Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. 49 pvSmáauglýsingar - Sími 27022 dv Fréttir ■ BOar til sölu Toyota Corolla Twin Cam ’85 til sölu, rauður. Uppl. í síma 50044 eftir kl. 19. Daihatsu Charade CX ’86 til sölu, ekinn 27.000 km, 5 dyra, sjálfskiptur, verð 350 þús. Uppl. í síma 84024 og 73913 á kvöldin. Ford Econline ’82 til sölu, sjálfskiptur V.8, með original fjórhjóladrifi og upp- hækkuðum toppi. Skipti á ódýrari bíl möguleg. Uppl. í síma 675423 og 652105. Benford hrærivél 21/14, árg. ’74, er á Volvovörubifreið, til sölu. Uppl. í síma 99-5635 eftir kl. 20. Benz 309 D ’83 til sölu, 21 farþega, ekinn 165 þús. km, með stórum aftur- hurðum, nýtt afturstykki með hlera fylgir. Uppl. í síma 83839. Aðeins kr. 160.000. Suzuki Alto ’83, 5 dyra, ekinn 71 þús., útvarp/segulband, vetrar/sumardekk, sílsalistar, spar- neytinn og góður bíll. Uppl. í símum 37742 og 681638. Toyota Hilux, árg. ’80, til sölu, vökva- stýri, læst drif, verð 450 þús., bein sala. Uppl. í síma 91-675376. Nissan Sunny 4x4 sedan ’87 til sölu, upphækkaður, sílsalistar, sumar- og vetrardekk. Uppl. í síma 79800 og 43819. Engin skipti. Glæsileg Toyota Landcruiser árg. '86, innfl. '87, með ýmsum aukabúnaði. Bein sala. Nánari upplýsingar í sima 91-685952. Toyota Corolla XL ’87 special series til sölu, rauður, ekinn 21 þús. km. Uppl. í síma 652058. Honda Accord 4wALB EX 2.0i, árg. '86, til sölu. Bíllinn er með sóllúgu, 5 gíra og ALB bremsukerfi, ekinn 22.000 km. Uppl. í síma 19184. ■ Ýmislegt Smókingaleiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna- laugin, Nóatúni 17, sími 16199. ■ Þjónusta é>murbrauliöto{an BJQRNINN íliáláuötu 49 öitni 15105 í fepapbpeddi fpá 1§2S Sextugur en síungurl! Á veisluborðið: Brauð, snittur og brauðtertur. Heimilismatur: Borðaður á staðnum eða tekinn með heim. Opið alla daga frá kl. 9-20. Munið að síminn er 15105. Stórbílaþvottast., Höfðabakka 1. Þarftu að þvo bílinn þinn en hefur ekki tíma til þess? Stórbílaþvottastöðin, Höfða- bakka 1, býður þvott sem fólginn er í tjöruþvotti, sápuþvotti + skolbóni, á vægu verði. Verðdæmi: Venjuleg fólksbifreið 300 kr. Jeppar 400 kr. Sendibílar, litlir, 500 kr. Millistærð 600 kr. Langfbílar, stórir bílar 800 kr. Fljót og örugg þjónusta. Opið mán,- fóst. 8-20, laugard. og sunnud. 10-18, síminn er 688060. Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: Jóhann einn í efsta sæti - þegar lokaumferð mótsins hefst í dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Jóhann Hjartarson er nú einn í efsta sæti alþjóðlega skákmótsins á Akureyri þegar einni umferð er ólokið. Jóhann hefur hálfs vinn- ings forskot á Margeir Pétursson og hálfum vinningi þar á eftir koma sovésku stórmeistararnir Pol- ugajevsky og Gurevits. Einhver þessara íjögurra meistara hreppir efsta sæti mótsins en óneitanlega bendir flest til þess að það verði Jóhann eða Margeir. Jóhann tefldi gegn Akureyring- unum Jóni G. Viðarssyni og Ólafi Kristjánssyni um helgina og lagði þá báða. Jón G. tefldi „tískuafbrigði af drottningarbragði” gegn Jó- hanni en stórmeistarinn var með allt á hreinu og vann í 47 leikjum. í gær hafði Jóhann svart gegn Jóni G. og jafnaði fljótlega taflið. Hann fómaði drottningu fyrir 2 menn og þegar Ólafur var að tapa sinni drottningu eftir 35 leiki gafst hann upp með tapaö tafl. Margeir tefldi hörkuskák við Norðmanninn Tisdall í gær. Báðir höfðu hug á sigri, Margeir til að bæta stöðu sína á toppnum og Norðmaðurinn var farinn að sjá möguleika á stórmeistaraáfanga ef hann sigraði Margeir og síðan Pol- ugajevsky í dag. Tisdall virtist um tíma vera með allt að því unnið tafl en Margeir sneri snyrtilega á hann og var búinn að jafna taflið þegar skákin fór í bið. Biðskákina tefldu kapparnir svo áfram seint í gærkvölch og jafntefli varð niður- staöan. „Ég trúi ekki aö það hafi komið í minn hlut að verjast í þess- ari skák,“ sagði Tisdall er skákinni lauk. Á laugardag tefldi Margeir drottningar-indverska vöm gegn Karli Þorsteins. Margeir, sem tefldi mjög vel, fórnaði þremur mönnum fyrir drottningu og þekkti greini- lega stöðuna mjög vel. Karl átti ekki svör sem dugðu og Margeir vann því öruggan sigur. Sovétmaöurinn Polugajevsky gerði jafntefli við landa sinn Gure- vits í 18 leikjum á laugardag og vann síðan Karl Þorsteins í gær. Þeir „Polu“ og Karl tefldu kóngs- indverska vörn með skiptum litum, Sovétmaðurinn, sem hafði hvítt, hafði alltaf undirtökin og vann ör- ugglega. Jón G. Viðarsson kom ekki að tómum kofunum hjá Gurevits í gær. Jón tefldi tískuafbrigði af drottningarbragði eins og gegn Jó- hanni daginn áður. Gurevits fylgist greinilega vel með tískunni því hann vann örugglega og eftir skák- ina sýndi hann Jóni ótal tilbrigði varðandi það hvernig á aö tefla þetta tískuafbrigði. Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason tefldu „enska leikinn” og Helgi virtist hafa betri stöðu framan af. Hann misreiknaði sig þó er kom fram í skákina, tapaði mönnum og varð að játa sig sigraöan eftir 33 leiki. Á laugardag tefldi Helgi gegn Tisdall og þeir gerðu fljótlega jafn- tefli. Þaö kom mönnum ekki á óvart að Ungverjinn Adoijan og Sovét- maðurinn Dolmatov skyldu gera jafntefli í gær. Dolmatov .jafntefl- iskóngur” mótsins með 8 slík í 10 skákum og Ungverjinn er með 7 jafntefli. Þeir skiptu upp mönnum í gríð og erg í byrjuninni og sömdu síðan um jafntefli eftir aðeins 17 leiki. Reykingamennimir steinlágu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Norski skákmeistarinn Tisdall hefur komist að raun um að hinir óvæntustu hlutir geta komið til hjálpar þegar verið er að reyna að vinna bug á lönguninni í sígarettur. Tisdall hætti að reykja um áramót- in en þegar spennan fór að vaxa í Þegar þeir Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson höfðu setið við „maraþonskák” sína í tæplega 14 klukkustundir og teflt 139 leiki bauð Margeir jafntefli. Helgi svaraði strax að hann vildi fyrst fá að sjá næsta leik Margeirs en eftir örstutta stund rétti hann Margeiri höndina. Margeir tók ekki Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fjöldi manns fylgdist með tveimur umferðum alþjóða skákmótsins á Akureyri um helgina. Þegar 10. og næstsíðasta umferð mótsins var tefld í gær voru þessir á meðal gesta: Rúnar Berg verkamaður, Sævar Bjarnason skákmeistari, Viðar Þor- steinsson trésmiður, Kári Elíson kraftlyftingamaður og skákmaöur, Bragi Kristjánsson skákmeistari, Jón Björgvinsson verslunarmaður, Hermann Haraldsson bankamaður, Smári Ólafsson verslunarmaöur, Brynjólfur Yngvarsson læknir, Þór Valtýsson kennari, Steingrímur Bernharðsson, fyrrverandi banka- Akureyrarskákmótinu fór löngunin til nikótínsins að gera vart við sig. Landi hans, Amold Eikrem, sem er yfirdómari mótsins og hætti einnig að reykja fyrir skömmu, benti hon- um þá á að hann væri búinn að sigra alla „reykingamenn” mótsins. Tisdall hafði þá unnið Sovétmenn- ina Gurevits og Dolmatov og einnig strax í hönd Helga heldur grúfði sig yfir skákina. Svo rétti hann úr sér og þeir tókust í hendur. Spennan, sem hafði „kraumað” undir niðri, var loks komin upp á yfirboröið. Eins og fram hefur komið átti Mar- geir hrók og biskup gegn hrók Helga og gerði allt sem hann gat til þess að sigra. Helgi virtist hins vegar vel að sér í þessari stöðu og sá við öllum vinningstilraunum Margeirs. stjóri, Þóroddur Hjaltalín, Guð- mundur Heiöreksson verkfræðing- ur, Rafn Kjartansson verkamaður, Stefán Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri, Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambandsins, Einar Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands- ins, Sigbjöm Gunnarsson verslunar- maður, Örlygur ívarsson kennari, Siguróli Kristjánsson knattspyrnu- maður, Pétur Reimarsson fram- kvæmdastjóri, Ragnar Pálsson afgreiðslumaður, Egill Sigurgeirsson afgreiðslumaður, Guðjón Jónsson skrifstofumaður, Bjarni Jónasson pípulagningamaður, Friðrik Ólafs- son stórmeistari og Guðmundur Guðlaugsson verkfræðingur. Akureyringinn Ólaf Kristjánsson en þessir þrír eru einu skákmenn móts- ins á Akureyri sem reykja. Þegar Eikrem benti Tisdall á þetta fór líðan hans batnandi en þess má að lokum geta að Eikrem dómari segir sjálfur að það sé „heilt helvíti" að hætta að. reykja. GAGNAR! RAUÐUR GINSENG! Talaðu við okkur um þvottavélar tmrtr f .* . SUNDABORG 1 S. 688588-688589 Jafritefli í „maraþonskákinni“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Gestabókin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.