Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. 19 Fréttir Nánast óframkvæmanlegt að bjarga Kolbeinsey - verður horfin um miðja næstu öld Ljóst er aö nánast óframkvæman- legt er aö bjarga Kolbeinsey en út frá þeim mælingum, sem gerðar hafa verið, er taliö líklegt aö eyjan verði aö mestu horfin um miöja næstu öld. Þaö hefur verið talið skipta nokkru fyrir okkur íslendinga að varðveita eyjuna því hún er mikilvægur land- grunnspunktur og réttindi okkar til stórra hafsvæða talin velta á varð- veislu hennar. Umræður um Kolbeinsey bárust inn í sali Alþingis fyrir helgina, í kjölfar fyrirspurnar Stefáns Guð- mundssonar til samgönguráðherra. í svari ráðherra kemur fram að í ljósi nýjustu rannsókna verður mjög dýrt, ef ekki óframkvæmanlegt, að stöðva niöurbrot eyjunnar. Líklegt er talið að lárétt skil séu á eyjunni á fárra metra dýpi og að þessi skil séu sá veikleiki sem veldur þvi að smám saman grefst undan henni. Ef þessi tilgáta er rétt þá er ekki nægjanlegt, til að hefta niðurbrot eyjunnar, að styrkja yfirborð hennar með stein- steypu, enda hefði það oröið mjög dýrt. Kostnaöur við þær rannsóknir, sem þegar hafa farið fram, hefur ver- ið greiddur af Vitastofnun íslands. Áætlað hefur verið aö það þurfi 3 milljónir kr. til að koma upp sjó- merki, ljúka dýptarmælingu og borun. -SMJ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá már eintak af Unaðslegur KOSS SPECTRUM HF SÍMI29166 Rj Electrolux Ryksugu- úrvalið ; Ekkert út Engir vextir Eftirstöðvar á 4 mán. með Euro og Visa. n Vorumarkaðurinn ht. Ktinglunni, aímt 685440.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.