Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 1988.
17
DV
Lesendur
Heimavinnandi húsmóðir:
Forréttindahópur
íslensks þjóðfélags
Ein útivinnandi skrifar:
Ég er alín upp á þeim tíma þegar
hin svokallaöa heimavinnandi hús-
móðir var til. Breyttir tímar, breytt
þjóðfélagj Nú eru flestallar konur
sem vinna utan heimilis. Sumar vilja
það. Aðrar verða að vinna utan
heimilis til þess að endar nái saman.
Líklega verður meirihluti kvenna
að vera úti á vinnumarkaðinum þótt
svo að þær vilji vera heima. Mér
hefur oft dottið í hug hvort þessar
svokölluðu heimavinnandi húsmæð-
ur meti þau forréttindi sem þær,
makar þeirra og böm njóta vegna
þessa. Verður þeim aldrei hugsað til
okkar hinna sem vinnum allan dag-
inn utan heimilis, erum hlaupandi í
matartímanum eða rétt fyrir lokun
til þess að kaupa inn eða útrétta?
Þetta er jú eini tíminn sem viö höfum
til þessara liluta.
Síðan er komið heim í einum
spreng og auðvitað verðum við líka
að elda o.s.frv. Það er algjör lúxus
að vera búin að þvo upp og ganga frá
áður en fréttir byija. Maður reynir
eftir fremsta megni að ná þeim vegna
þess að ekki er svo mikill tími til lest-
urs dagblaða. Þeim er oft safnað
saman, síðan hugsar maður að það
hljóti að verða tími um helgina til
þess að líta yfir eitthvað af þeim. -
En oftast enda þau í tunnunni ólesin.
Á mínu heimili voru keypt tvö dag-
blöð. Ég var þeirri stundu í'egnust
þegar öðru þeirra var sagt upp. Það
tók þá allavega ekki þann tíma frá
manni eða gerði mann ergilegan yfir
að hafa ekki tíma til að líta í það.
Nú, helgamar eiga að vera okkar
frítími. Það fer nú yfirleitt á annan
veg. Þá er nóg að gera við það sem
maður kemst ekki yfir alla vikuna
og undirbúa fyrir næstu vinnuviku.
Mér finnst persónulega að eftir 8
stunda vinnudag (sem oftast er
„Þakkið ykkar sæla fyrir að fá að verða þessara forréttinda aðnjótandi,"
segir bréfritari m.a.
lengri) taki önnur vinna við. En þá
vantar bara stimpilklukkuna - sem
betur fer!
Ég heyri sumar konur segja: Ég er
bara húsmóðir! Hvers vegna segja
þær það? Þær sögðu þetta ekki í eina
tíö. Þá var líka vinna og mikil vinna
aö vera húsmóðir. Þá var þvegið á
þvottabretti og ekki bara það heldur
þurfti líka að útbúa sápuna sem hún
þvoði með sjálf. Hvað skyldu vera til
margar sáputegundir á markaðinum
í dag?
Það er oft erfitt að velja á milli. Þaö
sem ég yildi sagt hafa er þetta: þið
sem heima sitjið, þakkiö ykkar sæla
fyrir að fá að verða þessara forrétt-
inda aðnjótandi. - Hlutskipti okkar
hinna er ekki eftirsóknarvert.
Verðl verkfall sem lengst
Þórdís hringdi: hér á félagssvseðinu. Auövitaö tap- verkfall skaU á, hef ekki geð í mér
Ég er ein þeirra sem ekki er ar maður launum við þetta og þau til að stunda starf þar sem sífellt
hlynnt verkfóllum að ööru jöfnu vinnast aldrei upp aftur þótt ein- er viðbúiö að maður þurfi að hætta
og tel það neyðarúrræði að þurfa hver launahækkun náist. vegna ómerkilegra deilna rnn ein-
að grípa til þeirra, svo mikiö neyð- Reyndar tapar rnaður svo miklu, hverja smáaura sem eiga að fást
arúrræði að það sé ekki réttlætan- .„ef verkfall stendur t.d. aUt að út ur verkfalU sem enginn veit hve
legt fyrr en eftir margra vikna, tveimur vikum, að þaö borgar sig lengi kann aö standa.
jafnvel margra mánaða, árangurs- ekki að fara aftur tíl vinnu, nema Óskandi er að verkfaUiö standi
lausar samningatílraunir. fyrir þá sem sjá sér og sínum far- bara sem lengst fyrir þá sem virð-
EnnúerkomiðverkfaUhjáversl- borða aö fullu meö vinnu sinni. ast njóta þess að vera í verkfaUi,
unarfóUö hér í Reykjavík þótt Þannig er ekki ástatt um mig þar stunda verkfallsvörslu og koma
aðeins hafi UtUl hluti aUra félags- eð eiginmaður minn vinnur fulla fram i sjónvarpi og útvarpi með
manna samþykkt þá aögerð. Ég er vinnu við óskylda starfsemi. Ég hef hótanir eöa áskoranir um aö vera
ein þeirra sem varð að leggja niður því ákveöið aö nota tækifærið og ekkiað störfum.
vinnu þar sem ég vinn á skriffitofu hætta alveg vinnu .úr því þetta
Akureyri
Félagsmálastofnun Akureyrar leitar að félagsráðgjafa
eða sálfræðingi til starfa nú þegar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk.
Nánari upplýsingar veita deildarstjóri ráðgjafardeildar
og félagsmálastjóri í síma 96-25880.
Félagsmálastjóri Akureyrar
22. LANDSÞING
SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldið dagana 27.-29. maí nk. Þingsetning
verður í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 27. maí
kl. 3 síðdegis, að lokinni guðsþjónustu í Neskirkju
kl. 2 sama dag.
y Stjórn SVFI
\
\ / MMa íslenskar getraunir
V ■■■ Iþróttamiöstððinni v/Sigtún • 104 Reykjavík • Island • Simi84590
GETRAUNAVINNINGAR!
34. LEIKVIKA 23. APRÍL 1988.
VINNINGSRÖÐ 11X - XXX - X1X - X21
1. VINNINGUR KR. 875.518,56 flyst yfir á 35. leikviku
þar sem engin röð kom fram með 12 rétta.
2. VINNINGUR, 11 RÉTTIR, KR. 219.604,-
1129
Ksrufrestur er tll mánudagsins 16.05. 1988 kl. 12.00 á hédegi.
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acuþunchurmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, síml 68-77-02.
VSIA
ik
Velflestir íslendingar, sem hafa
sótt heim suðrænar sólar-
strendur, hafa farið á flamenco-
danssýningar. Ekki allsfyrir *
löngu hófst kennsla í þessum
suðræna dansi í Kramhúsinu
og DV-leit þar inn og rabbaði
við Concha Pinós Lópés,
spænska konu sem kennir
flamenco.
í Lífsstíl á morgun kynnumst
við þessum suðræna dansi ögn
nánar.
Gleraugu hafa tekið nokkrum
breytingum síðastliðin ár. Úr-
valið hér á landi er nokkuð
fjölbreytt, sérstaklega hvað
varðarkvengleraugu. Kárlmenn
virðast vera íhaldssamari í vali
sínu á umgjörðum og endur-
speglar úrvalið það.
DV kynnti sér hvað væri í tísku
í gleraugnaumgjörðum á ís-
landi í dag og kannaði verðið.
Lesið allt um gleraugu í Lífs-
stíl á morgun.