Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Sandkom Bjórinn og lækna- stéttin lÆknarhafa dregistmeð ólíkindummik- iðinníbjórum- ræðunaað undanförnu. Allirvitaað óhóflegáfeng- isneyslaer heilsuspillandi enséáfengis neyttíhóflget- urþaöjafnvel verið heilsu- bætandi, a.m.k. í sumum tilfellum. Bjórumræðan ætti því fremur að falla undir félagsfræðinga, sálfræð- inga og næringarfræðinga en lækna ef mönnum er mikið í mun að leita eftir áliti sérfrajðinga. Undirskriftasafn anir Þaðfórfyrst verulega að boraálæknum íbjórumræð- unniþi'gar sextánlæknar og prófessorar sendufrásér áskorun til þingmanna um að fella bjór- frumvarpið. Þessi áskorun komsemsend- ing frá himnum fyrir andstæðinga bjórsins. Þarna gátu menn séð h vaða augum læknavísindin litu þennan vágest sem bjórinn er. Svo gerist það skyndilega aö ný undirskriftasöfnun fer í gang. Nokkr- ir áhugamenn um bj ór innan lækna- stéttarinnar létu lista ganga milli lækna þar sem þeim var boðið að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við bjórinn. 133 læknar skráðu nöfnin sín á listana. Nú kvað við annan tón hjá bjórandstæðingum. Skyndilega höfðu læknar ekki meira vit á bjór- málumen aðrir, a.m.k. ekki þessir 133. Og enn skal Ogtilaðsnúa nú áliti manna álæknuminná réttarbrautir: afturtóku nokkrir.bjór- andstæðingar í: hópilæknasig tilfyrirnokkr- umvikumog . hófunýjaund- irskriftasöfnun þarsembjór- innvarfor- dæmdur. Síðan hefur ekkert heyrst afundirskriftasöfnuninní þvílistarn- ir hafa farið nánast auðir frá sjúkra- húsunum aftur. Meirihluti lækna virðist nefnilega, rétt eins og gengur og gerist með annað fólk, vera hly nntur því að sala á áfengu ölu verðileyfðhérálandi. Því ekki að banna sölu á sælgæti? Einnlæknir hafðiáorðiað efbannaætti söluábjór vegnaþessaö hann gætiorðið tilþessaö nokkrirungl- ingarkynnu siðíir moirað leiðastútí alkóhólisma. a-ttimoðsömu rökumað Jianna sölu á sykri og sælgæti. Þó nokkur prósent þjóðarinnar eru með sykursýki, þar á meðal mörg böm. í hverri sjoppu og matvörubúð bíða þessara krakka freistingar. Félagar þeirra maula í sig gúmmulaði sem þeim sykursj úku er bannað aö neyta. Sykursjúkt bam getur auðveldlega fallið í freistni þó svo sælgætisneysl- an hafi skaðleg áhrif á heilsuna. Þvi ætti að banna sölu á sælgæti og sykri! reynt. Umsjón Axel Ammendrup Fréttir Umsögn Almannavamanefndar Reykjavíkur: Ammoníaksinnflutn- ingi verði hætt - kældur geymir verði byggður við Aburðarverksmiðjuna Á fundi borgarráðs í dag liggur fyrir umsögn Almannavarna- nefndar Reykjavíkur um ammon- íaksgeymi Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi. Telur nefndin að mun öruggara sé að byggja kældan ammoníaksgeymi á svæðinu en aö styrkja þann geymi sem fyrir er samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Rúnari Bjarnasyni slökkviliðsstjóra en hann er jafn- framt framkvæmdastjóri nefndar- innar. Rúnar sagði að nefndin legðist þar með ekki gegn því að leyfi fyrir byggingu geymisins yrði veitt. Hins vegar sagði hann að nefndin legði áherslu á að ammoníaksinnflutn- ingi yrði hætt á meðan gamli geymirinn ér enn í notkun. Ammoníaksinnflutningur nemur um 2.000 tonnum á ári en innan- landsframleiðslan er á bilinu 9.000 til 10.000 tonn árlega. „Það er ekki hægt að segja að með þessari kröfu séum við að leggja stein í götu verk- smiðjunnar, viö erum aðeins að reyna að tryggja öryggi borgar- anna sem best,“ sagði Rúnar Bjarnason. -ój Bygging heilsugæslustöðvar á Akranesi: Fjórða lægsta tilboði Næsthæsta tilboði af fimm í bygg- ingu 2. áfanga heilsugæslustöðvar á Akranesi hefur verið tekið í stað þess að taka lægsta tilboði eins og algeng- ast er. Fimm verktakafyrirtæki á Akranesi lögðu fram tilboð í opið útboð í heilsugæslustöðina og finnst mörgum einkennilegt aö lægsta til- boði skuli ekki hafa verið tekið en á sama tíma var lægsta tilboði í vern- daðan vinnustað tekið. Framkvæmdadeild Innkaupastofn- unar ríkisins afhenti Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra Akraness, skýrslu þar sem lagt var til að ljórða lægsta til- boði í heilsugæslustöðina yrði tekið þar sem þrjú lægstu tilboðin væru hættulega lág. Bæjarstjórn Akraness og heilbrigðisráðuneyti hafa sam- þykkt tillöguna en tilboðið er 89,3% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á rúmar 19 milljónir. Björn Ólafsson, hönnunarstjóri hjá Innkaupastofnun ríkisins, sagði í samtali við DV að það hefði jafnvel komið til greina að taka fimmta og hæsta tilboðinu en sú niðurstaða hefði fengist að með útjónarsemi og dugnaði gæti viðkomandi aðila, Tré- verki sf., tekist að standa við sitt tilboð. „Það er rétt að það er óvana- legt að taka fjóröa lægsta boði en ég segi að því miður hefur það verið ríkjandi stefna hjá ríkinu og mörgum öðrum aðilum aö taka alltaf lægsta boði. Staðallinn, sem gildir um út- tekið boðsverk, gerir hins vegar ráð fyrir því að verkkaupi geti valið hvaða til- boð sem honum þóknast. Auðvitað horfa menn fyrst og fremst á verðið en við höfum engan áhuga á því að opinberir aðilar byggi mannvirki fyrir fé sem er kreist undan blóðug- um nöglum lítilla fyrirtækja, eins og oft hefur komið fyrir, og þau farið illa út úr málunum.“ sagði Björn. -JBj Mitsubishi jeppi, ígildi fjögurra Citroen „bragga“, bíður herra síns fyri utan fjármálaráðuneytið. DV-mynd l „Ráðherrabíir Jóns Baldvins: Endurholdgaður „braggi“ ífjórða veldi Citroen „braggi“ sá sem Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra sagðist ætla' að nota sem ráðherrabíl virðist nú hafa endur- holdgast í Mitsubishi Pajero jeppa - lengri gerðina - en ráðherrann hefur sést ferðast um á slíkum bíl undanfarið. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Þórhalli Arasyni, skrif- stofustjóra í fjármálaráöuneytinu, er bíll þessi ekki „ráðherrabílT1 í raun, heldur sagði hann að um væri að ræða bíl sem fjármálaráðu- neytið ætti. Bíllinn væri ekki sérstaklega keyptur fyrir fjármála- ráðherrann enda þótt hann notaði bílinn talsvert. Sagöi Þórhallur að Jón Baldvin ýmist æki bílnum sjálfur eða væri ekið um af starfs- manni fjármálaráðuneytisins sem ekki er bílstjóri að aðalstarfi, held- ur hússtjóri í Arnarhváli. Þórhall- ur sagði að Mitsubishi Pajero jeppinn hefði verið keyptur í stað jeppa af Toyota gerð sem ráðuney- tið hefði áður haft í þjónustu sinni. Samkvæmt upplýsingum Heklu hf. kostar nýr bíll af þessari gerð á bilinu 1.310 þúsund til 1.408 þúsund eftir því hvort um bensín- eða dísil- bíl er að ræða. Til gamans má nefna að Citroen „braggi“ eins og sá sem fjármálaráðherra sagðist í eina tíð myndu kaupa, kostar um 350 þús- und krónur staðgreitt. Er því jeppi Jóns Baldvins ígildi ijögurra „hragga" í verði. -ój Telja Innkaupa- stofnun fara viljandi með rangt mál Trésmiðja Guðmundar Magnús- sonar á Ákranesi átti næstlægsta tilboð í rheilsugæslustöðina, eða 84,8% af kostnaðaráætlun. Forráða- menn fyrirtækisins telja tilboði sínu hafnað á mjög vafasömum forsend- um í skýrslu Innkaupastofnunar ríkisins tii bæjarstjórnar Akraness. Telja þeir Innkaupastofnun viljandi fara með rangt mál í skýrslunni til að hygla ijórða lægsta tilboðinu. í skýrslunni er m.a. talað um að steinsteypa, sem Trésmiðja Guð- mundar Magnússonar framleiðir, geti verið alkalívirk og ekki hæf í bygginguna. Forráðamenn fyrirtæk- isins segja að þessi fullyrðing eigi ekki við nein rök að styðjast og sé beinlínis verið að blekkja þá sem um skýrsluna fiölluðu svo tilboðinu yrði ekki tekið. Því til stuðnings bendir Emil Þór Guðmundsson bygginga- tæknifræðingur hjá Trésmiðjunni á að frostþíðupróf á steinsteypu fyrir- tækisins, sem Innkaupastofnun úrskurðar steypuna vanhæfa út frá, hafi ekki verið gerð á steinsteypu sem Innkaupastofnun mælist til að verði notað í heilsugæslustöðina. Auk þess setja forráðamenn Tré- smiðju Guðmundar Magnússonar á margan hátt út á vinnubrögð Inn- kaupastofnunar og hafa mælst til þess að stofnunin endurskoði skýrslu sína um leið og mat á tilboð- unum. Það er hins vegar ljóst að það verður ekki gert. -JBj „Ekki bmðl“ - segir bæjarstjóri Akraness „Ég lít þannig á að það sé bænum í hag að taka ljórða lægsta tilboði í byggingu heilsugæslustöðvarinnar því hér á Akranesi höfum við reynslu af því að mjög lágum tilboðum hefur verið tekið en verktakar síðan lent í vandræðum og jafnvel gefist upp. Kostnaður hefur þá aukist og lent á baki bæjarsjóðs seinna. Það er því ekki bruðl aö taka íjórða lægsta til- boöi heldur frekar varúðarráðstöfun til þess aö kostnaður aukist ekki síð- ar,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við DV. „Ég vil einnig taka það fram að kostnaður við heilsugæslustöðina vegur létt í bæjarsjóði þar sem hann borgar 15% af kostnaði en ríki 85%. Auk þess má leggja áherslu á það að tilboð Tréverks er töluvert undir kostnaðaráætlun. Það opinbera hef- ur undanfarin ár verið gagnrýnt fyrir að taka sífellt lægstu tilböðum í útboðum af þessari tegund. Bæjar- stjórnarmenn Akraness voru því almennt ánægðir með að fara eftir ábendingu Innkaupastofnunar ríkis- ins og taka tilboði Tréverks hf. í byggingu 2. áfanga heilsugæslu- stöövarinnar. En þetta er ný vinnu- aðferð hjá Innkaupastofnun og finnst mér það ánægjuleg þróun. Það er hins vegar sífellt deilt um verklags- reglur í svona útboöum og ætlar bæjarstjórn því að funda með Meist- arasambandi iðnaðarmanna á Akranesi til að ræða hvernig best væri að fara að þegar tilboðum er tekið,“ sagði Gísli að lokum. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.