Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. 21 Fra lögmannanefnd tiyggingafélaganna Greinargerð Þriðjudaginn 8. þ.m. var íjallað um uppgjör tjóna af völdum bifreiðaá- rekstra í DV í þættinum Lífsstíll. í þættinum var vikið nokkuð að lögmannanefnd tryggingafélag- anna og starfi hennar. Meðal annars var um það rætt að óeðlilegt væri að nefnd á vegum vátryggingafélaganna skæri úr um skiptingu ábyrgðar í árekstrarmál- um, þar sem ætíð hlyti að vera hætta á að nefndin drægi taum vátrygging^rfélags gegn tjónþolan- um. Þá kom mjög eindregið fram sú skoðun blaðamanns, sem og nokk- urra viðmælenda hans, að neyt- endur ættu að eiga fulltrúa í nefndinni. Vangaveltur þessar sýna að blaðamaður og reyndar ýmsir aðr- ir, sem við var rætt, þekkja ekki hlutverk og starfsháttu nefndar- innar og hefði þó verið auðvelt að kynna sér þessi atriði, t.d. með því að ræða við einhvern af þeim sem í nefnd þessari sitja. Ekki bundnir af niðurstöðu Þegar árekstur veröur og tjón á bifreiðum og jafnvel fleiru leitar eigandi bifreiðar til þess vátrygg- ingafélags, sem gagnaðili hans í árekstrinum hefur tryggt hjá, til þess að leita bóta. Bótaskyldan ræðst samkvæmt ákvæðum um- ferðarlaga, bæði nú og fyrr, af sök ökumanna. Oftast er enginn ágreiningur um niðurstöðuna, enda er langalgengast að árekstur sé óumdeilanlega öðrum aðilanum að kenna. Hann fær þá engar bætur en hinn fær fullar bætur. Fyrir kemur að félagið og tjónþoli eru ekki sammála um hvernig skipta skuli. Eftir lögum landsins geta þeir þá leitað til dómstóla og verður ekki sagt að í kot sé vísað. Hins vegar vilja menn síður ónáða dóm- stólana að tilefnislitlu og því hafa félögin komið sér saman um að setja á fót nefnd sem í eiga sæti lögmenn þeirra allra. Málið er síð- an lagt fyrir þessa nefnd, sem gefur áiit um þaö hvernig skipta eigi sö- kinni, samkvæmt lögunum. Félög- in hafa jafnframt komið sér saman um að þau beygi sig undir niður- stöðu nefndarinnar, enda þótt viðkomandi félagi finnst hún sér óhagstæð, eða sé henni ekki sam- mála. Tjónþolarnir eru hins vegar ekki bundnir af niðurstöðunni og hafa eftir sem áður öll þau réttar- úrræði sem þeir höfðu fyrir, án tillits til þessa álits nefndarinnar. Möguleikar tjónþolanna til að fá bætur hafa þannig í raun aukist við þetta samkomulag félaganna. Álit ætíð rökstutt Þegar máli er skotið til lög- mannanefndar sker hún úr um ábyrgð beggja aðilanna að árekstr- inum og beggja þeirra vátrygging- arfélaga sem hafa selt þeim ábyrgðartryggingu. Nefndin hefur þannig ekki möguleika á að draga taum vátryggingarfélags gagnvart tjónþola. Ef ábyrgð annars tjónþola og hans félags er talin meiri, verður ábyrgð hins tjónþolans og hans fé- lags um leið minni. Hagsmunir vátryggingafélags og tryggingar- taka þess falla þannig algjörlega saman. Einhver kynni þá að segja sem svo að nefndin gæti þess að láta þann sem ber meira tjón ætíð vera hinn seka og létta þannig byrði félagsins. Lögmannanefnd fær aldrei uppiýsingar um stærð tjóns, enda fjallar álit hennar aldrei um fjárhæðir heldur aðeins um hlutföll sakar. Álit nefndarinnar er ætíð rök- stutt og einnig fylgir með rökstutt álit minnihlutans ef nefndarmenn eru ekki allir sammála. Allir nefnd- armenn, átta að tölu, taka fullan þátt í afgreiðslu allra mála sem nefndinni berast. í þau rúm 11 ár, sem nefnd þessi hefur starfað, hefur hún miðað starf sitt við að hvert það mál, sem henni er sent, hafi hlotið afgreiðslu ■innan mánaðar. Hefur þetta und- antekningariaust tekist. Á þessum tíma má segja að dómsmálum um skaðabætur vegna bifreiðaárekstra hafi verið nánast útrýmt. Sjálfsagt er góðra gjalda vert að fulltrúar neytenda fái sem besta mynd af starfi þessarar nefndar, en er alveg víst hverjir eru neyt- endur vátrygginga? Er það trygg- ingartakinn? Það er hann sem er kaupandi tryggingarinnar. Er það tjónþolinn? Og auðvitað er ekki gefið mál, hver er réttur fulltrúi þessara neytenda. Andstæðir hagsmunir Burtséð frá þessu er heldur lík- legt að fulltrúi neytenda, ef gert er ráð fyrir að þeir séu tjónþolar í árekstri, geti lent í alvarlegum hagsmunaárekstri ef hann ætlar að halda með öðrum umbjóðanda sínum því að þá hlýtur hann að snúast gegn hinum. Neytendurnir hafa nefnilega andstæða hagsmuni eins og málum er háttað og er þá hvorki við lögmannanefndina né vátryggingafélögin að sakast því að þannig er þettá samkvæmt lög- um landsins. í einni af greinum þeim, sem birt- ar voru í þætti þessum í DV, var nokkuð rætt um nefnd þá sem gerð ' var tillaga um í frumvarpi til um- ferðarlaga en felld var úr því áður en það varð að lögum. Gallinn við þá nefnd, sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu, var að hún leysti engann vanda þar sem niður- stöður hennar áttu ekki að vera bindandi fyrir aðilana, hvorki vá- tryggingafélög né tjónþola. Þær hefðu þannig ekki orðið annað en álit þriggja lögfræðinga um mál- efnið en aðilarnir hefðu verið engu nær að öðru leyti. Segja mátti einn- ig að nefnd þessari hafi verið ætlað að leysa vanda sem ekki var til því að fyrir löngu var búið að leysa hann án aðstoðar löggjafans. Ein- hver kynni þá að segja sem svo að nefndin hafi átt að vera skipuð hæfum lögfræðingum, sem allir áttu að uppfylla dómaraskilyrði, svo ílnt átti það að vera. En svo vill til að nefndarmenn í lögmanna- nefndinni uppfylla þessi skilyrði allir átta svo að ekki vantaði það. Já, reyndar hefur sýnt sig að sumir þeirra hafa uppfyllt hæstaréttar- dómaraskilyrði. Sennilega hefur Alþingi komist að þeirri niðurstöðu, að ekki væri rétt að hrófla við ástandi, sem í sjálfu sér var ágætt með lagasetn- ingu, sem að öllum líkindum heföi fremur orðið til skaöa en gagns. ÉjgBf M—frW.ií Mitsubishi Colt árg. 1983, ek. 58 þús., 3ja dyra. Verð 215.000 Alfa Romeo st. 1987 4x4, e. 25 þús. Verð 630.000 Toyota Tercel árg. 1985 4x4 station, bíll í sérflokki, ek. 41 þús. km. Verð 500.000 Skoda 130 L árg. 1986, topp- lúga, sportfelgur. Verð 170.000 Peugeot 309 GR 1600 cc, ek. 10 þús. Verð 550.000 Volvo 244 DL árg. 1982, rauð- ur, ek. 90 þús. Verð 345.000 Honda Civic árg. 1986, 3ja dyra, ek. 30 þús., sjálfsk. Verð 400.000 Talbot Horizson árg. 1982, ek. 42 þús. Verð 150.000 Chevrolet Citation árg. 1980. Verð 150.000 Saab 900 GL árg. 1982, 3ja dyra, ek. 60 þús. Verð 275.000 Peugeot 505 SR árg. 1982, ek. 50 þús., vökvast., sjálfsk. Verð 350.000 Skoda 120 LS árg. 1986, hvít ur, ek. 30 þús. Verð 140.000 Citroen Axel, árg. 1986, hvitur, ek- inn 30.000 km. Verð 150.000. Galant 2,0 árg. 1980, sjálfsk. ek. 100 þús. Verð 115.000 virka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.