Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. 31 Lífestm Hér er dæmi um' það hvernig ekki skal skilja eftir greinarstubba. Klippa skal alla greinina af, eins og verið er að gera, og loka siðan sárinu með málningu. sem er talsvert mikið. Vaxtar- hraði þessa runnagróðurs er þó mestur í öxlum runnans ef svo má segja. Þar nær birtan og sólarljósið helst til plöntunnar, þar af leiðandi vex plantan mest þar. Þessu verður að mæta með aukinni áherslu í klippingu á þessum stöðum til þess að runninn veröi sem jafnastur. Ágætt er aö hafa í huga við klippingu að forma runnann þannig að hann verðistrýtulaga með rúnnaðan koll. Þannig er stuðlaö að því að ljósið náist niður með hliðum plöntunnar. Annað sem vert er aö hafa í huga við klipppingu er að það er í góðu lagi að runnar séu örlítið berangurslegir um vegna er meiri ástæða til þess að mæla heldur með betra for- varnarstarfi heldur en úðun þó þess háttar framkvæmdir forði okkur vissulega frá ágangi skordýra." Fáðu hjálp við skipulag garðsins - Hvert er best aö leita til að fá ráð um uppsetningu eða al- menna umhirðu garða ? „Þaö má til dæmis gera með því að leita tO skrúögarðyrkju- manna. Það er fyllsta ástæða til þess að fá einhvern kunnugan til þess að líta yfir skipulag nýrra garða. Síðan er aftur ráð- legt að fá sama mann aftur á Hér sést hvernig ráðlegast er að standa að klippingu runna sem ekki eru mjög hávaxnir. Garðyrkjumað- urinn klippir yfir runnann, þannig aö þá hlið sem fjær honum er klippir hann fyrst og snýr klippunum öfugt og beinir þeim á ská niður á við. Áhersla á axlir runna í klippingu - Hvað ber helst að hafa í huga við klippingu algengasta runnargróðursins? „Víðitegundir eru algengast- ar og það er óhætt að fullyrða að fólk má vera óhrættviö að khppa þær tegundir. Vaxtar- hraði algengustu víðitegunda getur verið frá 50-150 cm á ári stundarsakir því gróður leitast alltaf sjálfur við að verða sem þéttastur aftur. Það veröur bara að gæta þess að gróðurinn nái sem best að næra sig.“ Ræktun afklippa - Hvaða afklippur er best að nýta? „Afklippur víöitegunda og aspar þess fagra og ilmandi trés er óhætt að mæla með að nýta sér til ræktunar nýrra runna eða trjáa. Maður klippir niður 15-20 cm langa sprota og sting- ur niður í jarðveginn með 10 cm millibili svo þessar smáu af- klippur hlúi h ver að annarri. Eins og áður sagði vex víöirinn hratt á ári hverju. Þess vegna verður eftir 2-3 ár aö færa plön- turnar til svo þær verði ekki of þéttar. í því tilfelli er ráðlegt að fjarlægja aðra hverja plöntu. Sé hins vegar um að ræða t.d. þrjár aspir eða plöntun trjáa yflrleitt er ráðlegt að fjarlægja tvær ystu plönturnar og setja annars staðar. Fylgist með óhreinindum - Hvemig er bestað stuðla að sem eðlilegustum vexti gróð- ursins? „Það má segja að fái móðir náttúra að njóta sín séum við á grænni grein. Ef gróðurinn fær nægilega næringu í gegnum áburð og birtu þá er minnst hætta á því að óhreinindi eins og lús eöa maðkur fái að vaða uppi. Við byggjum upp ónæmi- skerfi plantnanna með re'glu- legri áburðargjöf. Það liggur í augum uppi að vel nærð planta er best í stakk búinn til þess aö verjast ágangi skordýra og ann- arra vágesta. Það er fyllsta ástæða til þess að athuga strax og gróðúr fer að laufgast að fylgjast með hvort eitthvað óæskilegt sæki í plöntumar." - Er nauösynlegt að úða ef óhreinindi sækja í gróðurinn? „Best er auðvitað aö sleppa við að úða því úðun er öllum illa við, enda ekki í takt við náttúruna, ef svo má segja. Þess kannske 3ja ára fresti með til- Uti til áburðargjafar klippingar og annars. Gera verður ráð fyr- ir aö endurskipuleggja þurfi staðsetningar runna og trjá'a, stækka beð og minnka grasflöt og fleira í þeim dúr. Gróðurinn er oft fljótur að stækka og þá verður að færa plöntur til eöa fjarlægja alveg svo ekki verði ofþéttsetið í garðinum. I nýjum görðum er oft mjög mikið af plöntum sem gera verður ráð fyrir að hverfi ein- hvern tíma. í því sambandi vil ég benda fólki á að vera sann- gjarnt við hvert annað og flytja á milli garða frekar en að henda eða setja á staöi þar sem plönt- um er ofaukið," sagði Jóhann. -ÓTT Leggja skal áherslu á að klippa af öxlum runna þar sem vöxturinn verður mestur. Ljósið nær alltaf best til axla runnanna, þvi verður vöxturinn öflugastur þar og því skal varast að runnin nái að breiða of mikið úr sér á þeim stöðum. Sólstofu- og sumarbústaðahúsgögn, • • iii TM-HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 GARDURINN ÞINN VERÐUR ..GÖTUPRÝÐI EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ MEÐ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 691600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.