Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Lífestm Tryggvi Gunnarsson keppti i boccia. Ekki aðalatriði að sigra - segir Tryggvi Guraiarsson, íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ákaflega skemmtilegt fyrir okkur sem tökum þátt í þessum mót- um að hittast ár eftir ár,“ sagði Tryggvi Gunnarsson úr íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri. Tryggvi, sem er 66 ára, er lamaður hægra megin eftir áfall sem hann varð fyrir. „Ég á 10 ára afmæli núna á árinu,“ sagði hann og hló við. „Ég hef verið með í öllum Hængsmótun- um sem haldin hafa verið frá upphafi og þetta er ákaflega skemmtilegt. Ég hef jú unnið til verðlauna. En það er ekki aðalatriði að sigra, það er að vera með í þessu og hitta fólkið ár eftir ár.“ Tryggvi sagði að Hængsmenn hefðu brugðist vel við þegar leitað var til þeirra á sínum tíma og þeir beðnir um að sjá um íþróttamót fyrir fatlaða. „Þeir eiga miklar þakkir skildar fyrir það hvernig þeir hafa staðið aö þessum málurn," sagði Tryggvi. „Hængsmótið" fyrir fatlaða á Akureyri: Þetta er ákaílega þakklátt starf - segir Rafn Benediktsson, formaður lionsklúbbsins Hængs sambandi við mót sem þetta. Við sækjum keppendur á flugvölhnn og aðstoðum þá sem þurfa hjálpar við, s.s. þá sem eru í hjólastólum. Við komum íþróttafólkinu svo fyrir á gististöðunum og ökum því til og frá keppnisstað. Framkvæmd mótsins sjálfs er umfangsmikið verk og við það starfa um 30 félag- ar Hængs og sjá um dómgæslu, ritarastörf og annað sem tílheyrir." „Komum næsta ár“ „Við fáum mikið þakklæti frá gestum okkar á þessum mótum og þetta er mjög ánægjulegt verk. Sem dæmi um það má nefna að þegar við ökum fólki á flugvöllinn þegar það heldur heim á leið er viðkvæð- ið jafnan: „Við komum aftur næsta ár.““ Rafn sagði að fjölmörg fyrirtæki væru styrktaraðflar að þessu móti. Núna gaf Iðnaðarbankinn t.d. öll verðlaun og þegar hlé gafst frá keppninni snæddu þátttakendur mat, sem Bautinn lagði til, í íþrótta- höllinni. í Hængsmótinu er keppt í borð- tennis, bogflmi, lyftingum og boccia en áhugi á síðasttöldu grein- inni er geysilegur meðal fatlaðra íþróttamanna hér á landi. Erlendis er þessi íþrótt einnig mjög vinsæl og leikin bæði utanhúss og innan. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hængsmótið, sem haldið er. ár hvert á Akureyri, er eitt stærsta íþróttamót fyrir fatlaða íþrótta- menn sem haldið er hér á landi ár hvert, en á mótinu keppa bæði hreyfihamlaðir og þroskaheftir íþróttamenn. Það er Lionsklúbbur- inn Hængur sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við íþróttafélag fatlaðra á Akureyri en fram- kvæmdin er öll í höndum Hængs- manna sem ganga í öll verk sem mót og móttaka gestanna útheimt- ir. Keppendur í mótinu að þessu sinni voru um 100 talsins. Skemmtilegt verkefni „Þetta er ákaflega skemmtilegt verkefni og það er ekki vanþakk- lætinu fyrir að fara hjá keppend- um,“ segir Rafn Benediktsson, formaður Lionsklúbbsins Hængs. Þess má geta til gamans að Rafn hefur verið körfuboltadómari und- anfarin ár en slíkt starf er með þeim vanþakklátustu í íþróttum. „Því er ekki saman aö jafna,“ sagði Rafn og hló. „Mótið í ár var 5. Hængsmótið en eitt árið héldum við einnig ís- landsmót,“ sagði Rafn. „íþróttafé- lag fatlaðra hér á Akureyri leitaði tfl okkar og viðraði þá hugmynd á Rafn Benediktsson, formaður Hængs, að störfum á mótinu. sínum tíma að við tækjum að okkur að sjá um framkvæmd á svona móti árlega og Hængsmenn voru strax tilbúnir í slaginn." Keppendur sóttir á flugvöllinn „Það er að mörgu að hyggja í 'HBBI i v > Mm&SSííxs , v Helga Jóhannesdóttir úr Björk. Helga Jóhannsdóttir úr íþróttafé- laginu Björk í Reykjavík var í hörkukeppni í boccia en gaf sér þó tíma til að setjast niður með þjálfara sínum, Ingibjörgu Eddu Halldórs- dóttur, og ræða stuttlega við DV. „Þetta er mjög gaman og mér hefur gengið vel í keppninni," sagði Helga. Hún sagðist vera búin að æfa boccia í um 10 ár eða frá upphafi þeirrar keppni hér á landi. Ingibjörg Edda sagði að það væri jafnan mikfl keppni þegar ferð á Hængsmótið stæði fyrir dyrum. Um 30 manns æfa hjá Björk en aðeins 6 þeirra voru svo heppnir að fá að fara til Akureyrar og keppa í Hængsmót- inu núna. „Það er mikil spenna um hvert sæti,‘“sagði Ingibjörg Edda. Þetta er mjög gaman - sagði Helga Jóhannsdóttir úr Björk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hængsmenn era sjóaðir í þessu - sagði Sigurður Bjömsson úr ÍFR Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ákaflega vel og skipulega staðið að þessum mótum hjá Hængs- mönnum, enda eru þeir orðnir sjóaðir í framkvæmd móta sem þessa,“ sagði Sigurður Bjömsson úr Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Sigurður er fatlaður og hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu. Hann sagðist hafa tekið þátt í boccia- keppni á mótum hérlendis síðan byijaö var að halda slík mót en væri nú að huga að því að draga sig í hlé. íslandsmeistari „Mér hefur gengið alveg þokka- lega,“ sagði Sigurður. Hann var fremur fámáll um afrek sín í boccia- íþróttinni en að lokum hafðist það þó upp úr honum að hann er núver- andi Islandsmeistari í sveitakeppni ásamt félögum sínum úr ÍFR og hann hefur orðið íslandsmeistari í sínum flokki í einstaklingskeppni. Þá hefur hann verið í landshði íslands. Það eru greinilega ekki alhr íþróttamenn okkar í fremstu röð sem ganga um gasprandi um afrek sín. Sigurður .sagðist hafa tekið þátt í fjórum Hængsmótum á AJcureyri og þetta væru mjög skemmtfleg mót. „Þetta mót gengur næst íslandsmót- Sigurður Björnsson úr ÍFR. inu hvað umfang varðar og er ákaflega skemmtflegt og vel skipu- lagt í alla staði,“ sagði Siguröur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.