Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988: Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Háholti 11, neðri hæð, talinn eigandi Ketill Vilbergsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. apríl 1988 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki Islands, Lögmenn Hamraborg 12, Reynir Karlsson hdl., Jón Sveinsson hdl. og Akraneskaupstaður. Bæjarfógetinn Akranesi SÓKNARFÉLAGAR Starfsmannafélagið Sókn minnir félagsmenn sína á að þeir sem hafa hugsað sér að sækja um orlofshús í sumar panti hús fyrir 20. apríl í síma 681150 eða 681876. Orlofsnefnd ÍBÚÐARHÚSNÆÐI FYRIRFRAMGREIÐSLA 4-5 herbergja íbúð óskast til leigu, helst í nágrenni við Hólabrekkuskóla. Upplýsingar í síma 79700 Hámark kortaúttektar í síma kr. 4.000.- Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, slma, nafnnúmer og gildistlma og númer greiðslukorts. vm Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða meó korti. ViSA ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Vinningstölurnar 9. apríl 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.255.605,- 1. vinningur var kr. 2.632.677,- og skiptist hann á milfi 3ja vinningshafa, kr. 877.559,- á mann. 2. vinningur var kr. 787.081,- og skiptist hann á 281 vinningshafa, kr. 2.801,- á mann. Upplýsingasími: 685111 3. vinningur var kr. 1.835.847,- og skiptist á 8.307 vinningshafa, sem fá 221 krónur hver. Utlönd Atta Palestínumenn voru í gær fluttir með ísraelskri herþyrlu til Líbanon. Myndin af þeim var tekin í Bekaadalnum nokkrum klukkustundum siðar. simamynd Reuter Heita að snúa aftur Palestínumennirnir átta, sem reknir voru frá herteknu svæðunum í gær, hafa heitið því að nota öll til- tæk ráð til þess að snúa aftur til heimalands síns til frekari þátttöku í uppreisninni sem nú hefur kraflst hundraö þrjátíu og sex fómarlamba. ísraelsk yfirvöld vísuðu Palestínu- mönnunum átta, sem sakaöir voru um að hafa æst til óeirða á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu, til Líbanon í gær. Voru þeir fluttir með ísraelskri herþyrlu tfl yfirlýsts yfir- ráðasvæðis Israelsmanna nálægt Bekaadalnum. Einnig fyrirskipuðu ísraelsk yfir- völd brottvísun tólf annarra Palest- ínumanna þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðimar fordæmi slíkar aðgerðir. Óeirðir brutust út á Vesturbakkan- um nokkmm klukkustundum eftir að tilkynnt var um brottvísunina og hermenn skutu tfl bana tvo Palest- ínumenn og særðu tvo aðra. Að sögn Palestínumanna áttu palestínskir unghngar í átökum við hermenn langt fram á kvöld í gær í Nablus. Deila um kjamavopn eriendra herskipa Gunnar Kristjánsscm, DV, Kaupmannahöfn: Sósíalíski þjóðarflokkurinn í Dan- mörku lagði fram á þinginu tfllögu þess efnis að umráðamenn erlendra herskipa, sem ferðast á dönskum siglingaléiðum og leggjast að í dönsk- um höfnum, staðhæfi að þau beri ekki kjamorkuvopn. Sósíaldemókratar vflja ekki ganga svo langt heldur gera flotanum, er heimsækir Danmörku, grein fyrir að Danir vflji ekki Kjamorkuvopn á dönsku yfirráðasvæði. Þessari tfllögu em Sósíalíski þjóð- arflokkurinn og róttækir samþykkir og þar með er meirihluti fyrir henni í þinginu. Ríkisstjómin vill fylgja sömu línu og Norðmenn en þar er erlendum herskipum veitt leyfi tfl að leggjast að í norskum höfnum eftir þeim regl- um sem gilda þar í landi. Kjarnorku- vopn era ekki nefnd sérstaklega í þessum reglum og því vfll stjómar- andstaðan breyta. Schluter forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann varar viö aö danskir hagsmimir inn- an Nató séu í hættu ef tillaga þessi verður samþykkt. Ennfremur segir hann að aðildarríki Nato hafi haft það sem grundvallarreglu að hvorki hrekja né staðfesta hvort eitthvert skip beri kjamorkuvopn eða ekki. Jafnframt bendir hann á að Natórík- in þekki stefnu Dana, þaö er að ekki megi vera kjamorkuvopri á dönsku yfirráðasvæði á friöartímum, og reiknar hann með að þau virði það. Gerir Schluter ráð fyrir að breski og bandaríski flotinn muni hætta að fara um danskt yfirráðasvæði ef tfl- lagan verður samþykkt og muni það hafa í fór með sér alvarlegar skerð- ingar á varnarsamningnum mifli Danmerkur og bandamanna. Á með- an geti sovéski flotinn siglt óhindrað gegnum Stórabelti og Eyrarsund, fáa metra frá dönsku strandlengjunni. Svend Auken, formaður sósíal- demókrata, segir að með þessari tillögu sé verið að fara að dæmi Norð- manna, nefnflega aö afhenda gestim- um bréf. Munurinn á þessum bréfum sé sá að Danir geta kjamorkuvopna sérstaklega en Norðmenn ekki. Og bréfið bendi einungis á hver stefna Dana hefur verið síðustu 25 árin. Sendiherra Bandaríkjanna í Dan- mörku hefur gert ríkisstjórninni og sósíaldemókrötum það Ijóst að Bandaríkin muni aldrei láta uppi hvort herskip þeirra eða flugvélar beri kjamorkuvopn. Sjálf tillagan kemur ekki tfll at- kvæðagreiðslu fyrr en efdr um það bil tvær vikur. Biðla til gyðinga ÓMir Axnarean, DV, New Yoric Forsetaframbjóðendur demó- krata reyna nú allt hvað af tekur aö tryggja sér hylli kjósenda í-New York-ríki í gær hélt Jesse Jackson íjölmennan fund meö félagsmönn- um i verkalýösfélögum í New York og var honura gríöarlega vel tekið. Jackson leggur nú allt kapp á aö ná atkvæðum verkamanna auk þess sem hann biðlar mjög tíl gyö- inga. Gyöingar hafe löngum tekiö Jackson með fyrirvara végna af- stöðu hans til Frelsissamtaka Palesttnumanna, PLO, og sam- skipta hans við arabaleiðtoga. Jackson hefur undanfama daga dregið ny ög í land meö fyrri afstöðu sína í þessum efnum og um helgina lýsti hann því yfir að kæmist hann í Hvíta húsið myndi hann ekki eiga beinar viöræður viö PLO. Senni- lega mun stuöningur gyðinga ráöa úrslitum um gengi Jacksons i for- kosningunum í New York eftir viku. Michael Dukakis var einnig með kosningafundi í gær en í gærkvöldi fylgdist hann með óskarsverð- launaafhendingunni af sjónvarps- slqá og sá frænku sína, Olympiu Dukakis, taka við óskarsverðlaun- imum. Dukakis hefur samkvæmt skoöanakönnunum ríflegt forskot á Jackson. Albert Gore, sem hefur minnst íylgi þeirra þremenninga, hefur biölaö ákaft tfl gyðinga og bent á stuöning sinn viö ísrael á liðnum árum. Ef Gore tekst að finna hjjóm- grunn meðal gyðinga í New York getur það komið Jackson mjög veL Talið er að Gore muni fyrst og fremst sækja aukið fylgi sitt i raöir fylgismanna Dukakis og því getur fariö svo að gott gengi hjá Gore i New York tryggi Jesse Jackson sig- ur í forkosningunum. Á þessari stundu verður þó að teljast líklegast aö Michael Dukak- is beri sígurorð af Jesse Jackson í New York og að Gore hafni í sið- asta sætl Ef þaö gerist er hætt við að raest loft verði farið úr Jackson- blöðrunni og Dukakis muni halda áfram á sigurbraut og tryggja sér útnefriingu Demókrataflokksins. Það má því segja að forkosningam- ar i New York eftir viku geti ráöið úrslitum uió það hvort Dukakis tryggir sér útnefiflngu demókrata. Hann er sigurstranglegur nú en ef Jackson tekst að koma á óvart og sigra í New York er aJlt galopið á nýjan leik hjá demókrötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.