Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
9
Útlönd
Hafa búið sig
undir að deyja
Flugræningjamir, sem enn halda
um fimmtíu gíslum um borð í Boeing
747 þotimni á flugvellinum í Lamaca
á Kýpur, kváðust í morgun vera
reiðubúnir tíl þess að mæta dauða
sínum fái þeir ekki kröfum sínum
framgengt.
Flugræninaamir hafa nú haldið
þotunni í eina viku en þeir rændu
henni þegar hún var á leið til Kuwait.
Fyrst lentu þeir þotunni í íran en
eftir að hafa fengið eldsneyti þar
reyndu þeir að lenda í Beirút. Þegar
sýrlenskir hermenn komu í veg fyrir
lendingu í Beirút var þotunni snúið
til Kýpur, þar sem hún er enn.
Flugræningjarnir hafa myrt tvo af
gíslum sínum til þessa. Þeir myrtu
einn gíslanna á laugardag og í gær
myrtu þeir annan farþega úr þot-
unni. Þeir vörpuðu síðan líki hans
úr þotunni, niður á flugbrautina, þar
sem sjúkraliðar gátu komist aö því
og fjarlægt það.
Flugræningjarnir sögðust í morg-
un vera komnir í líkklæði sín og vera
reiðubúnir til' þess aö deyja fái þeir
ekki kröfum sínum framgengt. Þeir
hafa krafist þess að sautján félagar
þeirra verði látnir lausir úr fangels-
um í Kuwait.
Stjómvöld í Kuwáit höfnuðu í gær
alfarið hvers kyns samningum við
flugræningjana, sem fælu í sér lausn
fanganna sautján, en þéir em allir
að afplána refsingu fyrir aðild að
sprengjuárásum árið 1983.
í yfirlýsingu sinni í morgun sögðu
flugræningjamir:
„Eftir að hafa frétt af þijósku
Kuwait, eftir fund ríkisstjófnar
landsins, tilkynnum við að við höfum
einnig haldið ríkisstjómarfund um
borð í þotunni til þess að íhuga mál-
in, þar á meðal ákveðni stjómar
Kuwait í því að vera tól í höndum
bandarískra kúgara, til höfuðs þeim
sem elska friðinn, fátækum og kúg-
uðum þjóðum."
Flugræningamir, sem hafa varað
við því að mikið magn sprengiefnis
sé um borö í þotunni, segjast hafa
tekið eftirfarandi ákvarðanir:
„Að nefna þotuna flugfarkost
hinna miklu pislavotta.
Að dýröardauði sé betri en líf í
Lík mannsins, sem flugræningjarnir myrtu í gær, flutt á brott frá flugvellin-
um. Flugræningjarnir sögðu hann vera embættismann frá Kuwait.
Símamynd Reuter
myrkri.
Aö hvetjá alþýðu Kuwait til þess
að herða á byltingaraðgerðum sínum
gegn harðstjóm landsins og að full-
vissa þjóðina um að við emm ekki á
móti henni. Hún er bræður okkar á
göngunni.
„Aö votta þakkir okkar farþegum
flugvélarinnar fyrir aö hafa dvalið
með okkur og stutt okkur og fyrir
aö hafa fordæmt ríkisstjóm lands
síns.“
Fimmta og síðasta ákvörðunin var
að íklæðast líkklæðum.
Flugræningjamir hóta nú aö
myrða fleiri af farþegum þotunnar
verði eldsneyti ekki sett á hana.
Aðstæður eru mjög erfiöar um borð
í þotunni og í morgun versnaði
ástandið enn þegar loftræstikerfi,
sem tengt var þotunni, bilaði.
Til tals hefur komið að ráðast á
þotuna og freista þess aö fella flug-
ræningjana áður en þeir geta sprengt
vélina í loft upp. Flugræningjamir
hafa varað við slíkum tilraunum og
öfgasinnaðir múhameöstrúarmenn í
Beirút hafa tekið í sama streng, en
þeir hóta að myrða vestræna gísla,
sem þeir hafa í haldi, veröi ráöist á
flugræningjana.
Haft er eftir háttsettum embættis-
manni í Beirút að flugræningjamir
séu úr röðum öfgasinnaðra líbanskra
múhameðstrúarmanna, Flokki guðs,
sem fylgja írönum að málum.
Flugræningjarnir fleygðu líki mannsins úr flugvélinni niður á flugbrautina á flugvellinum á Kýpur.
Simamynd Reuter
Ný ríkisstjóm kjörín
Kinverska þingiö hefur kosið
nýja rfkisstjóm, að þvi er tilkynnt
var í fjölmiölum í Kína í morgun.
í fréttum segir að í nýju stjóminni
eigi sjö nýir ráðherrar sæti, þeirra
á meðal nýr utanríkisráöherra, nýr
vamarmálaráðherra og nýr banka-
stjóri kínverska seðlabankans.
Ráðherraembættum var fækkað úr
45 í 41. Meðalaldur þeirra þrettán
ráðherra, sem sitja í ríkisráðinu,
er einnig nokkm lægri en hann var
eða sextíu og eitt ár í stað sextíu
og sjö sem var meðalaldur fyrri
ríkisstjómar.
Fjármögnunareiflðleikar
Áður fyrr þótti þaö næsta ömgg
leið til auðs og valda að ganga djöfl-
inum á hönd því kölski kynni allra
fyrirbrigða best að spila á fjár-
magnsmarkaðinn. Hoiium vfrðist
þó ekki ganga eins vel á peninga-
markaði nútímans. Að minnsta
kosti gengur þeim sem um málefni
hans fjalla illa að safna fjárfram-
lögum til iðju sinnar.
Skipuleggjendur ráöstefnu nokk-
urrar í Tóríno á Ítalíu, þar sem
fjalia á um áhrif kölska, eru í vand-
ræöum, vegna fjárskorts. Enginn
fæst til aö styrkja ráöstefnuna og
hvemig sem þeir reyna fæst ekki
króna til málefnisins. Spurningin
er aðeins sú hvort peningamenn
óttast kölska, hvort sá gamli er
búinn að missa tökin á peninga-
mönnum eða hvort hann kærir sig
ef til vill bara ekkert um opinbera
umfjöllun.
Honasan vill stjóma
Einn af yfirmönnum hersins á Filippseyjum, Mariano Adalem hers-
höföingi, sagöi í gær aö Gregorio Honasan, leiötogi uppreisnarraanna
þar, vildi fá að stjórna ríkisstjóm landsins og að fullyrðingar hans um
að hann ætlaði aðeins aö knýja stjómina til úrbóta væm yfirskin eitt
Herinn á Filippseyjum er nú í viðbragösstöðu og verður næstu daga,
meðan Corazon Aquino, forseti landsins, er í opinberri heimsókn i Kína
og Hong Kong. Er fastlega búist viö aö Honasan, sem leitt hefur tvær
byltingartilraunir til þessa, rauni reyna enn á ný meðan forsetinn.er fjar-
verandi.
Viðurkenna njósnastarfsemi
Bandaríski herinn viðurkenndi
i gær að hafa haft tengsl við ungan
Panamabúa sem sjálfur segist vera
njósnari. Bandaríkjamenn hafa
hins vegar neitaö alfarið að hafa
gefiö honum fyrirmæli um að
vinna skemmdarverk á Panama-
skurðinum.
Talsmaöur bandaríska hersins i
Panama sagði í gær aö maðurinn,
Fabian Orlando Wallis, væri sjálf-
boðaliði sem gefið hefði bandarísk-
um stjómvöldum upplýsingar.
Walíis var handtekinn af leyni-
þjónustu hersins í Panama á
laugardag og skýrði hann frá þvi
að bandarískir aðilar heföu gefið
sér fyrirmæli rnn aö vinna
skemmdarverk á Panamaskuröin-
um. Sagði hann Bandaríkjamenn
hafa ætlaö aö nota skemmdarverk-
in sem átyllu til hemaðarlegrar
íhlutunar um málefni Panama.
THbúinn til sjómarmyndunar
Verðandi forsætisráðherra Ítalíu, Ciriaco de Mita, segist nú vera reiðu-
biíinn til stjórnarmyndunar í landinu. Ríkisstjóm þessi verður hin
fertugasta og áttunda frá lokum síöari heimsstyijaldarinnar.