Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Qupperneq 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
Jarðarfarir Merming
Fullt af fallegum söng
Bíókjallarinn, nýtt veitingahús
Matsölustaöurinn Café Rosenberg, Lækj-
argötu 2, hefur nú tekiö á sig nýtt rekstr-
arform og nefnist „Bíókjallarinn", 1
Kvosinni (undir Lækjartungli). Bíókjall-
arinn er hugsaöur sem líflegt veitingahús
sem leggur aðaláherslu á lifandi tónlist,
léttan matseðil og ijúft andrúmsloft. Stað-
urinn fiefur tekið smábreytingum til að
nálgast markmið sitt, m.a. hefur verið
smíðaður hljómsveitarpallur (svið) og
sett upp tilheyrandi hljóðkerfi auk þess
sem barir hafa verið stækkaðir og yfir-
bragð gert frjálslegra. Hluti Bíókjallarans
er nú einnig samtengdur Lækjartungli á
fyrstu hæð. Bíókjallarinn rúmar 150
manns. Hægt verður að taka húsið á leigu
undir veislur og einkasamkvæmi á þeim
tíma sem rekstur liggur niðri. Fyrir-
hugað er að hafa lifandi tónlist fjóra til
fimm daga í viku hverri (sunnudagskvöld
til fimmtudagskvölds). Opið verður öll
kvöld frá kl. 18-01, á fóstudögum og laug-
ardögum til kl. 03 e.m. Út marsmánuð
spila hljómsveitirnar „Sáhn hans Jóns
míns" og „Bíó tríóið“. Aldurstakmark í
Bíókjallaranum er 20 ára og enginn að-
gangseyrir.
Kammersveit Reykjavíkur var með
tónleika í Listasafni íslands í gær-
kvöldi. Að þessu sinni var reyndar
Blásarakvintett Reykjavíkur með
bróðurpartinn af tónleikunum, lék
tvö verk, Sumartónlist op. 31 eftir
Bandaríkjamanninn Samuel Bar-
ber og Tíu þætti fyrir tréblásara
eftir György Ligeti. Eftir hlé var
svo Kvintett fyrir óbó, klarínett,
fiölu, víólu og kontrabassa eftir
Prokofief, sem Kristján Stephens-
en, Óskar Ingólfsson, Laufey
Sigurðardóttir, Helga Þórarins-
dóttir og Richard Korn léku á sín
hljóöfæri.
Þetta voru sem sagt býsna fjöl-
breyttir tónleikar sem féllu vel við
yndislegt umhverfi. Sumartónlist
Barbers er léttlýrisk og skemmtileg
smátónsmíð sem gerir meiri kröfur.
til flytjenda en áheyrenda. Leikur
þeirra félaga, Bernharðs, Daða,
Einars, Josephs og Hafsteins var
Tónlist
Leifur Þórarinsson
mörgum gráðum fyrir ofan venju-
lega góða fagmennsku, samspilið
sprellifandi og fullt af fallegum
söng. í verki Ligetis, sem gerir enn
meiri kröfur til flytjenda og tals-
verðar kröfur til áheyrenda, mátti
svo heyra kvintettleik sem jafnast
á viö það allra besta sem von er á
í heiminum.
Prokofief mun hafa samið sitt
verk árið 1924, þegar hann var enn
framsækinn og leitandi tónsmiður,
búsettur í París. Skiljanlega má þar
heyra ýmislegt ættað úr Le Sacre
og Sögu hermannsins eftir Stravin-
sky en allt er það sett fram með
„prokofiönskum“ léttleika og snið-
Jón Eiriksson, fyrrverandi skip-
stjóri, lést 7. mars. Hann fæddist á
Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd
12. júlí 1893 og voru foreldrar hans
hjónin Eiríkur Jónsson og Sólveig
Guðfinna Benjamínsdóttir. Jón lauk
námi í bifvélavirkjun og síðar út-
skrifaðist hann frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík. Ævistarf hans
varð sjómennska, aðallega á togur-
um. Jón hætti sjómennsku fyrir
tuttugu og fimm árum. Eftir að hann
kom í land starfaði hann við bygg-
ingavinnu meöan heilsan leyfði.
Hann giftist Dagbjörtu Vilhjálms-
dóttur en hún lést árið 1978. Þau
hjónin eignuðust sex börn og eru
þrjú á lífi. Útför Jóns verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15.
Guðlaugur Bjarnason lést þann 18.
febrúar sl. í Vancouver í Kanada.
Bálfór hefur farið fram. Minningar-
athöfn fer fram í Hafnarfjarðar-
kirkju miðvikudaginn 16. mars kl.
13.30.
Ingi Pétursson lést 27. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Inga Bergrós Bjarnadóttir, Hring-
braut 79, Kelfavík, verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
16. mars kl. 14.
Ragnar Brúnó Guðmundssön, sem
andaðist 4. mars, verður jarðsunginn
frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
16. mars kl. 15.
Útfór Helenu Svanhvítar Sigurðar-
dóttur, sem lést 3. mars sl., fór fram
föstudaginn 11. mars.
Jón Þórðarson, Fálkagötu 9, verður
jarðsunginn frá Neskirkju í dag,
þriöjudaginn 15. mars, kl. 15.
Fídes Þórðardóttir, Hamrahlíð 17,
verður jarðsungin frá Fossvogskap-
ellu miðvikudaginn 16. mars kl. 15.
Útfór Þórðar Loftssonar frá Bakka
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 17. þ.m. kl. 13.30.
Minningarathöfn um Guðríði Krist-
insdóttur fer fram fimmtudaginn 17.
mars kl. 15 frá Seltjarnarneskirkju.
Andlát
Ástríður Jóhannesdóttir, Torfalæk,
lést á Héraðshælinu á Blönduósi
sunnudaginn 13. mars.
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Framries-
vegi 61, lést í hjartadeild Landspítal-
ans 11. mars.
Ragnar Kristjánsson fyrrv. yfirtoll-
vörður lést í Landakotsspítala 13.
mars.
Pétur Torfason bóndi, Höfn, Mela-
sveit, lést af slysförum föstudaginn
11. mars.
Baldur Sveinsson, Hrafnistu, áður
Rauðalæk 18, Reykjavík, lést á
Hrafnistu sunnudaginn 13. mars.
Tóiúeikar
Friðartónleikar í Háskólabíói
Miðvikudaginn 16. mars nk. heldur hinn
þekkti yogameistari Sri Chinmoy friðar-
tónleika í Háskólabíói kl. 20.30. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis. Á þessum
tónleikum hugleiðir Sri Chinmoy frið óg
leikur eigin tónlist á ýmis hljóðfæri. í dag
eru starfandi yfir 80 hugleiðslumiðstöðv-
ar víða um heim sem njóta leiðsagnar
Sri Chinmoy. Eitt meginatriði í boöskap
hans er að innri friður einstaklingsins
sé nauðsynleg forsenda fyrir heimsfriði.
Nemendatónleikar Tónlistar-
skólans i Reykjavík
Hinir árlegu nemendatónleikar Tónlist-
arskólans í Reykjavík verða að Kjarvals-
stöðum í dag, 16. mars, kl. 21. Fjöldi
nemenda kemur fram á tónleikunum og
efnisskráin er fiölbreytt að venju. Flutt
verður Tríó í Es-dúr eftir Beethoven,
Keisarakvartettinn eftir Haydn, sönglög
eftir Schubert og Strauss og einleiksverk
fyrir píanó, flautu, fiðlu og lágfiðlu. Allir
eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og
■aðgangur er ókeypis.
ugheitum. Fimmmenningarnir,
sem það léku, fóru á kostum og
skildu við áheyrendur í elskulegri
stemmningu.
Þetta var ljómandi kvöld en ekki
hefði skaðað að hafa fleiri sali
safnsins opna og gefa kost á kaffi-
sopa í hléinu. LÞ
Blásarakvintett Reykjavikur.
Háskólatónleikar
Áttundu háskólatónleikar á vormisseri
verða haldnir í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 16. mars kl. 12.30-13. Á
tónleikunum munu Sverrir Guðjónsson
kontratenór og Snorri Örn Snorrason
lútuleikari flytja ensk, spönsk, þýsk og
ítölsk lög frá endurreisnartímabilinu. Á
efnisskránni eru einnig þrjú íslensk þjóð-
lög.
Ti]J<yimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag,
þriðjudag. Kl. 14 félagsvlst, kl. 17 söngæf-
ing, kl. 19.30 bridge.
Til foreldra um kristinfræði í
grunnskóla.
Námsgagnastofnun hefur gefið út tvö
hefti sem ætlað er að kynna foreldrum
námsefni og kennslu kristinna fræða í
1.-6. bekk grunnskóla. Heftin nefnast „Til
foreldra um kristin fræði í grunnskóía".
Höfundur þeirra er Sigurður Pálsson,
fyrrv. námsstjóri í kristnum fræðum og
ritstjóri íslensku útgáfunnar á kristin-
fræðinámsefninu. Fyrra heftið er fyrir
foreldra bama í 1.-3. bekk og fjallar um
námsefni þessara aldurshópa - lífið, ljós-
ið og veginn. Seinna heftinu er svo ætlað
að fylgja heiminum, krossinum og kirkj-
unni, þ.e.a.s. námsefni 4.-6. bekkjar.
Heftin fjalla m.a. um tilgang og markmið
kristinfræðikermslu, hlutverk gmnn-
skólans í þessari kennslu og samstarf við
heimilin. Að lokum er námsefnið sjálft
kynnt svo og þau kennslufræðilegu við-
horf sem liggja því til grundvallar.
Tapað fundið
Gullarmband tapaðist
Marglitt gullarmband tapaðist annað-
hvort á Hótel íslandi, Hollywood eða þar
á milli þann 17. janúar sl. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 76151.
Fundir
Kvenfélag Kópavogs
Aðalfundur félagsins verður fimmtudag-
inn 17. mars í félagsheimilinu kl. 20.30.
Mætiö vel.
Ný matvöruverslun á Rifi
á Snæfellsnesi
Föstudaginn 12. febrúar sl. var opnuð ný
matvömverslun á Rifi á Snæfellsnesi.
Verslunin heitir Virkiö og er yfir 300 fer-
metrar að gólftleti. Virkið er til húsa í
stórri og glæsilegri nýbyggingu i nánd
við Rifshöfn og er án efa kærkomin við-
bót í matvöruverslun íbúa á Rifi og
Hellissandi. Eigendur verslunarinnar
eru Sturla Fjeldsted og Kristín Þórðar-
dóttir sem mörg undanfarin ár hafa rekið
söluskálann Tröð á Heilissandi.
Ný hársnyrtistofa
í Hafnarstræti
Nýlega var opnuð hársnyrtistofa írisar
að Hafnarstræti 16. Þar er boðið upp á
alla almenna hársnyrtiþjónustu fyrir
dömur og herra. Opiö er kl. 9-18 alla virka
daga og kl. 10-14 laugardaga. Eigandi er
íris Gústafsdóttir en auk þess starfar þar
Fanney Sigurgeirsdóttir.
Kvikmyndir
Stjömubíó/Kveðjustund:
Rómantík við Gaza-svæðið
Kveójustund (Every time you say good-
bye)
Gerð eftir sögu Moshe Mizrahi.
Leikstjóri: Moshe Mizrahi.
Aóalhlutverk: Tom Hanks og Cristina
Marsillach.
Þær eru sjaldséðar kvikmyndirn-
ar um ást frá borginni Jerúsalem
en ein slík er nú á tjaldi Stjörnubí-
ós um þessar mundir. Grínleikar-
inn Tom Hanks fer þar með
hlutverk hermanns í seinni heims-
styrjöldinni og gerir allt annað en
að grínast í þeirri mynd, hann er í
hlutverki sínu háalvarlegur ró-
mantíksur elskuhugi sem stekkur
varla bros.
Myndin greinir frá setu breskra
hermannana í ísrael. Þar eiga þeir
nokkrir saman góðar stundir milh
stríða og sletta ærlega úr klaufun-
um, komast í kynni við kvenmenn
og verða sumir hverjir ástfangnir.
David (Tom Hanks) er einn þessara
hermanna sem kemst í kynni við
ísraelska stúlku og verður ást-
fanginn. En þaö er ekki tekið út
með sældinni að falla fyrir gyð-
ingastúlku eða fyrir gyðingastúlku
að falla fyrir erlendum hermanni.
Tveir ólíkir menningarheimar rek-
ast á og er það gert að aðalumfjöll-
unarefni myndarinnar. Fjölskylda
stúlkunnar hamlar henni að verða
ástfangin af erlendum hermanni
og hún stendur frammi fyrir því
að þurfa að velja hann eða fjöl-
skyldu sína.
í einum hluta myndarinnar sést
í Gaza-svæðið umtalaöa sem þarna
hefur yfirbragð rómantíkur. Það
er eitthvað annað en sögur herma
í dag.
Kveðjustund er sem sagt fróðleg
mynd um árekstur óhkra menn-
ingarheima, með ágætum leik og
yfirbragði, en ívið einhæf með vest-
rænu sjónarhomi. Einkum er
gaman að sjá Tom Hanks spreyta
sig á alvarlegu hlutverki þar sem
hann sýnir og sannar að hann er
ekki alltaf broslegur.
-GKr