Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. 29 DV Gæludýr af öllum stærðum og geiðum: Að fylgjast með náttúr- i legri hegðan dýranna í stof- unni heima Gæludýr eru afskaplega fiölskrúð- ugur hópur dýra. Upphaflega hefur sjálfsagt verið átt við friðsamlegar skepnur sem böm og fuliorðnir gátu klappað og strokið, báðum aðilum til mikillar ánægju, eins konar bangsar. Því koma manni fyrst í hug kettir og hundar því það em dýr sem hæn- ast að eigendum sínum og þykir gott þegar vel er látið að þeim. Síðan hafa bæst við ýmis önnur gæludýr og er misþægilegt að hand- fjatla þau. Kaninur, hamstrar og jafnvel mýs eru mjúk og þægileg við- komu þó svo sumum bjóði við að snerta þau, jafnvel að sjá þau. Fuglar eru yfirleitt ekki mikið fyrir strokur þótt til séu heiðarlegar undantekn- ingar og mjög fáir leggja í vana sinn að stjúka eða láta vel að fiskum sem þó era vinsæl gæludýr. Þarna kemur annað til. Fuglar gefa frá sér björt, falleg og skemmtileg hljóð, fljúga um bæði í búrum og híbýlum og sumir eru gæfir og vilja gjarnan hjúfra sig upp að mannfólk- inu, eigendum sínum. Fiskar og ýmis önnur gæludýr era nánast ósnertan- leg, og hvað er það þá sem gerir þau svona vinsæl sem gæludýr? Gæludýrin eru eins og bömin mín - segir Ingigerður Gunnarsdóttir sem hefur átt gæludýr frá því hún var tveggja ára „Eg hef alla tíð verið mikiö fyrir gæludýr. Ég fékk kött tveggja ára gömul og hef verið með gæludýr síð- an. Ég held að það sé ljóst að ástæðan fyrir þörf minni til að eiga gæludýr sé sú aö ég naut ekki nógu mikillar ástúðar í æsku og nú þarf ég að bæta þaö upp með að sýna mönnum og málleysingjum ástúð,“ sagði Ingi- gerður Gunnarsdóttir sem býr ásamt manni sínum, íjórum bömum, læöu, tík og nokkrum músum á Grettisgötu íReykjavík. „Eglít á dýrin eins og þau væra börnin mín. Þetta era eiginlega auka- börn. Og krakkamir eru ekkert aíbrýðisöm út í dýrin því gæludýrin eru sameiginlegt áhugamál fjöl- skyldunnar þó að ég sé kannski með mestu delluna," sagði Ingigerður sem er reyndar alltaf kölluö Stella. „Núna er ég með eina læðu, ang- órakött eða himalaya-persíu sem heitir Gullbrá, dverg-poodle tík-sem heitir Lady og þrjár norskar mýs. Mig'langar til að fá mér fleiri ketti,“ sagði Stella. Stella sagðist hafa keypt tíkina þriggja ára gamla úr sveit og þurft að greiða tíu þúsund krónur fyrir hana, sem er töluverð upphæð enda eru dverg-poodle hundar sjaldgæfir. Læðuna keypti hún hins vegar á fimmtánhundruð. „Tíkinni og læðunni kemur ekkert of vel saman svo aö viö reynum að stía þeim dálítið í sundur. Og það er frekar tíkin sem er hrædd við læðuna Dægradvöl Mæðgurnar Þóra Friðriksdóttir og Ingigerður Gunnarsdóttir með Gulibrá og Lady. Þaö verður ekki betur séð en að tfkin beri óttablandna virðingu fyrir læðunni. DV-myndir S en öfugt, hún ber mikla virðingu fyr- ir hvössum klóm kattarins." En Stella hefur átt fleiri tegundir gæludýra. „Ég hef átt skjaldböku, hamstra, naggrísi, mýs, fiska, fugla, fyrir utan ótal marga ketti og hunda. En ég hef aldrei átt krókódíl!" sagöi Stella hlæjandi þegar hún var spurð hvort hún hefði ekki átt öll hugsanleg gæludýr. - Erþettadýrtáhugamál? „Það er dálítið dýrt að fæða þessi dýr. Læðan er til dæmis svo matvönd að hún borðar ekkert annað en glænýjan fisk eöa þá rándýran katta- mat úr dósum. Það þýðir ekki að Lífsstfll Hundar eru vinsæl gæludýr og eru oft haldnar hundasýningar þar sem bestu þátttakendurnir eru verðlaunaðir. Hér sjáum við tvo glæsilega hunda með verðlaunabikarana sína. DV-mynd KAE Ætli það sé ekki forvitnin að fylgj- ast með hreyfingunum, athöfnunum og hegðuninni? Vel hirt fiskabúr með fallegum fiskum er stofuprýði og margir horfa sem dáleiddir á hreyf- ingar og athafnir fiskanna. Toppur- inn er þegar dýrin eöla sig og geta af sér afkvæmi, hlýða kalli náttúr- unnar. Eigendur páfagauka uppveðrast allir þegar fuglamir taka upp á þvi að eignast unga. Þeir verða nánast jafnstoltir og nývígðir foreldrar og bjóða vindla og kampavín þegar at- burðurinn er yfirstaðinn. Það að sjá náttúrleg fyrirbæri í stofunni heima hjá sér, þar sem allt er að öðra leyti gerilsneytt og dautt, er þá kannski hiuti af gæludýraáhug- anum. Þess vegna ættu menn ekki að verða undrandi eða hneykslaðir þegar þeir frétta af fólki sem heldur sérkennileg eða sjaldgæf dýr. Hér á landi eru til menn sem hafa slöngur og snáka sem gæludýr, risakóngu- lær, eðlur, rottur og guð má vita hvað, en þeir eru margir sem hrista hausinn þegar þeir heyra af þessum gæludýrum og segja þau ógeðsleg. Þessi dýr nærast á lifandi bráð, svo sem músum, fuglum og skordýrum, og er fæðuöfiun þeirra sannast sagna nokkuö rosaleg. En þetta háttalag er einmitt dýranum náttúrlegt. Það er því oftar en ekki forvitni manna sem er undirrót slíks dýrahalds, að geta fylgst með hvemig þessi framandi dýr haga sér úti í náttúrunni. Sum þeirra dýra, sem íjallað er um hér á síðunum, era á bannlista og því hefur þeim verið komið til lands- ins á ólöglegan hátt. En þessir sömu gæludýrahaldarar spyija hvers vegna þeim sé bannað aö vera með skepnurnar. Þær séu sauðmein- lausar og smithætta af þeim hverf- andi lítil. Þaö er aö sjálfsögðu smekksatriði en á meðan fólk flytur ekki til landsins hættuleg dýr eins og krókódíla og hendir þeim svo í klóakið þegar þeir era orðnir of stór- ir og ógna umhverfi sínu (eins og sagt er aö hafi gerst bæöi í Bandaríkj- unum, Bretlandi og jafnvel víðar og öll klóök orðin aö dáyndisundir- heimaparadís fyrir krókódíla), þá verður vart fundin ástæða til að meina fólki aö vera með sín gæludýr ífriöi. -ATA Norsku mýsnar hennar Stellu eru litlar og meðfærilegar en afskaplega matvandar. bjóöa Gullbrá upp á annaö en fyrsta flokks hráefni. Þaö sama er að segja um Lady. Tíkin er óskaplega mat- vönd þannig að kostnaöurinn safnast saman. Meira aö segja mýsnar era matvandar!" - Hvernigeraöverameögæludýrí miðri höfuöborginni? „Það getur verið erfitt, sérstaklega fyrir þá sem búa í fjölbýli eða blokk. Við áttum heima í blokk og kettinum okkar var kennt um nánast allt sem aflaga fór þó svo að hann væri inni- lokaður. Þess vegna vildi ég endilega flyljast í einbýlishús svo að dýrin og bömin mín gætu fengið aö vera í friði. Okkur Höur vej.héma á Grettis- götunni, enda í einbýUshúsi, þó svo að við séum í miðborginni. Ein kisan okkar fékk þó að kenna á umferð- inni, varð fyrir bíl og dó,“ sagði Stella. Hún lagði áherslu á að kettir væra eftirlætisgæludýrin sín og aö hún stefndi nú aö því að fá sér fleiri ketti, helst angóraketti eins og Gull- brá. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.