niðurgreitt um 300 krónur tonnið, samkvæmt upplýs- ingum sem DV fékk hjá Hákoni Bjömssyni, framkvæmdastjóra verksmiðjunnar. Um rafmagnsverð það, sem verksmiðjan greiðir, sagöi Hákon að áður hefði raforkuverðið verið það sama og hjá ÍSAL en það verð tekur mið af heimsmarkaðs- verði á áli. Síðan heíði álverð hækkað og sagði Hákon að þá hefði mönnum fundist óeðlilegt að bera sig saman við ál en þá var gerður nýr samningur við Landsvirkjun og mið- ast nú verðið við heimsmarkaðsverð á ammóníaki. Ammóníaksverð hefur verið lágt undanfarið en meginliður framleiðslukostnaðar ammóníaks er raforka. Aðspuröur um verðmun á innlend- um áburði og erlendum, sagði Hákon Björnsson að áburðarverð til bænda í Noregi og á íslandi væri hliðstætt en áburður í Noregi er ekki niður- greiddur eins og hér á landi. Hákon benti á að ef leggja ætti niður áburð- arframleiðslu í Áburðarverksmiðj- unni og flytja áburðinn inn þess í stað myndi flutningskostnaður leggj- ast á verðið en Hákon taldi þann kostnað mundu nema nálægt 2.000 krónum á tonnið. -ój Hláturinn lengir lífið segir máltækið - öll fóstudags- og laugardagskvöld Tommy Hunt, Jörundur Guðmundsson, Magnús Ólafsson og Saga Jónsdóttir ásamt dönsurum frá dansstúdíói Dísu og hljóm- sveitin Burgeisar fara á kostum í einhverj- um alhressasta Þórskabarett sem boðið hefur verið upp á. Einar Logi spilar ljúfa dinnertónlist fyrir matargesti. Þríréttuð veislumáltíð . j . ■ - ' í Guðmundur Benediktsson, Kristján Óskarsson, Ari Jónsson, Þröstur Þorbjörnsson og Hallbjörn Svavars son ásamt Þorleifi Gíslasyni. Að lokinni sýningu sér hljómsveitin Burgeisar um að leika fjörug lög við allra hæfi! í diskótekinu verða sem fyrr öll nýjustu lögin ásamt nokkrum gömlum og góðum. Borðapantamr í símum: 23333 og 23335 ÞORS CAFE C* □ Z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.