Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988. 55 Sameina krafta sína Þríraffrægustu skemmtikröftum Banda- ríkjanna hafa nú slegiö saman og eru á hljóm- leikaferð um Bandaríkin. Þaö eru Dean Martin, Frank Sinatra og Sammy Davis Jr. Þeir munu koma fram í einum 29 borgum víðs vegar um Bandaríkin, og fyrstu hljómleikar þeirra voru i Oakland í Kaliforníu. Sammy Davis Jr. hefur nýlega náö sér eftir mikla mjaömaskurðaögerð og er nú sem nýr maður aö eigin sögn. Búast má við að þessir skemmtihljómleik- ar þeirra verði vel sóttir, því þessir öldnu kappar erusívinsælirogþykja Fyrstu hljómleikarnir í för Dean Martin, Frank Sinatra og Sammy Davis Jr. voru i Kalitorníufylki í Bandaríkjunum. pottþétt skemmtan. Simamynd Reuter Brautryðjandi á sínu sviði Sian Edwards, 33ja ára, er fyrsta konan sem annast hljómsveitar- stjórn i konunglega breska óperu- húsinu. Símamynd Reuter Bretar hafa eignast sérlega efnileg- an hljómsveitarstjóra sem heitir Sian Edwards. Hljómsveitarstjórinn er 33ja ára gamail, og er ætlað að stjóma verkinu „The Knot Garden“ í konunglega óperuhúsinu í London. Það sem er óvenjulegt við það er að Sian er kona, og sú fyrsta sem tekur að sér hljómsveitarstjórn í því húsi. Verkið er eftir Sir Michael Tippett, og hann mun sjálfur verða viðstaddur og fylgjast meö hvernig tekst tll. Verkið verður frumflutt þann 29. apríl næstkomandi. Styttu friið vegna slyssins Kærir sig ekkert um óskar Einn af þeim leikurum sem oftast hefur fengið tilnefningu til óskars- verðlauna er írinn Peter O’Toole. Hann hefur 7 sinnum verið tilnefnd- ur til óskarsverðlauna, en segist sjálfur kæra sig kollóttan um hvort hann fái verðlaunin eða ekki, aðeins að hann fái að sinna leiklistinni í friði. Peter O’Toole fæddist árið 1932 í írlandi, fluttist snemma til Leeds í Englandi, þar sem hann fékk fljót- lega starf sem blaðamaður. Hann gegndi herþjónustu fyrir breska sjó- herinn og síðan sneri hann sér að leik á sviði í „Bristol Old Vic“ leik- húsinu árið 1955. Hann fékk ýmiskonar smærri hlut- verk lengi vel en árið 1962 sló hann í gegn í kvikmyndinni „Lawrence of Arabia". Síðan hefur hann leikiö í fjölda frægra mynda eins og „Bec- ket“, „Lord Jim“, „Cahgula“ og fjölda annarra frægra mynda. Peter O’Toole er enn mjög virkur sem leik- ari, og er nú staddur í New York í tilefni frumsýngar nýjustu myndar Leikarinn Peter O’Toole er nú staddur í New York í tilefni af frumsýningu hans, „High Spirits" sem tekin var í nýjustu myndar sinnar, „High Spirits”. Simamynd Reuter Englandi og írlandi. Vegna hins hörmulega slyss í Klost- ers í Sviss, þar sem góðvinur Karls Bretaprins lést i snjóflóði, urðu Díana, Karl og Sara Ferguson að stytta vetrarfrí sitt þar. Þær voru því ekki mjög glaðlegar að sjá á flug- vellinum í Zurich þegar þær héldu heim til Bretlands. Símamynd Reuter NORÐAN Bragðbætt skagfirsk súrmjólk í handhægum hálfslítra fernum Dreifingaraðili "ÍnS" Mjólkursamsalan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.