Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆIAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Fastgengisstefnan Fundur framsóknarmanna á laugardaginn tók ekki af skarið um ríkisstjórnarsamstarfið. Hann markaði heldur ekki neina fastmótaða stefnu um efnahagsað- gerðir. Ræðurnar voru út og suður, mest froðusnakk um ástandið, lýsingar á því, frekar en úrlausnir. FlokksráðsfundUr Alþýðuflokksins var að þessu leyti mun afdráttarlausari, vegna þess að Jón Baldvin Hannibalsson hafði þó kjark til að verja fastgengisstefn- una fram í rauðan dauðann og leggja fram sínar hugmyndir um þá uppstokkun sem óhjákvæmileg er á ýmsum öðrum sviðum efnahagslífsins. Báðir þessir flokkar töldu ástæðu til að efna til um- ræðna meðal flokksmanna í æðstu stofnunum flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hélt hins vegar engan stórfund um þessa helgi og úr þeim herbúðum hefur lítið heyrst annað en loðnar og endurteknar vangaveltur um alvar- legt ástand. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa áhuga á neinu frumkvæði í þeirri umræðu, sem nú fer fram um efnahagsmálin. Formaðurinn, Þorsteinn Páls- son, er látinn einn um það að hafa skoðun og hendur hans eru bundnar vegna stöðu hans sem forsætisráð- herra. Aðrir þegja. Enda þótt vandamálin séu mörg og mikil eru það eink- um tvö atriði sem skera sig úr. Viðskiptahallinn er geigvænlegur og staða útflutningsatvinnuveganna er enn ískyggilegri. Gildir það ekki einasta um fisksöluna heldur um ullarútflutninginn og annan iðnaðarútflutn- ing. Hvoru tveggja á rætur sínar að rekja til gengisstefn- unnar. Fast gengi krónunnar hefur annars vegar leitt til gjaldeyrisútsölu hér heima og mikils innflutnings. Hins vegar til versnandi samkeppnisstöðu útflutnings- atvinnuveganna sem fá rýrari gjaldeyri fyrir söluvöruna á sama tíma og framleiðslukostnaðurinn vex innan- lands. Spurningin snýst því um það, hvort genginu skuli haldið föstu áfram eða ekki. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur gert það að megingrundvelli stefnu sinnar að við- halda föstu gengi. Þessi stefna bar árangur meðan verð erlendis fór hækkandi, hún skapaði stöðugleika fyrir íslensk fyrirtæki og jók innlendan sparnað. Hún skilaði verulegum árangri. Því verður hins vegar ekki á móti mælt, að aðstæður hafa breyst á síðasta misseri, reyndar á allra síðustu vikum. Afli hefur dregist saman, verð á erlendum mörk- uðum fer lækkandi og framleiðslukostnaður hér heima hefur aukist verulega. Bönd fastgengisstefnunnar eru að bresta, og þegar ráðherrarniT eru að flytja ræðu sín- ar um kosti fastgengisstefnunnar og hætturnar af gengisfellingu, þá er það nauðvörn áður en vígið fellur. Allt er það meira og minna hárrétt sem ráðherparnir segja um afleiðingar gengisfellingarinnar. Hún læknar ekki meinsemdina, hún þýðir kaupmáttarskerðingu, hún þýðir hækkun á erlendum skuldum, hún þýðir aukna vexti, verðtryggingu á húsnæðislán og bullandi verðbólgu. Ráðherrarnir eru að verja fastgengisstefnu sína, ríghalda í síðasta hálmstráið. Staðreyndin er því miður sú, að þessi orrusta er glöt- uð. Hún er glötuð meðan stjórnarflokkarnir hafa ekki hugrekki eða þrek til að taka á öðrum þáttum efnahags- mála og ríkisfjármála, sem gerði þeim kleift að halda genginu föstu. Þeir geta ekki til lengdar lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að þjóðin verður að afla þess sem hún eyðir. Ef undirstöðuatvinnuvegirnir tapa, þá tapar þjóðin. Ellert B Schram MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. „Háskólinn mun því fá samkeppni. Skólabylting undanfarinna ára er komin til hans“, segir greinarhöfundur. Háskóli Fyrir nokkru mætti ég sem full- trúi Framsóknarflokksins á fundi Félags háskólakennara. Fundar- efni var: Stefna stjórnmálaflokk- anna í málefnum Háskóla íslands. Formaöur félagsins, Hörður Filippusson, setti fundinn meö stuttri ræðu en síðan flutti háskóla- rektor, Sigmundur Guðbjamason, ávarp. Að því loknu gerðu Mltrúar stjómmálaflokkanna grein fyrir stefnu flokkanna í málefnum Há- skólans. Þar kom í ljós, sem ekki var ýkja óvænt, að stefna flokkanna var nokkuð áþekk í málefnum Háskól- ans, þó að þeir hefðu fært hana misjafnlega ítarlega út. Skólabylting Á íslandi hefur orðið á undan- fórnum ámm skólabylting eða menntunarbylting. Með tilkomu fjölbrautaskólanna hefur orðið grundvallarbylting á framhalds- skólakerfinu. Fjölbrautaskólarnir sem slíkir koma fram í menntamálaráðherra- tíð Ingvars Gíslasonar en fram- sóknarmenn lögðu mikla áherslu á aö opna leið til frekara náms sem víðast í framhaldsskólakerfmu og hindra aö bhndgötur gætu mynd- ast. Með fjölbrautaskólunum varð áfangakerfið virkt. Þessi fjölbrautaskólabylting hef- ur nú staðið í nokkur ár. Stúdents- próf verður æ almennara og fleiri og fleiri öðlast rétt til náms í há- skóla. Jafnframt þessu hefur orðið menntunarbylting. Stúdentsprófer orðið svo algengt að það svarar jafnvel til miðskólaprófs áður. Sumir telja að með þessu hafi „standardinn“ lækkað, stúdents- prófið hafi sett niður. Á hinn bóginn má orða þetta svo að „standardinn“ hafi hækkað. Al-. menn menntun í landinu hefur aukist, menntunarstig hefur hækk- að að jafnaði meöal þjóðarinnar. Háskólabylting Nú þegar skólabyltingin hefur staðið í nokkur ár á framhalds- skólastiginu er komið að breytingu, „byltingu" á háskólastiginu. Há- skóli íslands er ekki lengur einn í heiminum. Fleiri og fleiri sérskólar koma fram á háskólastigi. Þessir skólar eru ekki sjálfstæðar frum- vísindastofnanir heldur veita menntun á háskólastigi og svara e.t.v. til enska stigsins „und- ergraduate". Þessi þróun er bein afleiðing fjöl- brautaskólabyltingarinnar og hún er óhjákvæmileg, eðlileg og æski- leg. I þessu sambandi má nefna: Kjallarinn Guðmundur G. Þór^rinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn að 50% þeirra nemenda, sem hefja nám á 1. ári, skuh faha frá námi og aðeins um 25% ljúka námi. Eitthvert tengslaleysi er þarna milli framhaldsskóla og háskóla. Háskólinn hefur að undanfórnu reynt að auka tengsl sín bæði við atvinnuhfið og þjóðfélagið í heild. Aukin þátttaka Háskólans í at- vinnulífinu, fyrirtækjum og ýmiss konar rannsóknastarfsemi er af hinu góða. Þó má aldrei missa sjón- ar á kennsluhlutverkinu. Líklega ætti háskólinn að leggja sérstaka alúð við ákveðnar grein- ar, bæði í kennslu og rannsóknum. Þá á ég viö greinar sem tengjast sérstöðu íslands, t.d. norræn fræði. Má ekki einangrast Mig rekur minni til athyglisverðs erindis sem prófessor Þórhahur Vilmundarson flutti á 100 ára af- „Það er nokkurt umhugsunarefni að 50% þeirra nemenda, sem heíja nám á 1. ári, skuli falla frá námi og aðeins um 25% ljúka námi.“ Kennaraháskóla, Tónlistarhá- skóla, Tækniskóla, Tölvuháskóla Verslunarskólans, íþróttakenn- araskóla, búvísindadeild á Hvann- eyri, Háskóla Akureyrar, almennan verslunarháskóla og samvinnuháskóla. Hér hefur um nokkurt skeið starfað deild frá Háskóla Samein- uðu þjóðanna, rekin í Orkustofnun, með kennslu í jarðhitavísindum. Háskóli íslands á vegamótum Háskóh íslands verður án vafa áfram helsta og æðsta mennta- stofnun landsins. Og sjálfsagt þurfa menn að endurskilgreina orðið „háskóli“ sem þýðingu á „univers- itas“ þegar horft er til þessara nýju „háskóla". Háskóh hefur hingað til verið skilgreindur sem vísindaleg rann- sóknarstofnun og visindaleg fræðslustofnun en tæplega munu hinir nýju skólar stunda vísinda- legar rannsóknir. Eigi að síður munu sumir þeirra veita kennslu á sömu sviðum og Háskóh íslands. Háskóhnn mun því fá sam- keppni. Skólabylting undanfarinna ára er komin til hans. Við þessu þarf Háskólinn að bregðast rétt. Hann þarf að bregðast við með náinni skoðun á innri málum. Það er nokkurt umhugsunarefni mæli Sigurðar Nordal. Þá ræddi hann um nýyrðið „denordahzati- on“ sem skotið hefur rótum í Ameríku. Á undan „denordahzati- on“ hlýtur að hafa verið „nordaliz- ation“ í norrænum fræðum og segir það sína sögu. Þannig mætti nefna eldfjallafræði, jarðhitafræði og e.t.v. haffræði, fiskifræði og fi- skeldi. Víða í heiminum eru háskólar sem taldir eru skara fram úr á ákveönum sviðum. Gaman væri ef Háskóli íslands gæti haslað sér vöh og unnið sér nafn meðal ná- grannaþjóða á ákveðnum sviðum. Háskólarektor hefur. unnið ötul- lega að því að auka veg. skólans. Eftir því staríi hans hefur verið tekiö. Á fundinum sagði hann að það væri hlutverk Háskólans að sann- færa þjóðina um gildi menntunar og háskóla. Háskóhnn má ekki einangrast. Á undanfornum árum hefur hann tekið aukinn þátt í þjóðlífinu. Og nú stendur hann í miðju öldurót- inu. Að vissu leyti má segja að Há- skóh íslands sé á vegamótum. Hann þarf að nýta hina nýju strauma skólabyltingarinnar sér og staríi sínu til eflingar. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.