Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
9
Utlönd
Leiötogi stjórnarandstöðuflokksins Flokks friðar og frelsis, Kim Dae Jung, var sá sem mest vann á í kosningunum
í Kóreu í gær. Simamynd Reuter
Tapaði þingmeirihluta
Lýðræðislegi réttlætísflokkur Roh
Tae-Woo, forseta Suður-Kóreu, tap-
aði þingmeirihluta' í kosningunum
sem fram fóru í landinu í gær. Eftir
að úrshtin voru ktínn hvatti Roh
stjómarandstöðuna til samstarfs við
hann til þess að pólítísk ringulreið
kæmist ekki á.
í kosningunum var það Kim Dae-
Jung, leiðtogi stjómarandstöðunnar,
sem mest vann á. Flokkur hans nefn-
ist Flokkur friðar og frelsis. Þegar
um 90 prósent atkvæða höfðu verið
tahn virtist sem stjórnarflokkurinn
bæri sigur úr býtum í aðeins 86 af
224 kjördæmum.
Samkvæmt ríkissjónvarpinu verð-
ur 38 þingsætum úthlutað til stærsta
flokksins en það nægir ekki stjómar-
flokknum tíl að fá þau 150 sæti sem
þarf til að tryggja meirihluta á þing-
inu. Samtals eru þingsætin 299.
Roh forseti, sem tók við völdum
fyrir tveimur mánuðum, viður-
kenndi að úrslit kosninganna myndu
gera honum erfitt fyrir en lofaði að
verða við óskum fólksins.
Semja ekki um gíslana
Bjami Hinriksson, DV, Boideaux:
Ástandið á Nýju Kaledóníu, einni
af þeim eyjum í Kyrrahafinu sem th-
heyra Frökkum, er áfram mjög
slæmt og ekki líklegt að það batni á
næstunni. Á mánudaginn lést ung,
innfædd stúlka þegar lögreglu og
sjálfstæðissinnum lenti saman og
sömiheiðis lést ungur kynblendingur
á sjúkrahúsi af skotsárum sem hann
hlaut í svipuðum átökum.
Á eyjunni er tæpur helmingur íbúa
innfæddir Kaledóníubúar en Evr-
ópumenn, sérstaklega Frakkar, eru
fjölmargir auk þess sem talsvert er
um Asíubúa annars staðar frá.
Meirihlutí innfæddra vhl sjálfstæði
og hefur sniðgengið bæði fyrri hluta
forsetakosninganna sem og kosning-
arnar á síðasta ári þegar íbúar
eyjunnar völdu á milli sjálfstæðis og
að vera áfram hluti Frakklands..
Morðin á lögreglumönnunum fjór-
um í síðustu viku og gíslataka
tuttugu og sjö þeirra sýna örvænt-
ingu innfæddra og að sjálfstæðis-
hreyfing þeirra, sem hingað til hefur
sóst eftir að leysa deilumál með við-
ræðum, telur sig nú þurfa aö beita
öðrum aðferðum. Ellefu gfslanna
hefur nú verið sleppt.
Bemard Pons, ráðherrann sem sér
um yfirráðasvæði Frakka utan
Frakklands, kom th eyjunnar í fyrra-
dag og hefur lýst því yfir að ekki
verði samið við gislatökumennina og
að engra breytínga sé að vænta í
stefnu stjórnarinnar hvað snertir
málefni sjálfstæðissinna. Hann hefur
jafnvel ýjað að því að samtök þeirra
verði leyst upp.
Francois Mitterrand forseti hefur
beðið um að kosningarnar um helg-
ina verði dæmdar ómerkar á Nýju
Kaledóníu sökum óeirðanna sem
komu í veg fyrir að alls staðar væri
hægt að kjósa. Dómsyfirvöld munu
taka afstöðu th beiðni forsetans nú í
dag.
Andstæðingar forsetans segja hann
einungis gera þetta vegna þess aö
Chirac forsætisráðherra hafi hlotið
meirihluta atkvæða á eyjunni. Hvað
sem því líður er ástandið á Nýju
Kaledóníu vopn í höndum Mitter-
rands í kosningabaráttunni gegn
Chirac þótt hann megi passa sig að
ganga ekki of langt í gagnrýninni því
ástandið núna minnir óþyrmilega á
óeirðirnar 1984 á eyjunni en þá voru
sósíalistar við stjórn. Eins og er virö-
ist endurkosning Mitterrands vera
eina vonin th að hægt verði að leysa
deilumálin á Nýju Kaledóníu á frið-
samlegan hátt.
EHur í greipaldinum
Ávaxtasali í Róm með greipaldin sem nú er bannað að selja á Ítalíu. Eitur
reyndist vera i nokkrum greipaldinum á ávaxtamarkaði i Róm en þau voru
könnuð eftir að hryðjuverkasamtök tilkynntu að greipaldin, og sérstaklega
þau sem innflutt eru frá ísrael, væru baneitruð. Simamynd Reuter
Bjami Hmiiksson, DV, Bordeaux:
Ráðherra hehbrigðismála á Ítalíu
hefur bannað sölu á greipaldinum í
gjörvöllu landinu og varað almenn-
ing við að neyta þeirra sökum ótta
um að ávextirnir hafi verið eitraðir
af hryðjuverkasamtökum. Þessi
samtök, sem hingaö til hafa ekki
komið við sögu á Ítalíu, virðast fyrst
pg fremst berjast gegn gyðingum og
ísrael.
Yfirvöldum bárust símleiðis þau
skilaboð frá hryðjuverkamönnunum
að öll greipaldin í landinu, sérstak-
lega þau sem flutt eru inn frá ísrael,
væru baneitruð og hættuleg neyt-
endum. Við könnun reyndust
nokkrir ávextir eitraðir.
Hryðjuverkamennirnir eiga að
hafa komið eitrinu fyrir í ávöxtunum
en hingað til hafa ekki borist fréttir
af neinum dauðsfóllum sökum þessa.
Ávaxtakaupmenn í Róm komu af
fjöllum þegar sjónvarpsmenn rann-
sökuðu þetta mál. Vildu þeir ekki
kannast við að neitt hefði verið bann-
að en viöurkenndu hins vegar ögn
dræmari sölu á greipaldinum síðustu
daga.
Vinnudeilur í Nicaragua
Stjómarandstaðan í Nicaragua
sakaði í gær ríkisstjórn landsins
um að hafa ekki staðiö við skuld-
bindingar sínar um að binda enda
á verkföll í landinu. Segir stjórnar-
andstaðan að með því hafi stjórn-
völd stöðvað viðræður um úrbætur
í stjómmálum landsins.
Talsmenn fjórtán stjórnarand-
stöðuflokka í Nicaragua sögöu i
gær að umræöur um úrbætur
hefðu stöðvast vegna þess að ekki
hefði verið staðið við loforð sem
byggingaverkamönnum og verka-
mönnum i bifreiðaiðnaði hefðu
veriö gefm.
Stjórnvöld saka verkamennina hins vegar um ofstopa í kröfugerð og
segja að kröfur þeirra myndu raska éfnahagslegu jafnvægi landsins ef
að þeim yrði gengiö.
Tuttugu og sex verkfallsmenn hófu í gær hungurverkíah í Managua,
höfuðborg landsins, th þess aö ítreka kröfur sínar um launahækkun.
Fyrr í gær réöust stjórnvöld í Nicaragua harkalega aö Bandaríkjamönn-
um fyrir þá ákvöröun þeirra að framlengja um eitt ár til viðbótar
viöskiptabann gegn Nicaragua. Segja Nicaraguamenn ákvörðun þessa
sýna aö Bandaríkjamenn vhji koma í veg fyrir árangur af friöarviðræðum
inhli stjómvalda og kontraskæruliða.
Hárfögur Sovéthetja
Sovéskar konur keppa nú af
hörku um titilinn fegursta kona
Sovétríkjanna og eru um þessar
mundir haldnar héraðakeppnir og
borgarkeppnir vís vegar um Sovét-
ríkin.
Stúlkan á meðfylgjandi ljósmynd
er ein þeirra sem keppir um titilinn
ungfrú Moskva. Myndin var tekin
þegar hún var að undirbúa sig und-
ir að ganga fram fyrir dómendur í
keppnimú. Stúlkan mun vera meö
mesta hár ahra keppenda og sjá
má að hún ætlar aö láta hárið njóta
sín sem best enda til mikils að
vinna.
Fegurðarsamkeppnir eru fremur
nýjar af nálinni í Sovétríkjunum
Hún var með mest hár allra kepp-. endahafayfirvöldkommúnistaþar
enda. simamynd Reuter ílandi haftáþeimandúðtilþessa.
Gátu stödvað árásina
Særður israelskur hermaður fluttur á sjúkrahús eftir átök við palest-
ínska skæruliða.
Simamynd Reuter
ísraelskur þingmaður gagnrýndi í morgun harðlega lögreglu landsins
sem hann sagði að hefði átt að geta komiö í veg fyrir árás arabískra skæru-
liða á langferöabifreið í síðasta mánuði en í árásinni létu þrir ísraelar lífið.
Þingmaöurinn sagði að skænhiðarnir hefðu tekiö bifreið af óvopnuðum
ísraelskum hermönnum og heföu þeir ekið í gegnum vegatálma lögregl-
unnar áður en þeir tóku langferðabifreiðina.
Einn lögreglumaður skaut á skæruliöana þegar þeir óku í gegn en hitti
ekki. Byssa annars stóð á sér og hinn þriðji reyndi ekki að grípa th vopna.
ísraelar ráku í gær úr landi sex palestínska skæruhða sem þeir tóku
um borð i flutningaskipi frá Honduras fyrir ftórtán mánuðum.
Að sögn útvarps ísraelska hersins höfðu mennirnir afplánað fangelsis-
dóma sína.
Palestinskir skæruliöar reyndu í gær að ráöast inn í ísrael óg felldu
þeir tvo ísraelska hermenn í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrír skæru-
liðar féhu einnig.
Tilboð um samdrátt
Sérstök nefnd fulltrúá frá aðíld-
arríkjum OPEC, samtaka olfu-
framleiösluríkja, kemur saman í
dag til að raeða tilboð frá þeim olíu-
framleiösluríkjum sem ekki eiga
aðild að samtökunum, um að þau
dragi saman framleiðslu sína. Th-
boð þetta felur í sér fimm prósent
samdrátt í olíuframleiðslu þessara
ríkja en samdrátturinn er Uður í
tilraunum þeirra til að hækka olíu-
verð að nýju.
Tilboðið var lagt fram í Vfn í gær
að loknum fyrsta degi funda þess-
ara tveggja ríkiahópa.
Embættismenn trá OPEC-rikjum
ræða málln á fundi i gær.
Símamynd Reuter