Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. Atgewisflóttinn: Þjóðhagsstofnun hefur sett ofan Þjóðhagsstofnun hefur sett ofan. Atgervisflóttinn síðustu ár gerir ^petofnuninni miklu erfiðara að sinna verkefnum sínm. Þetta er skoðun stjórnmálamanna sem DV ræddi við í gærkvöldi. Forystumaður í stjórnarliðinu sagði DV að menn hefðu verið yfir- keyptir síðustu ár og því farið frá stofnuninni. Þórður Friðjónsson, forstöðumaður stofnunarinnar, stæði sig vel en hann sæti uppi með nýtt fólk sem réði ekki alveg við vandann. Þá hefði fjármálaráðuneyt- ið og Jón Baldvin Hannibalsson tekið til sín fólk frá stofnuninni ög þar ekki verið miklu til sparað. Þetta allt skapaöi vandamál í stjórnsýslu. Forystumaður í stjórnarandstöðu- liðinu tjáði DV þá skoðun að einokun i*6eðlabanka og Þjóöhagsstofnunar um spár og meðferð gagna hefði lok- ið með tölvuvæðingunni. Þóröur Friðjónsson stæði sig ekki illa en í Þjóðhagsstofnun hefðu áður fyrr verið nokkuð margir sem hefðu haft getu til að stjórna. Þeir væru komnir annað, hefðu þar hlotið meiri völd og hærri laun. Jón Sigurðsson hefði sem forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar ætlað að stjóma þjóðinni gegnum stofnunina. Nú væri ekki sama „drama“ við að vinna hjá Þjóð- hagsstofnun. ' Annar stjórnarliði sagði að spár Þjóðhagsstofnunar heföu oft reynst illa en erfitt væri að spá hér á landi, til dæmis um verðbólgu. Margir hjá Þjóðhagsstofnun hefðu verið eftir- sóttir i önnur störf og farið. -HH Verslunarmenn í Hafharfirði felldu nýju kjarasamningana Á fundi í Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar í gærkveldi voru nýju kjarasamningarnir felldir. í at- kvæðagreiðslu vom 81 á móti en 21 '^Vneð en 5 seðlar voru auðir. Að lok- inni atkvæðagreiðslunni var verk- fallsheimild samþykkt. Það sem fólk setti fyrst og fremst fyrir sig með samningana var dag- vinnúkaupið en í samningunum ei það frá 32.000 krónum á mánuði og upp í 42.000 krónur eftir 10 ár hjá afgreiðslufólki í verslunum. -S.dór Bílstjórarnir aðstoða *senDiBíutsTöÐin LOKI Kunna þeir ekki á áttavita hjá Flugleiðum? Karpov: Karpov tilbúinn að tefla á Akureyri í september - nú er aðeins beðið eför því hvort fleiri tilboð berast í einvútið Vaxandi líkur eru á því aö ein- vígi þeirra Jóhanns Hjartarson og Anatolys Karpov verði haldiö á Akureyri. Nú er aðeins beðið eftir þvi hvort fleiri tilboð berast í ein- vígið en þaö sem þegar er komið frá Akureyri, þar sem boðnir em 80 þúsund dollarar sem verðlauna- fé og þykir gott. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Al- þingis, sem aðstoðar Akureyringa varðandi tilboð þeirra í einvígið, em Akureyringar tilbúnir að taka viö einvíginu í lok ágúst og stæði þaö þá fram í september. Og Frið- rik segir að Karpov hafi ekkert á móti því að tefla hér á þeim tíma en hann var andvígur því að tefla hér að vetri til. Það sem nú stendur á er að beðið er fleiri tilboða í einvígið. Orðróm- ur hefur verið á kreiki um að bæöi Spánverjar og Júgóslavar hafi áhuga á að bjóða í einvígið en ekk- ert ákveöið hefur komiö frá þeim. Það nýjasta er aö Belgiumenn sýna þvi nú aftur áhuga. Þess ber þó aö geta að tilboð barst frá Belgíu í ein- vígi Thnmans og Portisch og var því tekið. Það era einhverjir nýir aðilar þar í landi sem vilja bjóða í einvigi Jóhanns og Karpovs. Þá er vitað að ef viðunandi tiiboð, fjárhagslega séð, berst frá Spáni myndi Karpov vilja taka því þar sem hann hefur alveg sérstakt dá- læti á að tefla á Spáni enda hefur honum alltaf gengið vel að tefla þar i landi, allt fram aö einvíginu við Kasparov í Sevilla í haust er leið og er þó ekki hægt aö segja að hon; um hafl gengið þar illa. Þessa dagana stendur yfir fundur í stjóm Alþjóðaskáksambandsins í Dubai. Þar verða einvígismálin rædd og svo gæö farið að ákveðið yrði að taka tilboði Akureyringa í einvígið. Á leiö sinni til Dubai kom Campomanes, forseö sambands- ins, við í Moskvu og ræddi við skáksambandsmenn þar og bar einvígi Jóhanns og Karpovs og til- boð Akureyringa á góma. Úrslita í málinu ætö að vera að vænta innan skamms. -S.dór Verkfallsboðun kennara ólógmæt Verkfallsboðun Hins islenska kennarafélags var í gær dæmd ólög- mæt af félagsdómi. Ágreiningsefnið var hvórt telja bæri auð atkvæði með þegar dæmt er um hvort meirihluö þeirra sem greiddu atkvæði hefði verið samþykkur verkfallsboðun. Við atkvæðagreiðslu í Hinu ís- lenska kennarafélagi voru 464 samþykkir verkfallsboðun en 462 á móö. Auðir seðlar vom 60. í lögum um verkfallsboðun kenn- ara segir að til þess að verkfalls- boðun sé lögleg verði meirihluö þeirra sem taka þátt í atkvæða- greiðslunni að vera meömæltur verkfallsboðun. Félagsdómur lítur svo á að þar sem 60 skiluðu auðu í þessu ölfelli hafi meirihluö þeirra sem atkvæði greiddu ekki verið með- mæltur verkfaflsboðun og því sé hún ólögmæt. Þar með er ljóst að ekkert verður af verkfafli framhaldsskólakennara á þessu skólaári og munu þeir aö öllum líkindum bíða haustsins eins og félagar í Kennarasambandi ís- lands. -S.dór Vandi Flugleiða: Röng stefha fra 1981 - segir Kristjana Milla „Eför samdrátönn 1981 var fyrir- tækið þanið út án þess að skoðað væri hvort sú viðbót væri arðbær eða ekki. Ef ekki hefði komið til þessarar stefnu á síðastliðnum fimm árum þá væri ástandið ekki svona slæmt,“ sagði Kristjana Milla Thorsteinsson, stjómarmaður í Flugleiðum. Boston Consulöng Group, banda- rískt ráðgjafarfyrirtæki, kynnö stjóminni í gær niðurstöður sínar úr könnun á stöðu Norður-AÖantshafs- flugsins. Að sögn Kristjönu er Ijóst að segja verður upp starfsmönnum og draga saman seglin vegna tap- rekstrar á þessu flugi. „Þrátt fyrir að menn hafi sífellt verið að taía um mikinn launakostnaö hefur starfs- mönnum verið fjölgað jafnt og þétt frá 1981. Það má allt eins búast við því að þessi fjölgun starfsmanna gangi nú aftur.“ -gse Þyria Landhelgisgæslunnar: 300 sjómflna flug efUr veikum sjómanni Þyrla Landhelgisgæslunnar sótö veikan sjómann um borð í togarann Svein Jónsson KE í gær. Togarinn var staddur um 90 sjómílur vestur af Snæfellsnesi eða um 150 sjómílur frá Reykjavík. Óskað var eför aðstoð um klukkan 21.30 og þyrlan fór frá Reykjavík klukkan 22.25 og lenö aft- ur í Reykjavík klukkan 1.10 eftir miðnætö. Mjög vel gekk að ná veika mannin- um um borö í þyrluna. Læknir seig niður í togarann og undirbjó sjúkl- inginn. Þyrlan var aðeins 10 mínútur yfir togaranum. Slæmt veður var, norðaustan sjö öl átta vindsög. Þetta er eitt lengsta flug þyrlunnar á haf út eða samtals um 300 sjómílur. -sme Veðrið á morgun: Austanátt ogkalt áfram Á morgun verður ausflæg átt á landinu og talsvert frost, einkum norðanöl. Á Suðaustur- og Aust- urlandi má búast við-snjókomu, él verða á annesjum norðanlands og norðantil á Vestfjörðum en annars úrkomulíöð á Norður- og Vesturlandi. Eldur kviknaði í strætisvagni á biðstöð á Bústaðavegi í gær. Eldurinn kom upp i vél vagnsins. Vagninn varö fljótl alelda að aftanverðu. Farþegar og bílstjóri'komust út úr vagninum áfallalaust. Vagninn skemmdist hins vegar mikið. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.