Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988.
Spumingin
Finnst þér að stjórnvöld
ættu að skipta sér af verk-
falli verslunarmanna?
Bjöm Guðbrandsson: Já, ef verkfall-
ið dregst eitthvað á langinn finnst
mér að stjómvöld ættu að gripa inn í.
Bjarni Jónsson: Að svo komnu máli
er ótímabært að blanda stjórnvöld-
um í málið.
Þorsteinn Axelsson: Ef verkfallið
verður lengra en 2-3 vikur þá eiga
stjómvöld að grípa inn í.
Ror Beck: Já, það finnst mér tví-
mælalaust, það er ekki rétta fólkið
sem verður fyrir barðinu á verkfall-
inu.
Hólmfríður Egilsson: Já, ef þau geta
gert eitthvað í málinu.
Petra Richard: Ef verkfallið dregst
lengur en mánuð ættu stjómvöld að
blanda sér í málin.
Lesendur
Framsókn „flippar"
á fundinum
Eftir fundinn var eins og dytti á
dúnalogn í fréttaflutningi hljóð-
varps- og sjónvarpsstöðvanna.
Engar fréttir aðrar en þær að
Framsóknarflokkurinn væri reiðu-
búinn að ræða.við hina flokkana
um lausn þeirra vandamála, sem
við blasa! Eg hélt nú að Framsókn-
arflokkurinn væri í ríkisstjóm og
þyrfti varla neinar yfirlýsingar um
það að hann væri tilbúinn til við-
ræðna um vandamálin!
í stað frétta af fundi framsóknar-
manna á Holiday Inn, greip Stöð 2
til þess snjalla úrræðis að kalla til
sín formenn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks og láta þá segja
áhorfendum skoðanir sínar á þess-
um furðufundi Framsóknarflokks-
ins. Stóðu þeir formennirnir sig
méð prýði í þeim viðræðum.
En hvað var það þá sem ýtti
Framsóknarflokki til skyndifundar
nú? Skyldi þar mega greina óttann
við slæma fjárhagsstöðu Sam-
bandsins, sem er nú að sækjast
eftir heimild til að taka erlent
rekstrarlán upp á hátt á annað
hundrað milljónir króna, taprekst-
ur kaupfélaganna - og reiði og
óánægju með að hafa ekki lengur
hönd í bagga með ríkiskassanum
sjálfum? - Spyr sá sem ekki veit.
En eitt er víst, að fundur Fram-
sóknarflokksins varð honum ekki
til framdráttar í þetta sinn. Niður-
staðan afar frauðkennd. En svo
verður framhaldsfundur þessa
haldinn í sumar. - Og þá verður
nú „tekiö á málunum“!
Kristinn Einarsson skrifar:
Miðstjómarfundur Framsóknar-
flokksins fór fram á Holiday Inn í
Reykjavík um sl. helgi. Þessi fund-
ur hafði altekiö hug og hjarta allra
fjölmiðlanna fyrirfram og áttu þeir
vart orð til að lýsa þeim áhrifum
sem fundurinn myndi hafa á
stjórnarsamstarfið. Raunar á fram-
tíð lands og þjóðar. Nú skyldi tekið
á málunum.
Ekki vantaði yfirlýsingar for-
ystumanna Framsóknar. Formað-
urinn sagði: „Á þessum fundi
munum við taka stjórnarsáttmál-
ann til skoðunar og vega og meta,
hvað áunnist hefur af því sem þar
er sett fram. Einnig munum við
ræða um hvernig draga beri úr við-
skiptahallanum, lækka vexti,
draga úr byggðaröskun og fjalla
um stöðuna í efnahagsmálum al-
mennt,“ (samkv. viðtalsfrétt, t.d. í
Þjóðviljanum, 23. apríl). - Formað-
urinn bætti því við, að hann ætti
von á góðum og árangursríkum
fundi.
Þetta fór nú allt á annan veg.
Framsókn „flippaði" algjörlega á
fundinum, sem var hinn aumleg-
asti sem nokkur stjórnmálaflokkur
hefur blásið til að undangengum
svo stórum yfirlýsingum, sem fjöl-
miðlar töldu rétt að meta frétt-
næmar. Reyndar hafði formaður-
inn rétt fyrir fundinn slegið
varnagla og lagt drög að því, að
fyrri yfirlýsingar skryppu saman,
a.m.k. um helming.
Þannig var sagt í Tímanum sama
dag og fundurinn byrjaði: „Sam-
starfið í ríkisstjóm endurskoðað,
án afarkosta". - Jafnframt; að
stjórnarslit lægju ekki fyrir þess-
um fundi, en aðeins sterkar
„ábendingar" um markmið, sem
flokkurinn ætti að setja sér í þessu
samstarfi!
„Þessi fundur Framsóknarmanna átti hugu og hjörtu allra fjölmiðlanna fyrirfram," segir hér. - Þrír ráðherrar
Framsóknarflokksins á tali við fjölmiðlamenn að loknum fundi. - „Framhaldsfundur í sumar.“
Forstjóralaun
og aflamagn
Giesela Davíðsdóttir hringdi:
Ég hef veriö aö velta því fýrir
mér, hve mikið íslenskir sjómenn
þyrftu að aöa af fiski, til þess aö
verðmæti hans heíöi nægt til aö
geta greitt núverandi forstjóra
Sambandsins þau laun sem hann
hafði í Bandaríkjadollurum,
þaxm tíma sem hann var forstjóri
Iceland Seafood í Bandaríkjun-
um.
Þetta er ekki bara af forvitni
einni saman eða illkvitni, heldur
miklu fremur til þess að hægt sé
að gera sér grein fyrir hve langt
má ganga í launagreiðslum til
einstaklinga, svo aö það borgi sig,
miðað við afköst viökomandi og
verðmæti þeirrar framieiðslu eða
sölu sem eitt fyrirtæki á allt und-
ir.
Kannski er einhver reiknistofn-
unin, sem getur framkvæmt
svona útreikning.
Stoð 2:
ffA
veiðum“
Jón X. Bkrifiar:
Ég vil byija á því að þakka Stöð
2 fyrir þættina A veiöum. Ég veit
um flölda manns sem hefur
áhuga á veiöum, bæði skot- og
stangaveiðum.
En mér finnst vanta íslenska
þætti sem yrðu þá kannski byggð-
ir upp eins og þættimir Á veiöum
þannig að upptökumenn frá Stöð
2 eða RÚV fylgdust með einum
eða fleiri mönnum sem væru á
veiöum og þeir miðluðu reynslu
sinni gegnum þessa þætti.
Dagvistarskylda fremur
en þegnskylduvinna?
Eygló hringdi:
Ég var að lesa dálkinn „Rabb“ í
Lesbók Morgunblaðsins eftir Jóninu
Michaelsdóttur og var fyrirsögnin
„Dagvistarskylda". Spurningin um
hve stórt hlutverk ríkisins, foreldr-
anna eða bamanna á að vera.
Prýðileg hugleiðing um þennan þátt
í nútíma þjóðfélagi, þar sem bæði
konur og karlar vilja njóta menntun-
ar og starfsframa og þar sem dag-
heimili eru að vera jafn sjálfsagðar
þjónustustofnanir og skólar og
sjúkrahús - eins og segir í rabbinu.
Rabbþátturinn endar með þessum
orðum: „Það skyldi þó aldrei fara svo
aö þjóðin sem ekki þekkir herskyldu
nema af afspurn, komi á dagvistar-
skyldu í landi sínu.“
Eg er nú ein af þeim manneskjum,
sem ekki er hlynnt ríkisuppeldi
bama, nema í formi hinnar venju-
legu skólaskyldu. Hins vegar hef ég
spurt margar málsmetandi konur og
karla að því hvernig á því standi aö
við, ein þjóða getum komist hjá þegn-
skyldu í einhveiju formi, líkt og
flestar þjóðir hafa herskyldu.
Ég er engan veginn að mæla með
því að hér verði komið á herskyldu,
þótt það myndi á engan hátt særa
þjóðarstoltiö að hafa einhvern tilskil-
inn hóp manna, sem væri til taks,
ef að okkur yrði ráðist, og sem einn-
ig gegndi eins konar öryggisþjón-
ustú, t.d. ef neyðarástand skapaðist
af náttúruhamfömm og í öðmm við-
líka tilfellum.
En mér finnst löngu tími til kominn
aö fólk myndi sér skoðun á því, hvort
sé heppilegra að setja á stofn alls-
heijar dagvistunarskyldu á ríkis-
framfæri fyrir böm eða koma á, þótt
ekki væri nema þegnskylduvinnu
ungs fólks nokkra mánuði á ævi-
skeiðinu, tdl hagsbóta fyrir land og
lýð. Hvort ætli gæfi fólki meiri
þroska, samkennd og sjálfstraust?
Harkaleg umferð á Hverfisgötu
Dyravörður hringdi:
Ég hef það starf að líta eftir húseign
hér við Hverfisgötu og þarf oft að
sinna ýmsu utanhúss sem innan á
ýmsum tímum sólarhringsins. Ég vil
leggja nokkur orð í belg vegna hinn-
ar harkalegu umferðar, sem nú er
orðin við þessa götu.
Það er einkanlega eftir að venjuleg-
um vinnutíma lýkur, flest kvöld og
um helgar, svona upp úr klukkan 21,
að þessi ósköp byrja og þá er eins og
gatan lifni við fyrir alvöru meö
hörkukeyrslu og framúrakstri og
tröllauknum kappakstri.
Ég hef bent lögreglunni á þetta
ófremdarástand og hefur hún reynd-
ar tekið þetta til greina og frekari
athugunar, að ég held. Starfsfélagar
mínir þama í nágrenninu hafa einn-
ig haft samband við mig og sín á
Stungið upp á lokun Hverfisgötu að
nóttu til. - Frá horni Hverfisgötu og
Ingólfsstrætis.
mfili út af þessu.
Ég sting upp á að Hverfisgötunni
verði hreinlega lokað eftir kl. 21 á
kvöldin og alveg til kl. 07 á morgn-
ana. Eða þá, að Skúlagötunni verði
lokað og Hverfisgatan höfð opin. Það
ætti að vera nóg að hafa eina götu
opna þama í austurátt og síðan er
Hringbrautin sunnan megin.
Ef aðeins önnur gatan er opin gæti
lögreglan hugsanlega verið þar á
verði eða með tíðar eftirlitsferðir,
þótt hún hafi auðvitað skyldum að
gegna vegna umferðar annars staðar
líka. - Eitthvað verður bara að gera,
eftir þau áfoll sem þarna hafa orðið
nýlega. Ég er ekki viss um að þama
verði neitt lát á, nema einhveijar
ráðstafanir verði gerðar, kannski
samkvæmt áðumefndum uppá-
stungum.