Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 29
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 29 Hinhliðin „Er á fleygiferð að leita mér að konu/' - segir hinn eldhressi Hermann Gunnarsson Hermann Gunnars- son þarf ekki að kynna en um árabil hefur hann verið einn vin- sælasti og besti fjöl- miðlamaður okkar. Hermann stjórnaði, sem kunnugt er, afar vinsæluuL sjónvarps- þætti, „A tali njá Hemma Gunn“ og í skoðanakönnunum kom í liós að þátturinn naut óhemjuvinsælda. Hermann hefur nú dregið sig í hlé og er á leið erlendis þar sem hann verður farar- atióri í sumar á vegum Utsýnar á Spáni. I dag hélt hann reyndar tíl Irlands með íslensku keppendunum í söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva, en Hemmi verður kynnir fyrir Sjónvarp- ið þegar keppnin fer fram. Svör Hermanns fara hér á eftir Pullt nafn: Hermann Gunnarsson Fæöingardagur og ár: Sportmódel 1946, bogamaöur. Maki: Er á fleygiferö að leita mér að konu. Börn: Þrjú. Bifreið: Bens 280 sport, 1984. Starf: Fjölmiðlafrík. Laun: Agæt, þakka þér fyrir. Áhugamál: Fiölmörg og margvís- leg, íþróttir og náttúrudýrkandi. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottói? Náði einni, en hef alltaf verið sérlega óheppinn í spil- um og líka i ástum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera ég sjálfur á ferð og flugi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna snemma á morgnana. Hinhliðin Stefán Kristjánsson Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig? Það er efni i heila bók. Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með skorpu hjá mömmu. Uppáhaldsdrykkur: ísköld létt- mjólk, þar hefur orðið á breyting. Hvaða íslenskur íþróttamaður er fremstur í dag? Þeir eru tveir, ann- ars vegar Ásgeir Sigurvinsson og hins vegar Einar Vilhjálmsson. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Fallegasta kona sem þú hefur séð: Þær eru margar. Skotin í einni en hún veit ekki af þvi, ég hef ekki þoraö að hringja í hana. Þá eru þær fóngulegar, Hófi og Anna Margrét, þær eru alveg dúndurstelpur. Hlynntur eöa andvígur rikisstjórn- inni: Telst hlynntur henni. í hvaða sæti hafnar ísland í hand- knattleikskeppni ólympíuleik- anna? Við verðum í 7. sæti. í hvaöa sæti hafnar íslenska lagiö í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva? Það verður í tíunda sæti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Þessa konu sem ég þori ekki að hringja L Uppáhaldsleikari: Ómar, Laddi og Bessi. Uppáhaldssöngvari: Verðum að halda okkur við valsarann Stefán Hilmarsson. Uppáhaldsstjórnmálamaöur: Þor- steinn Rálsson. Hlynntur eða andvigur bjórnum: Hlutlaus. Hlynntur eða andvigur veru vara- arhðsins hér á landi: Frekar andvígur, en ef þeir verða til friðs þá mega þeir vera hér. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð2? Ég horfi lítið á sjónvarp en þó meira á Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan var best en í dag er jafntefli hjá henni og Stjörnunni. Uppáhaldsútvarpsmaður: Það var Sigurður Sigurðsson en í dag er það Ásgeir Tómasson. Uppáhaldsskemmtistaður:' Hótel Saga, Hótel ísland og Broadway. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur og það kemur á óvart. Að hverju stefnir þú á árinu? Halda áfram að vera í góðu skapi og ferð- ast mikið. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- ’ inu? Verð á Spánií sumar, Kóreu og Kína í haust og eyði svo sum- arfríinu á íslandi í rigningunni í ágúst. -SK Akureyri Félagsmálastofnun Akureyrar leitar að félagsráðgjafa eða sálfræðingi til starfa nú þegar. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Nánari upplýsingar veita deildarstjóri ráðgjafardeildar og félagsmálastjóri í síma 96-25880. Félagsmálastjóri Akureyrar FJÁRFESTINCARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavik AÐALFUNDUR Fjárfestingarfélags íslands hf. árið 1988 verður hald- inn á Hótel Holiday Inn fimmtudaginn 5. maí nk. kl. 16 DAGSKRÁ 1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. sam- þykkta félagsins 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Reikningar félagsins ásamt endan- legum tillögum liggja frammi á skrif- stofunni viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiða ber að vitja á skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 7, 4. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga fyrir að- alfund og á fundardegi. Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf. ÓDÝR SUMARDEKK! mGUMMiMHiisimifm 70 SERIES MiÁk^xfHpdÉát ‘öbSH ’;4 J85SH ’feb 'J. 175/70 SR 1 185/70 SR 1 13 ___________13 185/70 SRJ£ 14 14 195/70 SR 205/70 SR VERÐ m/söluskatti 2015 2220 - 2265 2385 - 2775 - 3040 2940 - 2845 - 2930, - 3010 185/60 SR 14 195/60 SR 14 205/65 SR ib 3325 - 3600- 4200, - 4515 4840 Réttarháls 2 • Skipholt 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.