Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Page 7
<íiSS&f
VESTUR-ÞYSKIR STALPOTTAR
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
Fréttir
Verðlækkun vegna tollabreytinga
Útsölustaðir
Þola suðu án vatns
18/10 gæðastál
Ofnfastar höldur, að 280 gráðum
Gufulok
Þrefaldur hitaleiðnibotn
Gerið verðsamanburð
Búbest, Grimsbæ.
og Glæsibæ
Búsáhaldabúðin, Laugavegi 6
Hamborg, Klapparstíg
Hamborg, Hafnarstræti
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Blómabúðin Louise, Akranesi
Versl. Grund, Grundarfirði
Versl. Blómsturvellir, Hellissandi
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
KEA, Akureyri
Versl. Kjarabót, Húsavik
Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði
KASK, Höfn
Versl. Tanginn, Vestmannaeyjum
Versl. Stapafell, Keflavik
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi
Búsáhöld og leikföng, Hafnarfirði
Sendum í póstkröfu
BúÁétór
,' nrur
Kringlunni
og Hamraborg
Simi 686440
Aðlögunar-
tími
fyrir bændur
Staöa bænda gagnvart virðis-
1 aukaskattinum olli töluveröum
deilum meðal stjómarflokkanna
og er eitt af þeim atriöum sem
framsóknarmenn lögðu hvaö
mesta áherslu á samkvæmt
heimildum DV.
Frumvarpið geröi ráð fyrir
skattauppgjöri hjá bændum, meö
hálfs árs millibili. En til aö mæta
sjónarmiðum bænda voru geröar
eftirtaldar breytingar: 1. Bændur
geta valiö venjulegt, þ.e. tveggja
mánaða, uppgjörstímabil. 2.
Bændur eigi kost á sérstöku upp-
gjöri innan 6 mánaða tíraabilsins
til að fá endurgreiddan uppsafn-
aðan skatt af vörum til meirihátt-
ar fjárfestingar og stórum
rekstrarvörukaupum en upphaf-
lega var gert ráð fyrir 12 mánuð-
um. 3. Heimilt verði að setja
sérstakar reglur um skattskil af
sölu bænda til afuröastöðva.
Ennfremur á að gefa bændum
kost á einföldu skattabókhaldi og
bjóða þeim upp á virka leiðbein-
ingaþjónustu og aðlögunartíma.
Um áhrif virðisaukaskattsins á
niðurgreiðslur má segja að þau
verða líklega engin frá því sem
varð með tilkomu matarskatts-
ins. Samstaða raun vera um það
að við upptöku virðisaukaskatts-
ins verði niöurgreiðslum hagað
þannig aö upptaka skattsins hafi
engar breytingar á verð niður-
greiddra landbúnaðarafurða.
-SMJ
Dagblöðin undanþegin virðisaukaskatti
Sala dagblaða telst ekki til skatt-
skyldrar veltu og því munu dag-
blöðin verða að því leyti undanskilin
virðisaukaskatti. Sala dagblaða og
hliðstæðra blaöa, svo og tímarita sem
eru ekki gefin út í ágóðaskyni, er sem
kunnugt er undanþegin söluskatti. í
reynd hafa nær öfi blöð og tímarit,
sem ekki teljast afþreyingar- og
skemmtirit, verið undanþegin sölu-
skatti á grundvelli þessa ákvæðis.
Segir í greinargerö með frumvarpinu
að þrátt fyrir þá meginstefnu frum-
varpsins að vörusala skuli ætíð vera
skattskyld þá „.. .þykir ekki hjá því
komist í ljósi nokkurrar sérstöðu eig-
inlegra dagblaöa á sviði nútímafiöl-
miðlunar að leggja til aö þau verði
undanþegin skattskyldu með samá
hætti og áður“. Mun undanþága
þessi vera í samræmi við svipaðar
reglur í nágrannalöndunum.
Méð dagblöðum í undanþáguskiln-
ingi þessa ákvæðis er átt við blöð sem
koma út með reglulegum hætti, a.m.
k. sex sinnum í viku, og hafa að
geyma almennar fréttir af innlend-
um og erlendum vettvangi. Einnig
nær þetta til landsmála- og héraðs-
fréttablaða. Undanþágan nær hins
vegar ekki til tímarita.
Rökin fyrir þessum undanþágum
eru þau að með þeim sé veriö að
auðvelda bjóðmálaöflum kynningu
skoðana og málstaöa.
-SMJ
1,2 milljarða gat myndast
Með virðisaukaskattinum er gert
ráð fyrir að innheimtan batni sem
svarar einum milljarði en eigi að síð-
ur er gert ráð fyrir að 1,2 milljarða
vanti til að ríkið nái jafnmiklu inn
og 25% söluskattur skilar.
Ef farin hefði verið sú leið að hafa
virðisaukaskattinn 20%, eins og hug-
myndir voru uppi um, þá heföi orðiö
halh upp á 3,8 milljaröa. Ekki var
þó talið veijandi að hækka virðis-
aukaskattinn umfram 22%. Ekki er
vitað hvernig stoppað verður upp í
þetta gat en aukin bein skattheimta,
tekjuskattur og eignaskattur, er tahn
möguleg.
Þá er ótalinn verðbólguþátturinn
en ríkissjóður fær greiðslur th sín
síðar í virðisaukakerfinu heldur en
í núverandi söluskattskerfi. Tahð er
að 2500 milljónir innheimtist á mán-
uöi samkvæmt söluskattskerfinu en
reikna má með því að helmingur
þessarar upphæðar komi mánuöi
seinna í ríkissjóð þegar virðisaukinn
hefur tekið við. Af því veröur vaxta-
táp. Ýmis hhðaráhrif ættu að vinna
gegn þessu að hluta, s.s. skjótari inn-
heimta hjá tollinum.
Við 22% skatthlutfah er verðlækk-
un einkaneyslu áætluð 1% og þeir
þættir einkaneyslunnar, sem nú bera
25% söluskatt, lækka um 2,4%.
Heildaráhrif uppsöfnunar til verð-
lækkunar eru tahn vera um 2% í
framfærsluvísitölu. -SMJ
Jón Baldvin Hannibalsson (jármálaráðherra kynnti fyrir fréttamönnum frum-
varp um virðisaukaskatt sem hann lagði fram á Alþingi í gær. Með honum
á myndinni er Indriði H. Þorláksson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu.
DV-mynd Brynjar Gauti
Virðisaukafrumvarp lagt fram í fjórða skipti á flmm árum:
Verður að lögum nú
- segir fjármálaráðherra
Virðisaukafrumvarp var lagt fram
á Alþingi í gær, í fiórða skiptið á
fimm árum. Það kom fram í máh
Jóns Baldvins Hannibalsonar fiár-
málaráðherra, þegar hann var að
kynna frumvarpið, að stefnt er að
því að samþykkja frumvarpið fyrir
þinglok í vor. Gert er ráð fyrir aö
lögin öðhst gildi 1. júh 1989 eða hálfu
ári seinna en upprunalega var gert
ráð fyrir. Sagði Jón Baldvin aö
ákveðið heföi verið að seinka gildis-
tökunni til að vinna betur aö kynn-
ingu fruinvarpsins og boöaöi hann í
leiðihni mikla áróðursherferð til
þess.
Viröisaukaskattur er neysluskatt-
ur eins og söluskattur en miöað er
að að skatthlutfalhð verði 22% í virð-
isaukaskatti en er nú 25% í sölu-
skatti. Munurinn á þessum tveim
sköttum er sá helstur að virðisauka-
skattur leggst á söluverð á öllum
viðskiptastigum en söluskatturinn
einungis á þaö síðasta. Þá safnast
virðisaukaskattur ekki upp í vöru-
verði heldur dregst innskattur, sá
skattur sem greiddur er af aðföngum
vörunnar, frá útskatti sem er sá
skattur sem leggst á söluverö.
í tilkynningu fiármálaráöuneytis-
ins segir að virðisaukaskatturinn
bæti samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs gagnvart erlendum keppi-
nautum - jafni aðstöðumun hér
innanlands - hafi ekki áhrif á eðli-
lega verkaskiptingu í atvinnurekstri
- innheimtist betur en söluskattur
og - leiði til lægra vöruverðs.
Á móti kemur að virðisaukaskatt-
inum fylgir aukin skriffinnska og
fiölga þarf verulega starfsfólki í
skattkerfinu.
-SMJ