Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. ÁLFTANES Blaðbera vantar strax á ÁLFTANES. Ef þú hefur áhuga á að bera út í sumar hafðu þá samband við umboðsmann í síma 51031. ÓLAFSVÍK DV óskar að ráða umboðsmann á Ólafsvík frá og með 1. apríl nk. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61269 og á afgreiðslu DV í síma 91-27022. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR fe/Y AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn í samkomusal Holiday Inn hótelsins mánudaginn 28. mars og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR Reiðnámskeiö fyrir börn og unglinga verður haldið við hesthús félagsins við Bústaðaveg. Hestamannafélagið Fákur leggur til hesta og reiðtygi. Hver nemandi fær 10 tíma kennslu. Þátttökugjald kr. 2.800. Skráning fer fram á skrifstofu Fáks í Víðidal frá kl. 15-18 mánudag og þriðjudag í síma 672166. : EunocAPo Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Vegna mikillar eftir- spurnar stendur tilboö- iðáfram út þessaviku. 24 tímar á aðeins 1600 krónur. Ath. Tilboðiö stendur aðeins í fáa daga. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI Fréttir Séð yfir salinn í Egilsbúð. DV-myndir Þorgerður Sækjum valdið suður Þorgerður Maimquist, DV, Neskaupstað: Um það bil 200 manns sóttu fund, sem haldinn var í Egilsbúð í Nes- kaupstað sl. laugardag undir kjör- orðinu „Sækjum valdið suöur“. Frummælendur voru Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðjunnar í Neskaupstað og talaði hann um sjávarútvegsmál, Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri í Neskaup- stað, sem ræddi um bæjarmál, Ingimar Aðalsteinsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélagsins Fram í Nes- kaupstað, ræddi um verslun og viðskipti og Albert Einarsson, skóla- meistari Verkmenntaskóla Áustur- lands, ræddi um samgöngumál. Þingmenn Austurlands, þeir Hjör- leifur Guttormsson, Halldór Ás- grímsson og Egill Jónsson mættu á fundinn og svöruðu fyrirspurnum. Að loknum framsöguerindum voru pallþorðsumræður þar sem frum- mælendur og þingmenn sátu fyrir svörum. Góður rómur var gerður að þessum fundi og í lok hans var sam- þykkt ályktun með lófaklappi: Álmennur borgarafundur, haldinn í Neskaupstað laugardaginn 12. mars 1988, samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjórn að sjá nú þegar til þess að það misrétti sem landsþyggðin þýr við verði lagfært hið bráðasta. Fund- Finnbogi Jónsson í ræðustóli. urinn leggur áherslu á eftirfarandi: 1. Afturkölluð verði þegar í stað ný- leg ákvörðun um 270 milljóna króna skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og sjóðnum verði á næstu árum tryggt það íjármagn sem til þarf, þannig að hann verði sveitar- félögum sá stuðningur sem ætlast var til. 2. Gripiö verði til aðgerða til aö mæta óhóflegum raforkukostnaði á landsbyggðinni og gegndarlausum hækkunum undanfarið. Stefnt verði að því að orkukostnaður verði sam- bærilegur um allt land. 3. Raunvextir verði lækkaðir tafar- laust til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum og teng- ing lána við lánskjaravísitölu og/eða grundvöllur lánskjaravísitölunnar endurskoðaður. 4. Söluskattur á flutningskostnaö á vörum til landsbyggðarinnar veröi felldur niður eða gripið til annarra ráðstafana er tryggja að íbúar dreif- býlisins greiði ekki hærri söluskatt af sömu vöru en íbúar á höfuðborg- arsvæðinu. 5. Raungengi krónunnar verði á hverjum tíma skráð þannig að undir- stöðuatvinnuvegirnir og fólkið sem við þá vinnur búi við eðbleg rekstr- arskilyrði og afkomu. 6. Snjóruðningsreglum veröi breytt þannig að sömu reglur gildi um snjóruðning á öllum Norðfjarðarvegi og endurskoðaðar verði snjóruðn- ingsreglur varðandi aðra fjallvegi. Flugsamgöngur við Norðfjörð verði teknar til alvarlegrar athugunar með það fyrir augum að samgöngur í lofti veröi stórbættar. 7. Flýtt veröi undirbúningi að gerð jarðganga er tengi saman þéttbýbs- kjarnana á Austurlandi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Hængur gaf blóðtökubekk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lionsklúbburinn Hængur á Akur- eyri hefur afhent Fjórðungssjúkra- húsinu blóðtökubekk sem klúbbur- inn stóö fyrir kaupum á. Bekkur þessi er mjög vandaður, hann er stillanlegur og honum fylgir blóðvigt sem mæbr nákvæmlega hversu mik- ið blóð er tekið úr blóðgjafanum. Birna Sigurbjörnsdóttir hjúkrun- arfræðingur veitti bekknum viðtöku fyrir hönd blóðbanka sjúkrahússins. Hún sagði m.a. við þetta tækifæri að blóðgjöf væri mjög mikilvægur þátt- ur og því væri nauðsynlegt að vel færi um blóðgjafann við blóðgjöfma. Blóðgjafar eru oft kallaðir óvænt úr vinnu eða að heiman þegar mikið liggur við en sumar aðgerðir er ekki hægt að framkvæma á sjúkrahúsinu án þess að hafa blóö til staðar. Frá afhendingu blóðbekksins. F.v.: Vignir Sveinsson, skrifstofustjóri sjúkra- hússins, Díana Helgadóttir, Rósa Gunnarsdóttir og Birna Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingar, Rafn Benediktsson, formaður Hængs, sem afhenti bekkinn, og Ingólfur Hermannsson, fyrrverandi formaður Hængs. Atvinnuleysiífebrú- arOf7%afmannafla Samkvæmt yfirbti frá félagsmála- ráðuneytinu um atvinnuástandið, voru 17 þúsund atvinnuleysisdagar skráðir í febrúarmánuði síðastliðn- um en það svarar til þess að 800 manns hafi verið án atvinnu. Þetta eru 0,7% af áætluöum mannafla. Samkvæmt þessu hefur atvinnu- leysisdögum fækkað um 5.200 og atvinnulausum um 240 frá mánuðin- um á undan. í febrúarmánuði í fyrra voru skráðir 14 þúsund atvinnuleys- isdagar á landinu og hefur þeim því fjölgað um 3 þúsund milh ára. Þaö er einkum samdráttur í fiskvinnslu og iðnaöi sem veldur hér mestu um. -S.dór Sjór í neta- lest bátsins Júlia Imsland, DV, Hofii: Bylgjan VE kom inn tíl Hafnar á þriöjudagskvöld vegna leka upp með dýptarmæbnum, svo sjór var kominn i netalest skipsins. Fengin var dæla hjá slökkvibð- inu og þegar búið var að dælan úr lestinni var gert við bilunina til bráðabirgöa. Síöan hélt Bylgj- an aftur til veiöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.