Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1988. Utlönd Síðasti keisarinn hlaut níu óskarsverðlaun Ólafur Amarson, DV, New York; Síðasti keisarinn, mynd Bern- ardo Bertoluccis, sópaði að sér verðlaunum við afhendingu óskarsverðlaunanna í Hollywood í gærkvöldi. Myndin hlaut alls níu óskarsverðlaun og var meðal ann- ars valin besta mynd ársins. Af öðrum verðlaunum, sem myndin hlaut, má nefna fyrir bestu leikstjóm, besta handrit byggt á annarri sögu, bestu leikbúninga og bestu klippingu. Þaö eru ár og dagar síðan ein mynd hefur sópað að sér þvílíkum fjölda verðlauna. Einnig er athygl- isvert að myndin var útnefnd til hún væri á formlegri samkundu. Olympia Dukakis, frænka Micha- el Dukakis forsetaframbjóðanda, hlaut óskarsverðlaunin fyrir best- an leik í aukahlutverki í myndinni Moonstrack. Hún notaði tækifærið er hún tók við verðlaununum og hrópaði hvatningarorð til frænda síns. Það veröur að teljast heppilegt fyrir forsetaframbjóðanda að fá slíka auglýsingu við óskarsverð- launaafhendinguna því áætlað var aö um einn milljarður manna um viða veröld fylgdist með henni. Moonstrack fékk einnig verðlaun fyrir besta framsamda handritið. Michael Douglas fékk óskars- verðlaunin fyrir bestan leik í Að venju höfðu margir safnast saman til að fylgjast með stjörnunum þegar þær fiykktust að óskarsverðlaunahátiðinni. Símamynd Reuter Cher og Michael Douglas með óskarsverðlaun sín fyrir bestan leik i aðalhlutverki. Símamynd Reuter ir afhendinguna að hann skyldi raunar ekkert í því hvers vegna hann hefði aldrei fengið óskarinn fyrir leik sinn í James Bond mynd- unum. Af öðram verðlaunum má nefna að Inner Space fékk viðurkenningu fyrir tæknibrellur og lagið I’ve had the time of my life úr myndinni Dirty Dancing var valið besta lagið í kvikmynd. Frændir vorir Danir fengu verðlaim fyrir bestu erlendu kvikmyndina og er það í fyrsta skipti sem þau verðlaun fara til þeirra. Verðlaunin vora veitt fyrir myndina Babettes Gæstebud, sem Gabriel Axel leikstýrði. Þá voru í gærkvöldi veitt sérstök verðlaun sem kennd era við Irving Thalberg. Það var Jack Lemmon sem afhenti Billy Wilder verðlaun- in fyrir framlag hans til kvik- myndalistarinnar. Þessi verðlaun eru ekki veitt árlega heldur ein- ungis þegar ástæða þykir til. í gegnum tíðina hafa ýmsir mætir menn hlotið þessi verðlaun og má meðal annars nefna Walt Disney, Alfred Hitchcock, Ingmar Bergman og Steven Spielberg sem hlaut þau í fyrra. Billy Wilder hefur á löngum ferli sankað að sér einum sex óskarsverðlaunum og meðal hans þekktustu mynda er Sunset Böule- vard, Irma La Douce og Some like it hot. Grínistinn góðkunni, Chevy Chase, var kynnir við afhending- una í gær og sá hann til þess að hlutirnir yrðu ekki allt of væmnir eins og oft hefur viljað brenna við við afhendingu óskarsverðlauna. Hann gerði góðlátlegt grín að starfsaðferðum kvikmyndaaka- demíunnar og’ sagði meðal annars að ef menn hétu Steve eða Steven að fyrra nafni þá væru þeir ekki gjaldgengir til óskarsverðlauna. Atti hann þar við þá Steve Martin og Steven Spielberg sem hingað til hafa ekki hlotið náð fyrir augum akademíunnar þótt almenningur virðist hafa þá í góðum metum.' Einnig tók þátt í afhendingunni náungi að nafni Mikki Mús sem er sextugur á þessu ári eða jafngam- all óskarsverðlaununum. Undir lokin reyndi Chevy Chase að keppa við Cher um aðdáun gesta er hann missti niður um sig bux- umar en telja verður að Cher hafi haft vinninginn hvað fagran lima- burð varðar. Sean Connery hlaut óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki karla. Símamynd Reuter niu verðlauna og hreppti þau öll þannig að ekki fór milli mála hvert óskabamið í Hollywood var í ár. Sú mynd, sem kom næst í röð- inni, var Moonstruck. Cher fékk óskarinn fyrir leik sinn í aðalhlut-' verki í þeirri mynd. Ekki brást hún aðdáendum sínum nú fremur en fyrri daginn og var klædd ákaflega gegnsæjum kjól er hún veitti viður- kenningunni móttöku. Var líkara því að hún væri á baðströnd en aö aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Wall Street. Hann var útnefndur fyrir Wall Street þótt margir teldu að hann hefði frekar átt að fá útnefningu fyrir leik sinn í myndinni Fatal Attraction. Gamli spæjarinn, Sean Connery, hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni The untouchables og hlaut hann þar með sín fyrstu óskarsverðlaun. Connery sagði eft- Olympia Dukakis með óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.