Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Sviðsljós Olyginn sagði... Elísabet Taylor er ein af þeim stjörnum sem fór út í framleiðslu á ilmvötn- um og framleiddi hún sér- stakan ilm sem var gefið nafnið „Passion". Það hefur selst bara nokkuð ve. en nú er Elísabet orðin hrædd um söluhorfurnar. Ákveðið ilm- atnsfyrirtæki setti fyrir stuttu á markað ilmvatn sem heitir „Fever". Elísabet telur að það sé sami ilmur og hún fram- leiddi og er nú komin í mál við fyrirtækið. Hugh Hefner sem á Playboystórveldið hefur í gegn um árin búið með mörgum af þeim stelpum sem prýtt hafa síður tímarits hans. Hann var búinn að búa með Carrie Leigh fyrirsætu í nokkur ár en sparkaði henni um dag- inn. Hann er búinn að fá sér nýja sem heitir Kimberly Cofirad en Carrie Leigh er komin í mál við hann á þeim grundvelli að hann hafi rænt hana atvinnunni. Cimberly Conrad er einmitt ein af þeim sem setið hefur fyrir á síðum Playboy. Warren Beatty sem verið hefur piparsveinn frá ómunatíð tilkynnti um daginn að hann hygðist kvænast hinni þrjátíu ára leik- konu Joyce Hyser. Fréttir herma að Warren Beatty sé farinn að finna fyrir því að tíminn sé að renna út hjá sér því hann er á fimmtugasta og fyrsta aldursári. Auk þess hafi Beatty þegar hann sá hve hamingjusamlega kvæntur samleikari hans úr Ishtar, Dustin Hoffman, er hafi hann ákveðið að láta loks verða af þessu. Þær eru óneitanlega glæsilegar, stúlkurnar sjö, iklæddar sundbolum, áður en krýningin fór fram. DV-myndir KAE Fegurst í Reykjavík Á Hótel Borg var mikið um dýrðir fyrir skömmu þegar sjö stúlkur kepptu um titilinn ungfrú Reykjavík. Fjöldi manns msetti til þess að fylgj- ast með keppninni og voru vel á annað hundrað manns á staönum. Stúlkurnar 7 hafa verið í þjálfun síö- asta einn og hálfan mánuö þar sem þær hafa lært göngulag og sviðs- framkomu hjá Bimu Magnúsdóttur hjá dansstúdíói Sóleyjar. Á meðan dómarar réðu ráöum sín- um varðandi val fegurðardrottning- ar Reykjavíkur flutti Ríó Tríóiö lagið Fröken Reykjavík og þótti það vel við hæfi. Dómnefndin úrskurðaði síöan Guönýju Elísabetu Óladóttur fegurðardrottningu Reykjavíkur og fékk hún mörg glæsileg verðlaun. Besta ljósmyndafyrirsætan var kos- in Guðbjörg Gissurardóttir. Ljósmyndari DV var á staðnum og brá sér meðal annars baksviðs til þess að ná myndum af öllu umstang- inu. Fyrir keppnina þarf málningin að vera í lagi. Hér eru þær Anna Bent- ína Hermannsen og Ásdis Sigurðar- dóttir málaðar. Guðný Elisabet Óladóttir hreppti titilinn að þessu si'nni. Stúlkurnar óskuðu hver annarri góðs gengis fyrir keppninna. Hér eru Anna Bentína Hermannsen, Guðný Elísabet Óladóttir og Margrét Hann- esdóttir. Það er nauðsynlegt að lima sund- bolina fasta með plástrum svo að þeir dragist ekki til. Það er Guðbjörg Gissurardóttir sem hér fær „lím- ingu“. Það dugir ekkert annað en að vera í góðu formi fyrir svona keppni. Ás- dís Sigurðardóttir sýnir vöðvana og Guðný Elísabet Óladóttir dregur inn magann. Mikið á sig lagt Menn leggja ótrúlega mikið á sig til þess að komast í heimsmetabók Guinness. í Jakarta í Indónesíu lögðu tveir bakarar, Joyce Aswan og Nila Chandra, það á sig að baka stórt hús úr hvorki meira né minna en 51.090 kök- um. Húsið er 7,5 metra langt, 5,5 metra breitt og 5,75 metra hátt. Við hliðina á því byggðu þeir mjög fallegt líkan af fugli, þjóðartákni Indónesa, úr ein- Michael Jackson hefur verið á hljómleikaferð um Bandarikin undanfarið tómum sykri. Fyrir þetta en hann tók sér hlé frá þvi og gerðist fylgdarmaður Lizu Minnelli á söng- afrek vonast bakaramir tveir leikinn Phantom of the Opera sem sýndur er i Majestic leikhúsinu i New York. effjr ag komast í heimsmeta- Simamynd Reuter bókina r • .............................-—1» » , WmKT:. .....................V.';.-...:.:-.:; -------------- ......................... • Kökuhúsið og sykurfuglinn hafa vakið verð- skuldaða athygli í Jakarta í Indónesiu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.