Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. 5 Viðtalið dv Fréttir Blaðamennsk- an þriðji háskólinn Nafn: Brynjólfur Helgason Aldur: 36 Staða: Aðstoðarbankastjóri „Helsta áhugamál mitt er fram- kvæmd góðra hugmynda. Bæöi mínar eigin og annarra - hvort sem er i vinnunni eða prívat,“ segir Brynjólfur Helgason, ný- settur aðstoöarbankastjóri Landsbankans. Brynjólfur er fæddur í Reykja- vík í ágúst 1951, sonur Helga Tómassonar sem var yfirlæknir á Kleppi og Ragnheiöar Brynj- ólfsdóttur konu hans. Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður er hálfsystir Brynjólfs en önnur systkini hans eru Tómas Helga- son læknir.og Bjarni Helgason doktor í jarðeðlisfræði. Eigin- kona Brynjólfs er Hrönn Krist- insdóttir. Framhaldsnám í Frakklandi Brynjólfur Helgason útskrifað- ist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1977 og hóf störf þjá hagdeild Landsbankans að loknu prófi. Nokkru síðar fór hann í framhaldsnám til Frakk- lands þar sem hann tók NB A próf í rekstrarhagfræði frá Insead- skólanum í Fountaine bleau, litlum bæ fyrir utan París. Eim sem komið er, er hann eini ís- lendingurinn sem hefur stundað nám viö þennan skóla. „Þetta var spennandi og skemmtOegur tími og hafði skólinn að mínu viti marga kosti fram yfir sambæri- le'ga skóla annars staðar. Kennsl- an fer aö talsveröu leyti fram á ensku en einnig á frönsku og þýsku svo þarna er meirihluti nemenda útlendingar. Utlending- arnir voru því ekki minnihluta- hópur eins og oft vill verða. En félagsskapurinn og smæð bæjar- ins stuöluðu að góðri samvinnu.“ Þegar Brynjólfur kom heim frá Frakklandi kom hann aftur til starfa hjá hagdeild Landsbank- ans. Þegar Markaössvið bankans var stofnað í desember 1984 var hann ráðinn framkvæmdasfjóri þess og í þessum mánuði var hann svo settur aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans. Brynjólfur er einnig í stjórn Lýsingar hf. sem er fjármögnunarfyrirtæki sem Landsbankinn er stór hluthafi í. Ljósmyndari og blaðamaður Blaðamennska er Brynjólfi ekki alveg ókunn því eftir stúd- entspróf hóf hann störf þjá Morgunblaðinu, sem Ijósrayndari og blaðamaður. „Ég vann fullt starf á sumrin en var í aukavinnu á veturna. Að sumu leyti finnst mér að starf mitt á Morgunblaö- inu hafi veriö þriðji háskólinn sem ég hafi gengið í. Þessi skóh, undir stjórn þeirra Matthíasar og Styrmis, er minn besti skóli og hetöi ég ekki viljað missa af hon- um. Auk þess var þetta starf mjög spennandi en mér fannst dáhtiö óráölegt að velja það sem ír amtíð- arstarf þar sem maður vissi aldrei hvenær maöur kæmi heim á kvöldin eða hvort maöur ætti að mæta í stígvélum eöa burstuð- um spariskóm." -JBj Spumingakeppni framhaldsskóla: Menntskælingar sættast Deila mihi menntskælinga, sem kviknaði eftir úrslitaleikinn í spurn- ingakeppni framhaldsskóla í sjón- varpinu á fóstudag, er nú leyst. Dehan stóð um hvort lið MR eða MS hefði unnið keppnina. Ástæða þess var að þegar MR-ingar ætluðu að þekkjá 10 andlitsmyndir, þar sem mátti nefna 12 nöfn, urðu dómara á þau mistök að hann tók orðið af lið- inu þegar 11 nöfn höfðu verið nefnd og reyndust aðeins 9 rétt. Þetta þótti MS-ingum að vonum hart þar sem þeir hefðu unnið keppnina ef svar MR hefði verið ófullnægjandi. Vernharður Linnet, umsjónarmað- ur þáttarins, sagði í samtali viö DV að eftir keppnina hefði verið haldinn fundur með báðum liðum, liösstjór- um, framkvæmdastjórum útvarps og sjónvarps, auk þeirra sem unniö hafa að þáttunum. Myndband af þættin- um var skoðað og kom þar berlega fram að orðið var tekið af liö MR áður en þaö hafði lokið svarinu. Það veit því enginn hvort spurningunni hefði verið rétt svarað ef liðið hefði fengið að telja upp öh nöfnin. Hins vegar hafði liö MS aðeins 7 nöfn rétt í þessari spurningu. „Lið MS hefur sætt sig viö þessi úrsht en þótti þetta auðvitaö mjög hart, sérstaklega þeg- ar tillit er tekið til þess að í fyrra tapaði liðið fyrir Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti með eins stigs mun og þar kom upp vafaatriði með eina spurningu. En þessi spurninga- keppni er ólík öllum öðrum þar sem hún er miklu hraðari. Þess vegna geta alltaf orðið mistök. Að mínu viti er þessi liður í keppninni meingallað- ur og býst ég viö að honum verði breytt fyrir næstu keppni,“ sagði Vernharður. -JBj Legg blátt bann við að vísumar fari á prent - segir Flosi Ólafsson „Ég legg blátt bann við að vísurnar minar úr þáttunum verði gefnar út á prenti. Til þess þykir mér allt of vænt um þær,“ sagði Flosi Ólafsson hagyröingur í samtali við DV. En sem kunnugt er var Flosi valinn at- hyglisverðasti hagyrðingur á íslandi á sunnudagskvöld í spurningaþætti Sjónvarpsins, Hvað heldurðu? Flosi sagði að um þessar mundir stæðu yfir fundir á heimih hans um hvort fjölskyldan myndi halda tí- kinni Erótík sem honum var færö aö gjöf í þættinum. Bjóst hann við að það tæki langan tíma að komast að niðurstöðu. Á meðan dvelur Eró- tík heima hjá fyrri eiganda. -JBj Vegagerð í vanda: Ólystugt, lltið eða eitrað gras em vopn vísindanna gegn ásókn fjárins í vegarkanta Vegagerð ríkisins mun þurfa að bíða enn um sinn eftir óæta grasinu sem þeir vonast eftir frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, að sögn Áslaugar Helgadóttur sem vinnur að þessum tilraunum. Eins og greint var frá í DV í gær bindur Vegagerðin vonir við að hægt verði að fæla roll- urnar af vegarköntunum með ólyst- ugu grasi. Rannsóknin hefur hingað til mið- ast að því að kortleggja smekk rollunar. Komið hefur í ljós aö henni geðjast misjafnlega að hinum ýmsu tegundum túnvinguls og þykir ís- lenska snarrrótin ekkert sælgæti en samt sem áður étur hún þetta allt. Þá hafa vísindamennirnir haft eitr- aðar tegundir eins og lúpínu í sigtinu en gallinn við hana er sá að rollan étur hana meðan hún er ung og th- tölulega lítt eitruð. Það er ástæðan fyrir þvi að engin lúpína sést utan girðingar. Þá hafa vísindamenn leitt hugann að sauðvingli og blávingli en þessar jurtir hafa þann ko'st að þær gefa litla uppskeru og yrði því rollan fljótt frá aö hverfa eftir átiö á vegar- köntunum. -gse Flosi Olafsson og kona hans, Lilja Margeirsdóttir, meó eitt verðlaunahús- dýrið. Köttinn Gretti fékk Flosi i verðlaun fyrir kveðskap sinn á Húsavik. DV-mynd KAE Setfoss: Mjólk enn óskömmtuð Regína Thoiarensen, DV, Selfosá: Verslunin Hornið, Tryggvagötu 40 hér á Selfossi, er einkaverslun þeirra hjóna Helgu Jónsdóttur og Gunnars B. Guðmundssonar. í gær fór ég þangað til að kaupa mjólk og var þar margt um manninn. Fólk í biðröðum en ánægt vegna þess að þar fékkst óskömmtuð mjólk. Ekki er þó hægt að reikna með að það standi lengi en hins vegar má geta þess að fólk hér bjóst alls ekki við verkfalli hjá versl- unarfólki. í Horninu er mikið úrval vara þrátt fyrir lítiö húsnæöi en þar er öllu haganlega fyrirkomið. Snyrti- mennska mikil. í gær voru hjónin við afgreiöslu og heldur þreytt. Þar eru á launaskrá 15 manns og er þar opið alla daga vikunnar frá kl. 7.30 til 23.30 svo þar er unnið á vöktum. Fólk í sumarbústöðum í Grímsnesi metur þessa þjónustu vel og einnig heimafólkið. Verslunin var stofnuð 1985. Fiskvinnslan á Vestfjoröum: Fellið geng- HVAÐ ER FRAMUNDAN í EFNAHAGSAÐGERÐUM? VÆRIEKKI RETT AÐ KAUPA NYJAN BIL A GOÐU VERÐI? ið strax Fundur í Félagi fiskvinnslustöðva á Vestíjörðum í fyrrakvöld sam- þykkti ályktun þar sem stendur: „Verðlækkun á erlendum mörkuð- um samhliða mikhli veröbólgu hefur kippt stoðunum undan þeirri gengis- stefnu sem fylgt hefur veriö. Fundur- inn telur óhjákvæmilegt að stjórnvöld grípi nú þegar til aðgerða sem komi í veg fyrir stöövun útflutn- ingsframleiðslunnar, sem nú blasir við. Fundurinn telur að rekstrar- vandi sjávarútvegsins veröi ekki leystur nema verðmyndun á gjald- eyri verði gefin frjáls." Á fundinum komu upp raddir um að stöðva frystihúsin. Ekki var geng- ið th atkvæða um þær tillögur. -gse Nýir Mazda 626,2000 árg. 1988 framdrifnir með vökvastýri og ýmsum öðrum aukahlutum. Okkar verð frá kr. 630.700,- HAG-PORT Söluaðili: Keflavík BILASALAN BUK Skeifunni 8, simar, 68-64-77 og 68-66-42

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.