Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. 7 Atvinnulíf Kjarasamningaviðræðumar hófust í gær: Kaupkröfumar eru um 40 þúsund króna lágmarkslaun - enn stendur krafan um að fá kjarasamningana heim í hémð Fyrsti fundur ríkissáttasemjara meö fulltrúum atvinnurekenda og samninganefndum verkalýðsfélaga, sem felldu kjarasamningana á dög- unum, var haldinn í „Karphúsinu" í gær. í upphafi héldu samninganefnd- vir Austfirðinga, Norðlendinga og félaga af Suður- ög Vesturlandi með sér fund til að fara yfir og samhæfa kröfurnar. Samkvæmt heimildum DV eru kaupkröfurnar nokkuð svip- aðar hjá öllum nefndunum og nema þær um 40 þúsund króna lágmarks- launum á mánuði. Hjá öllum nefnd- unum stendur enn krafan um að fá samningana heim í hérað og nú mun vera útséð um að ríkið greiði kostnað af dvöl samninganefnda verkalýðs- féiaganna hér í Reykjavík. Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemj- ari sagði í samtali við DV að þessi fyrsti dagur færi að mestu í að koma sér niður á hvernig haga skyldi vinnubrögöum í samningunum á næstu dögum. Vitað er að þolinmæði margra verkalýðsfélaga er á þrotum og verk- fóll verða e.t.v. boðuð ef ekkert gerist í samningaviðræðunum allra næstu daga. Sumir verkalýðsforingjar hafa lýst því yfir að ef ekkert gerist fyrir miðvikudag verði gripið til einhverra aðgeröa. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinruiveitendasam- bandsins, hefur marglýst því yfir að ekki komi til greina að semja um meira en gert var ráð fyrir í samning- um Vinnuveitendasambandsins og Verkamannasambandsins á dögun- um. Hann bendir á að fiskvinnsl- an í landinu sé ekki aflögufær um meira. Það má því ljóst vera að erfiðar samningaviðræður fara í hönd og að til tíðinda getur dregið á vinnumark- aðnum innan skamms. -S.dór Vetrarvertíðin: AHi mjóg tregur - netabátarnir eru með þetta 3-5 lestir í lóðri Það er sama hvar leitað er frétta af vertíð á hinum hefðbundnu vetr- arvertíðarplássum, allir bera sig illa og segja afla mjög tregan. Netabátar eru að fá þetta 3-5 lestir í róðri það sem af er marsmánuði. Meira að segja á Breiðafirði er afli tregur en þar hefur aflinn verið hvað mestur á síðustu vertíðum. Netabátar í Rifi og Ólafsvík hafa ekki fengið nema 3-4 lestir í róðri að undanförnu. Leifur Jónsson, hafnarstjóri í Rifi, sagði að þetta væri „hörmung í rietin um þessar mundir“. Hann benti að vísu á að loðnan væri enn ekki gengin á mið Breiöafjarðarbáta og veiði ætti aö glæðast um leið og þaö gerðist. í Sandgerði var svipað hljóð í mönnum, afli tregur í netin og helst að þeir sem eltust við ufsa væru með afla. Ufsinn er aftur á móti kominn það nærri hrygningu að hann tekur ekki lengur Ut sem kallað er og er því ekki lengur frystur. í Grindavík er afli tregur í netin, 3 til 4 tonn í róðri nema ef menn eru í ufsa, þá er um meiri afla að ræöa. Skarfur GK hefur verið meö línu á útilegu og hefur aflað prýðilega en dagróðrabátar með línu fá lítið. Á heildina litið er afli Grindavíkurbáta minni en var á sama tíma í fyrra. Um siðustu mánaðamót var afla- hæsti Grindavíkurbáturinn kominn með 308 lestir en á sama tíma í fyrra var aflahæsti báturinn með 373 lestir. í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyj- um eru menn óhressir með afla- brögðin í ár. Loðnan hefur gengið seinna á miöin en venjulega og afli í net hefur verið tregur. Þó voru menn í þessum verstöðvum á því að allra síöustu daga hefði aflinn aðeins verið að glæðast og þakka það loðnu- göngunni. -S.dór Loðnuveiðamar: Vertíðinni fer senn að Ijúka - aðeins 48 þúsund lestir eftir af kvótanum Loðnuvertíðinni fer nú senn áð ljúka því aðeins á eftir að veiða 48 þúsund lestir af þeim tæplega 600 þúsund lestum sem kvóti íslendinga er á þessari vertíð. Enn eru 28 bátar af 50 að veiöum en flestir eru á síð- ustu tonnunum. Það eru einkum minni bátarnir í loðnubátaflotanum sem enn nru að veiðum. Heildaraflinn er kominn í 556 þús- und lestir en inni í þeirri tölu er nokkuð af fyrir fram teknum'afla af kvóta komandi árs. Hjá því verður aldrei komist þegar bátar taka síð- asta loðnufarminn. Um helgina komu 19 bátar að landi með 12.640 lestir. Hrygningarloðnan er komin að Reykjanesi og þar hafa bátar verið við hrognatöku síðustu daga. Hrognafrysting fer fram í Grindavík, Njarðvík og á Faxaflóasvæðinu. Einn bátur, Grindvíkingur GK, frystir loðnuhrogn um borð. -S.dór Alþýðusambandið: Leggur hálfa milljón í verkfallssjóð Snótar Miðstjórn Alþýöusambands ís- miðstjórnin á öll aðildarfélög Al- lands ákvað á fundi sínum í gær að þýðusambandsins að tryggja að leggja hálfa milljón króna í verkfalls- hvergi verði gengið í störf þeirra sem sjóð Verkakvennafélagsins Snótar í í verkfalli eru. Vestmannaeyjum. Jafnframt skorar -S.dór Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls á Höfn. DV-myndir BG Snær Karlsson, annar tveggja full trúa Norðlendinga Sigurður Óskarsson, formaður Al- þýðusambands Suðurlands. Þolinmæði verkafólks er nú víða á þrotum sögðu talsmenn verkalýðsfélaganna hjá sáttasemjara „Eg þori að fullyrða að þolinmæði verkafólks er á þrötum og þaö verður grannt fylgst með því sem gerist hér í dag og þá alveg sérstaklega við- brögðum atvinnurekenda," sagði Snær Karlsson frá Húsavík, annar tveggja samningamanna Aiþýðu- sambands Norðurlands, í samtali viö DV í gær, um það bil sem fundurinn hjá sáttasemjara var að hefjast. Hann tók það líka fram að krafan um aö fá samningana heim í hérað stæði og væri í raun krafa númer eitt. í sama streng tók Björn Grétar Sveinsson frá Höfn ’ Hornafirði. Hann sagði þá kröfu mjög ákveðna. Björn sagði að ef ekkert gerðist fyr- ir fimmtudag teldi hann víst að til aðgerða yrði gripiö á Höfn. Hann vildi ekki segja neitt um það hvort byrjað yrði á að setja á yfirvinnu- bann eða hvort verkfall yrði boðað. „En það get ég fullyrt að þolin- mæði fólks er á þrotum og þaö situr ekki lengi aðgerðalaust ef ekkert mjakast hér á samningafundunum," sagði Björn Grétar. Siguröur Óskarsson, formaður Al- þýðusambands Suðurlands, sagði að strax að loknum þessum fyrsta fundi hjá sáttasemjara myndu fulltrúar af Suðurlandi og félaga af Vesturlandi, sem mættir væru til samningavið- ræðna,, halda með sér fund og meta stöðuna. „Mér þykja kröfurnar svo hógvær- ar að ég trúi því ekki að atvinnurek- endur hafni þeim fyrr en ég heyri þá segja nei,“ sagði Sigurður Oskars- son. Tónninn var mjög svipaður þessu hjá öðrum þeim fulltrúum verka- lýðsfélaganna sem mættir voru til fundar hjá sáttasemjara í gær. -S.dór TIL SÖLU OG SÝNIS HJÁ BIFREIÐUM 0G LANDBÚNAÐARVÉLUM H/F Suðurlandsbraut 14, símar 681200 og 84060, 107 Reykjavík MMC Pajero, langur, bensín, árg. 1984, litur grár, BF., Goodrich dekk, 4 dekk á felgum fylgja, útvarp + segulband. Cherokee Jeep 4x4, árg. 1984, ek. 60 þús., 4 cyl., sjálfskiptur, litur blár. Góð lán. Pontiac Grand Am, árg. 1985, litur gullsans, með öllu, sjálfsk., raf- magnsrúður, rafmagnssæti, loft- kæling, cruise control, centrallæs- ingar, aksturstölva, veltistýri, bein innspýting, 6 cyl., 3,0I vél, low prof- ile dekk. Góð lán. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14, 107 Reykjavík, símar 681200 og 84060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.