Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Side 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
Lífsstfll
Gott að slaka á með
góðum píanókonsert
- segir Garðar Runólfsson hljómtækjadellumaður
„Ég er búinn aö vera að sanka
aö mér þessum tækjum í ein
átta ár. Það er því erfitt að gera
sér grein fyrir hvað þau hafa
kostað mig. Ég hef stöðugt veriö
að leita að því besta í bransan-
um og nú er ég mjög ánægður
með hljóminn," sagði Garðar
Runólfsson, starfsmaður hjá
Japis og hljómtækjadellukarl.
Tækjadellan hefur fengið
að víkja
Þeir sem komnir eru á miðjan
aldur muna sjálfsagt flestir eftir
hljómtækjadellunni sem dundi
yflr þjóðina fyrir einum til
tveimur áratugum: Allir sem
vettlingi gátu valdið keyptu sér
dýrindis tæki svo hægt væri að
hlýða á Pink Floyd og Moody
Blues í tilhlýðilegum græjum.
Enda dundu hljómtækjaauglýs-
ingamar yfir sjónvarps- og
útvarpsnotendur sýknt og heil-
agt.
Að lokum virðist hafa tekist
að metta hljómtækjamarkaðinn
að miklu leyti, allavega tóku
heimilistækjafyrirtækin nú að
auglýsa video og litsjónvarps-
tæki, geislaspilara, bílasíma,
fótanuddtæki og loks afruglara.
Hljómtæki eru ótrúlega lítið
auglýst þessa dagana enda er
engu líkara en þjóðin liggi í öll-
um frístundum yfir sjónvarpi
eða videoi, milli þess sem hún
talaríbílasíma.
En þeir eru þó nokkrir til enn-
þá sem kunna að meta úrvals
hljómgæði og leggja talsvert á
sig, bæði í tíma og peningum,
til að nálgast þau tæki sem best
þykja. Einn þeirra er Garðar
Runólfsson.
Klassík og argasta popp
„Ég hlusta á alla tónlist, allt
frá klassík upp í eða niður í
argasta popp. Ég legg mest upp
úr dýptinni og að hijómurinn
sé sem líkastur því sem gerist
í hljómleikasalnum."
- Erþettaekkikostnaöar-
samt?
„Sjálfsagt væri það dýrt ef ég
hefði keypt öll tækin í einu. Ég
keypti þau hins vegar á löngum
tíma. Þetta hefur þó verið
markviss uppbygging hjá mér.
Ég hef ekki verið að velta pen-
ingunum fyrir mér, bara að ég
.fengi bestan mögulegan hljóm."
Fimm hundruð plötur
- Hlustarðumikiðátónlist?
„Ekki eins mikið og ég vildi
gera. Ég hlusta kannski á eina
til tvær plötur þegar ég kem
heim úr vinnu, kannski þetta
Dægradvöl
3-4 tíma á viku. Ég á einar fimm
hundruð LP-plötur af ýmsu tagi
og því er úr mörgu að velja. Svo_
er ég með kassettutæki og
geislaspilara, en ég tel fæsta
geislaspilara ná sömu hljóm-
gæðum og bestu plötuspilara
með vönduðum örmum og
hljóðdósum."
Garðar sagði að í rauninni
hefði tækninni í hljómtækjum
fleygt lítið fram síöustu 8-10
árin.
„Það er helst að ódýru tækin
séu að verða betri og betri, en
það gengur flla að betrumbæta
bestu tækin. Þess má til gamans
geta að bestu magnaramir sem
vitað er um eru lampatæki. Það
eru framleidd örfá slík tæki ár-
lega í Bandaríkjunum og þau
eru fokdýr. Þó veit ég til þess
aö hér á landi eru til eitt eða tvö
tæki af þessari gerð. Eigendur
þeirra eru líka með græjur sem
kosta 1,5-2 milljónir króna.“
Snúrur og kaplar skipta
máli
Tækin hans Garðars eru svo
sem ekki af verri endanum
heldur. Magnarinn er af gerð-
inni Electro companiel oginni
í þvi setti er forformagnari,
. formagnari og kraftmagnari.
Plötuspilarinn heitir Logic,
armurinn Syrinx og hljóðdós-
inn AT1000. Og hátalaramir,
sem em nýjustu tækin í sam-
stæðunni, em af Quad-gerð.
„Nú orðið kaupi ég sjaldan
aukatæki. Ég er meira í því að
lagfæra snúrur, tengi og kapla.
Réttir hátalarakaplar hafa til
dæmis meira að segja heldur
en margt annað í græjunum.
Og það er ekki sama hvernig
tengin snúa. Það em fáir sem
gera sér þetta ljóst en er þó satt
enguað síður.“
Stranglers og píanókon-
sertar
- Hvemigvinnstþértímitil
að hafa gagn af þessum tækj-
um?
„Ég er hvorki með video né
Stöð 2. Það er ágætis lausn á
vandamálunum. Og svo þolir
konan þessa dellu mína prýði-
lega og er mjög kröfuhörð á
„sándið".“
- Hvaðhlustarðumestá?
„Þegar ég kem heim úr vinn-
unni finnst mér tilvalið að
hlusta á klassíska rokkara, til
dæmis Led Zeppelin eða
Stranglers. Og ef ég er mikiá
stressaður er ágætt að slaka á
með einum góðum píanókon-
sert,“ sagði Garðar Runólfsson.
-ATA
Garðar Runólfsson slakar hér á vlð að hlusta á tónlist í „græjunum" sínum. Sérstaka athygli vekja hátalararnir sem eru einna fyrirferðarmestir á myndinni.