Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra:
Ræddi um niðurféllingu vegabréfs-
áritana og plútóníumflutninga
- hittir Reagan í dag
Ólafur Amarson, DV, Washington;
Þorsteinn Pálsson forsætisráö-
herra sagði í samtali við DV eftir
fund sinn með John Whitehead,
varautanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, að þeir hefðu rætt almennt um
samskipti íslands og Bandaríkjanna
og varnarmál sem væru umfangs-
mest í samskiptum ríkjanna. Einnig
hefði verið minnst á viðskiptamál og
menningarmál.
„Ég tók líka upp málið um vega-
bréfsáritanir íslendinga til Banda-
ríkjanna. Ég óskaði eftir því að
Bandaríkjamenn tækju það til athug-
unar að fella þessa kröfu niður.
Varautanríkisráðherrann sagði að
Bandaríkjamenn væru að gera til-
raun með að falla frá þessu ^ritunar-
kerfl og þegar hefðu verið gerðar
breytingar í tilraunaskyni gagnvart
Bretum sem er fyrsta þjóðin sem
ekki þarf vegabréfsáritanir. Þeir ætla
að halda þessari tilraun áfram og
færa hana út og ráðherrann sagðist
ætla að gera sitt besta til að íslandi
yrði hið fyrsta bætt á listann yflr þau
lönd sem ekki væri krafist vega-
bréfsáritunar frá. Ég er því vongóður
um að ekki hði mjög langur tími þar
til breytingar verði á í þessum efn-
um.
Ég tók einnig sérstaklega fyrir
málið um flutninga á plútóníum frá
Evrópu til Japan. Þetta mál var sem
kunnugt er rætt á Alþingi i vor.
Whitehead sagði að þær fréttir, sem
hefðu valdið þessum umræðum,
hefðu verið á misskilningi byggðar.
Það hefðu engar ákvarðanir verið
teknar ennþá um flutninga af þessu
tagi og þá heldur ekki með hvaða
hætti þeir yrðu ef til kæmi. Hann
fullvissaði okkur hins vegar um að
það yrði ekki farið fram á að flytja
plútóníum yfir íslenskt yfirráða-
svæði,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að á fundi sínum
með Reagan í dag yrði viðstaddur
sérstakur viðskiptafulltrúi forsetans
og að það væri af sérstakri ósk sinni.
Aðspurður sagði Þorsteinn að ekki
stæði til af hálfu íslenskra stjórn-
valda að fara fram á fríverslunar-
samning við Bandaríkin í líkingu við
þann samning sem Bandaríkin og
Kanada hefðu gert. Hins vegar væri
staða okkar íslendinga sú að mjög
mikilvægt væri fyrir okkur að
tryggja okkar markaðsstöðu bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu. „Við get-
um ekki einangrað okkur og horft
aðeins í eina átt og þess vegna þurf-
um við, jafnframt því sem við horfum
á þetta verkefni gagnvart Evrópu-
bandalaginu, að byrja aö ræða þessi
efni við Bandaríkjamenn. Fyrsta
verkefnið er að horfa á hvaða þættir
koma helst til álita og skoða síðan
málin út frá því,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
Þorsteinn sagðist hafa'tjáö White-
head að íslenska ríkisstjómin teldi
það mjög mikilvægt að samningur
Islands og Bandaríkjanna um vís-
indahvalveiðar yrði varinn af krafti
og þar færu sameiginlegir hagsmun-
ir ríkjanna. „Samskipti íslands og
Bandaríkjanna eru með mjög góðu
móti nú og okkur hefur tekist að
leysa ágreiningsmálin, sem komið
hafa upp á undanförnum árum, með
samningum," sagði Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra. •
í dag mun Þorsteinn, eins og áður
segir, eiga fund með Reagan Banda-
ríkjaforseta og snæða með honum
hádegisverð í Hvíta húsinu. Eftir
hádegi mun Þorsteinn eiga fund með
utanríkismálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings og drekka síðdegis-
kaffi í þinginu.
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og föruneyti hans kom til Washington í gær og tók John Whitehead varautan-
rikisráðherra á móti Þorsteini við Washingtonminnismerkið i fjarveru George Schultz. Þorsteinn ræðir við Reagan
í dag og verður þar rætt um samskipti ríkjanna, einkum viðskiptamál, mennta- og menningarmál og vestræna
samvinnu.
DV-mynd Ólafur Arnarson
Heimsókn Þorsteins hafín:
Dvelst á forsetasvrtu
Madisonhótelsins
Ólafur Amarson, DV, Washington:
Washingtonborg skartaði sínu feg-
ursta þegar Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra, eiginkona hans, Ingi-
björg Rafnar, og föruneyti þeirra
komu til borgarinnar síðdegis í gær.
Heiðskírt var og hitinn um 35 gráður.
Flugvélin, sem flutti íslensku gest-
ina frá New York til Washington,
lenti á Andrews-herflugvellinum
klukkan 15.45. Þaðan var farið með
þyrlum inn í borgina og lent fyrir
framan Washingtonminnismerkið.
Þar tók á móti Þorsteini John White-
head, varautanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, en Shultz utanríkisráð-
herra var erlendis.
Frá Washingtonminnismerkinu
var ekið að Madisonhótelinu,
skammt frá Hvíta húsinu, en þar
mun forsætisráðherra dvelja meðan
á heimsókn hans stendur. Strax eftir
komuna á hótelið átti Þorsteinn einn-
ar klukkustundar fund með White-
head og ræddi viö hann um þau mál
sem helst munu verða rædd í þessari
opinberu heimsókn.
Madisonhótel er eitt elsta og viröu-
legasta hótel Washingtonborgar. Þar
dvelja erlendir þjóðhöföingar gjam-
an þegar þeir sækja Bandaríkjafor-
seta heim. íslensku forsætisráð-
herrahjónin búa í forsetasvítu hót-
elsins sem er á efstu hæð. Fyrr í sum-
ar dvaldi Svíakonungur á hótelinu
og á meðan á leiötogafundinum stóð
í desember síðastliðnum, lögöu Sov-
étmenn hótelið undir sig að mestu.
Eigandi hótelsins heitir Marshall
B. Coyne. Er hann mikill íslandsvin-
ur og hefur mörg undanfarin ár kom-
iö árlega til íslands til laxveiða, nú
síðast í sumar. íslenskur lax er á
matseðli hótelsins.
Veiðin i holli Karls Bretaprins i Kjarrá gengur ágætlega og eru komnir á
land á stangirnar sjö á milli 25 og 30 laxar. Á mynd Kristjáns Ara sést
islenskur leiðsögumaður horfa á Ijósmyndara DV og er vinkona Karls, ein
rikasta kona í Bretlandi, i veiðistaðnum Runka að veiða með flugu. Þetta
er eina myndin sem hefur nást á þessum sióðum á síðustu dögum. Karl
var við veiðar innar i ánni. DV-mynd KAE/ G. Bender
Kvennaráðstefiian í Osló:
Björg Eva Eitendsdóttir, uv,
Norska menningamefndin, sem
stóö aö undirbúningi fyrir
ráðstefnuna í Osló, þáði fjárfram-
lög frá vopnaverksmiðjum til þess
að halda flugeldasýningu á ráð-
stefnunni. Það var nefndin sjálf,
undir forystu norskrar stórþings-
konu, sem sneri sér til vopnafram-
leiöenda til að biðja um peninga.
Þtjár verksmiðjur urðu viö beiðn
inni og þáði menningamefndii
íjárframlög frá tveimur þeirra et
afþakkaði peninga frá sænska fyr
irtækinu Bofors sem nú er umdeil
fyrir ólöglega vopnasölu. Öðrun
þátttakendum á kvennaráöstefh
unni var ekki kunnugt um að und
irbúningsnefndin heföi þegið fjár
framlög frá vopnaframleiðendum.
A tæpri klukkustund, síðdegis i gær, slösuðust átta manns i þremur um-
feröarslysum á um kilómetrakafla í Ártúnsbrekkunni í gær. Einn árekstur
varð á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Fernt var flutt á sjúkra-
hús. Neðar i Artúnsbrekku var ekið aftan á bifreið. Frá þeim árekstri var
þrennt flutt á sjúkrahús. Skömmu síðar missti ökumaður stjórn á bifreið
sinni og ók á Ijósastaur. Hann var fluttur á sjúkrahús. Sex af þeim átta sem
slösuðust í þessum umferðaróhöppum munu ekki hafa slasast alvarlega.
DV-mynd S/-sme