Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988. LífsstQl Klippingar: Veljið rétt verk- færi og haldið þeim við Á þessum árstíma er hentugt að fara að huga að klippingu runna og trjáa. Það er því viðeigandi að fara nú að athuga hvers kyns klipp- ur henta best hverju sinni. í flestum tilfellum þarf ekki ílók- inn tækjabúnað til þess að garður- inn geti litið vel út. KÍippur, skófla og sláttuvél eru oft látin duga. Þó er vissulega um auðugan garð að gresja ef leita skal að sérhæfðum garöverkfærum. Veljið rétt, farið vel með Ráðlegast er að kaupa verkfæri úr ryðfríu stáh þótt það sé dýrara, þau verkfæri endast betur og við- hald þeirra er auðveldara. Einnig er vert að hafa í huga við innkaup að viðkomandi verkfæri passi við vöxt þess sem þau notar. Það er engin ástæða til þess að kaupa dýr vérkfæri eða verkfæri yfirleitt ef ekki er farið vel með gripina. Að lokinni notkun er ráðlegt að skola og strjúka yflr verkfærin með klút með sápuvatni í. Smyrjið síöan þá hlutá verkfæranna sem hreyf- anlegfr eru svo þeir megi haldast liðugir. Aöra fleti er einnig gott að strjúka yfir með olíuklút sérstak- lega ef ekki á að nota hlutina bráðlega aftur. Þessir hlutir geym- ast best á þurrum stað. Klippur Litlar klippur eru handhægar til margra nota í garðinum, allt frá því að klippa tré til þess að snyrta minni gróður, eins og rósir. Þó nokkuð margar tegundir eru í boði hérlendis. Algengast er að khpp- Heimilið urnar séu með beinum blöðum eða með „kjamma“ eins og mynd á sið- unni útskýrir. Séu klippur meö bogadregnum kjamma er ekki eins hætt við því aö greinin sem klippa á skreppi út úr klippunum. Venju- lega mæla fagmenn með klippum með kjamma. Þegar svona htlar khppur eru keyptar passið þá upp á að þær passi í hendina þegar þær eru opnar og ekki hafa þær of þung- ar. Öruggast er svo að fá klippur með splitti sem heldur klippunum íHekkklippur. Hafa skal í heiðri þegar verkfæri sem þessi eru notuð að fara varlega með rafmagnsverkfæri úti við. Sagir sem þessar henta vel runnagróðri sérstaklega ef um mikinn gróður er að ræða, þá sparast bæði timi og erfiði. GARÐHÚSGÖGN Vinstra megin á myndinni eru klippur með „kjömmum“ sem fagmenn mæla með. Greinarnar sem klippa skal skreppa síður úr klippunum. Hinar tvær klippurnar hafa beina egg og geta einnig notast við klipping- ar greina eða rósarunna. Allar þessar klippur henta greinum allt að 10 mm þykkum. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er hægt að kaupa litlar klippur á verði frá 470 kr. og upp í 1.470 kr. lokuðum þegar þær eru ekki í notk- un. Litlu annarrar handar klippurn- ar eru hentugar fyrir greinar allt að 10 mm .þykkt. Sé um þykkari greinar að ræða • er notast við beggja handa klippurnar sem einn- ig eru sýndar hér á síðunni. Af þeim eru reyndar margar tegundir til á markaðnum sem ætlaðar eru til khppinga á td. verulega háum trjám og þykkum greinum. Hægt er að kaupa þess háttar verkfæri í þeim stærðum sem henta hveiju sinni. Litlu beggja handa klippurn- ar notast svo auðvitað einnig við að khppa til graskanta. í hvaða tilgangi sem ætlunin er að nota þessar khppur, veljið þá klippur sem grípa vel, hafa hand- fóng sem bjóða ekki þeirri hættu heim að fíngur sláist saman og umfram aht eru þægilegar. Vélklippur eða vélsagir eru hent- ugar þeim sem eiga stóra garða og þurfa að klippa mikið. Löng. hm- gerði krefjast mikillar klippingar og þar af leiðandi líkamsstyrks til Klippur fyrir há tré! Ekki kemst mannskepnan alltaf þangað sem óskað er. Einfaldur útbúnaður, eins og sá sem brugðið er i þessu tilfelli upp á skaft, gerir öllum kleift að klippa greinar i margra metra hæð. Skafti er brugðið upp á haus- inn og spotti þræddur i gegn sem togað er í niðri á jörðinni. Verð án skafts er 794 krónur. Fyrir gras, fyrir hekk og fyrir tré. Þessa tegund klippa kannast flestir við. Takið eftir óreglulegu lagi eggjarinnar sem gerir það að verkúm að greinar skreppa ekki til úr klippunum. * þess að framkvæma verkið. Vél- sagir koma því að góðum notum í þessum tilfellum. Spara bæði tíma og gera verkið þægilegra. Hægt er að kaupa þess háttar klippur á frá 8.400 kr. hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. Þegar unnið er í görðum með rafmagnsverkfæri er fyllsta ástæða til þess að fara gætilega með raf- magn. Hætta getur skapast ef leiðslur fara í sundur eða bleyta er fyrir hendi sem getur skapað út- leiðslu. Stillið heldur aldrei raf- magnsverkfæri þegar þau eru í gangi. Drepið heldur á þeim, stillið ög kveikið aftur. Gætið að því aö spyrja seljendur út í meðferð raf- magnsverkfæra. -ÓTT. Þessar klippur fóru létt með að klippa kústskaft í sundur. Þær henta klippingu á þykkari greinun- um auk þess sem skaftið er nokkuð langt og er hægt að fá þær í mörgum stærðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.