Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notaö í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. Guðrún Agnarsdóttir: Enngerastundur á íslandi „Þetta eru stórmerkilegar niöur- " stööur. Sú framsýni, sem íslendingar sýna meö því að veita konum svo óskoraö traust í stjórnmálum, hlýtur að vera einsdæmi. En jafnframt lofs- vert fordæmi. Þetta er aö vísu skoðanakönnun en ekki kosningar en eitt er víst aö þessar niöurstööur tákna viðhorfsbreytingu í þjóöfélag- inu. Enn gerast undur á íslandi,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir í samtaii viö DV í morgun um niðurstööur könnunarinnar. -JBj Ámi Gunnarsson: Líðum fyiir aðgerðimar v „Tilhneigingin í þessari könnun viröist svipuö og í könnunum aö undanfómu. Við líðum fyrir þær aögeröir sem viö höfum gert og eig- um eftir að gera. Þetta virðist vera mælikvarði á aö fylgið við þá sem þurfa aö framkvæma aðgerðir, sem koma við fólkið í landinu, minnkar. Þeir sem standa utan viö alla ábyrgö y ná hins vegar til sín fylgi. Ég hef L^ngar áhyggjur af slæmri útkomu Alþýðuflokksins. Viö eigum eftir aö ná aftur fylgi,“ sagði Ámi Gunnars- son, þingmaður Alþýöuflokksins. -gse Gleður mig að heyra - segir Stefán Hilmarsson „Þetta gleður mig að heyra,“ sagöi Stefán Hilmarsson söngvari í samtali við DV í morgun en hann syngur lag Sverris Storm- skers, Þú og þeir, í söngvakeppni Sjónvarpsins. „Annars vil ég sem minnst um þetta taia, úrslitin koma í ljós í kvöld. En ég er vissulega hress meö þessa niöurstöðu," sagöi Stefán. Auk þess að syngja lag Sverris syngur hann einnig þaö lag sem næstmestra vinsælda nýtur í skoðanakönnun DV. Ékki náðist í Sverri Stormsker í morgun. -Oj. Bílstjórarnir aðstoða SZTlDIBiLJISTOÐin LOKI Jafnvel Steini er orðinn minni en stelpurnar! Verslunarmenn og iðnverkafólk: Kjarasamningar tókust í moigun eftir næturfúnd - gert ráð fyrir 16,25% hækkun launaliðarins á samningstímabilinu Samningar tókust í morgun eftir næturfund milli verslunarmaima og iðnverkafólks og viðsemjenda þeirra. Þegar fara átti að skrifa undir samningana um klukkan 8 í morgun kom snurða á þráöinn hjá verslunarmönnum, þannig að und- irritun frestaöist fram lil klukkan 9.30 í morgun. í þessum nýja samningi er gert ráð fyrir að laun hækki um 16,25% á samningstímabilinu en samning- urinn gildir frá undirritun til 10. apríl 1989. í kjarasamningunum, sem felldir voru á dögunum, var samið um 13,45% launahækkun. Við undirskrift samninganna hækka laun um 2.025 krónur en gert var ráö fyrir 1.525 krónum í felldu samningunum. Áfanga- hækkanir eru þær sömu nú, 3,25% þann 1. júní, 2,5% þann 1. septemb- er og 2,0% þann 1. febrúar 1989 en til viðbótar þessu kemur inn 1,5% hækkun 1. desember. Samiö var um að desemberupp- bót verði sú sama og í felldu samningunum og eins fellur eftir- vinna niöur og yflrvinnutaxti verður einn. Hjá iðnverkafólki verður komið á verkmenntanám- skeiðum sem hækka fólk í launum en námskeiðin verða kostuö af rík- inu. Þá var samiö um að áunnir veikindadagar, sem nemur einum mánuði, flytjist með fólki ef það skiptir um vinnustaö innan sömu greinar. Fyrir utan þessi atriði eru ýmis önnur sérákvæði í samningunum sem aðeins snerta hvort félagið um sig.. „Eg er sæmilega ánægöur með þennan samning og ég vona að hann geti orðiö til að liðka fyrir samningum hjá öðrum verkalýös- félögum," sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks, í samtali við DV í morgun. Fastlega er gert ráð fyrir aö þessi samningur veröi til þess aö samn- ingar takist á svipuöum nótum við þau verkalýðsfélög út um land sem standa nú í samningaviðræðum við vinnuveitendur. í dag veröur hald- inn sáttafundur með vinnuveitend- um og samrúnganefnd Alþýöusam- bands Noröurlands. -S.dór Eför nokkurt þref í morgunsárið var skrifað undir nýja kjarasamninga milli verslunarmanna og iðnverkafólks og viðsemjenda þeirra um klukkan 9.30 í morgun. Hér eru þeir að undirrita, frá vinstri: Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verslunarmanna, Páll Bragason frá Vinnuveitendasambandinu, Hjörtur Eiríksson frá Vinnumálasambandlnu og Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á moigun: Hvasst sunnan- lands Á morgun verður austan- og suðaustanátt um allt land, sums staðar allhvass við suðurströnd- ina en mun hægari annars staðar. Hiti verður rétt yfir frostmarki sunnanlands en undir frostmarki norðanlands. Steingrímur Hermannsson: Eg get ekki verið óánægður „Það er í sjálfu sér lítið um þetta að segja. Það er mál til komið í ís- lenskum stjórnmálum að konurnar taki á málunum. Ég er tilbúinn að stuðla að því að það komi í ljós hvers þær eru megnugar," sagði Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, um niður- stöður könnunarinnar. „Við Framsóknarmenn erum á svipuðu róli, ýmist fyrir ofan eða neðan okkar úrslit í síðustu kosning- um. Ég get því ekki verið óánægður. Þessi niöurstaða sýnir verulegar áhyggjur almennings yfir þróun efnahagsmála." -SMJ Albert Guðmundsson: Ekkert liggur eftir konumar „Það er ekki hægt annaö en að óska Kvennalistanum til hamingju með þennan árangur. Ég á bágt með að trúa því að þær haldi þessu í næstu kosningum. Þær hafa ekki verið þátt- takendur í neinum málum og það liggur ekkert eftir þær. Kvennalist- inn hefur aðallega fjallað um sveitar- stjómarmál," sagði Albert Guðmundsson, formaöur Borgara- flokksins, um niðurstöður könnun- arinnar. „Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og nánast er hægt aö tala um hrun hjá Sjálfstæðisflokknum sem var með yfir 40% fyrir nokkrum árum. Þá gleðst ég yfir því að við borgara- flokksmenn skulum vera að sækja á 'aftur en við höfum tvöfaldaö fylgi okkar frá því í síöustu könnun." -SMJ Ólafur G. Einarsson: Þetta er með ólíkindum „Þetta er með ólíkindum," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna. „Ég get ekki annaö sagt en að mér þykir það með ólíkindum hvað Kvennalistinn rýkur upp. Ég hef svo sem mínar skoðanir á ástæðunni fyrir því. Þær hafá það fram yfir aðra flokka að þær sýná samstöðu í málum, tjá sig ekki um efnisatriði í málum í þinginu fyrr en þær hafa komiö sér saman um sameiginlega afstöðu og ég efast ekk- ert um að kjósendur vilja að flokkar sýni slika samstöðu. Auk þess tala þær einkum um mjúku málin og slíkt feliur vel í kjósendur. Ég er mjög óánægður með útkomu Sjálfstæöisflokksins, afar ósáttur. En við eigum eftir að ná fyrra fylgi. Það getur tekið tíma en ég efast ekki um að við náum því.“ -gse Ólafur Ragnar Grimsson: Útkoma Alþýðu- bandalags þarf að vera betri „Þetta eru merkilegar niöurstööur. Útkoma Alþýðubandalagsins þarf að vera betri og viö munum vinna að því að hún veröi betri. Fylgisaukning Kvennalistans verður talin miklum tíðindum sæta og sýnir miklar sveifl- ur í fylgi,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í samtali við DV í morgun um niðurstöður könnunarinnar. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.