Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Jarðarfarir Tilkynningar Minningarathöfn um Ingibjörgu Helgu Guðmundsdóttur, fv. ljósmóð- ur, verður haldin í Litlu kapellunni í Fossvogi föstudaginn 12. ágúst kl. 15. Jarðsett verður frá Kollafjarðar- neskirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 14. Hrefna Jóhannsdóttir, hjúkrunar: forstjóri, Hrafnistu, Reykjavík, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Útför Guðrúnar Jónsdóttur frá Ási, Lokastíg 15, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. ágúst, kl. 13.30. Útför Guðrúnar Guðmundsdóttur, Skólastíg 3, Akureyri, ^eín lést mánudaginn 1. ágúst, fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. ágúst, kl. 10.30. Andlát Sigríður Elizerdóttir frá Borðeyri. andaðist í sjúkrahúsinu Hvamms- tanga 7. ágúst. Birna Margrét Jónsdóttir frá Akur- eyri lést þann 8. ágúst í Svíðþjóö. Tvær nýjar Regnbogabækur Regnbogabækur hafa sent frá sér tvær nýjar kiljur og eru þær nú orðnar níu alls. Kiljurnar sem hér um ræðir eru Timothy skjölin eftir Lawrence Sand- ers en hann er einn kunnasti spennu- sagnahöfundur samtimans erlendis. Til marks um það má nefna að þessi bók hans skipar nú efsta sætið á metsölulist- um í Bandaríkjunum. Bókin er um 310 blaðsíður að lengd. Seinni bókin, Njósn- ari af lífl og sál, er eftir John Le Carré sem af mörgum er talinn einn fremsti spennusagnahöfundur samtímans. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka sem notið hafa fádæma vinsælda. Hann er íslend- ingum að góðu kunnur bæði fyrir bók sína Njósnarinn sem kom inn úr kuldan- um og sjónvarpsþættina um Smiley í Tin- ker, Taylor, Soldier, Spy sem sýnd var hér i sjónvarpi fyrir nokkrum ámm. Bókin er 595 bls. að lengd. Útsöluverð bókanna er kr. 590. Regnbogabækur fást í bóka- og smásöluverslunum um land allt og einnig í áskrift. Sumarhátíð í Ólafsvík Sumarhátíð Ólafsvíkinga verður haldin dagana 11.-14. ágúst nk. Það er að kom- ast á það hefð að slegið sé upp hátið þeg- ar líöa tekur á sumarið. Hátiðin verður sett funmtudaginn 11. ágúst með sýningu þeirra níu aðila sem reka Gallerí Grjót Jeppaeigendur MONSTER MUDDER HJÓLBARÐAR Góðir greiðsluskilmálar Staðgreiðsluafsláttur /M4RTsf Vatnagörðum 14-sími 83188 Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni Islands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bókasafnsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 8. ágúst 1988. Til sölu 2 notaðir sniglar, 12 tommur x 4 metrar og 6 tohnmur x 7 metrar. Sem nýr álland- gangur, 7 metra langur, 70 cm breiður, með handriði. 2 loftblásarar, annar þeirra tvöfaldur. Deutz dísilvél, týpa F2L912. Upplýsingar gefur Þörungaverksmiðjan hf., Þorgeir Samúelsson, í síma 93-47740 RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar. MJÖG LÁGT VERÐ. 900X20/14 PR. nælon.... Kr. 9.500,- 000X20/16 PR. nælon.... Kr. 10.800,- 100X20/16 PR.nælon..... Kr. 11.800,- 000X20 radial......... Kr. 12.800,- 100/20 radial......... Kr. 14.800,- 1 R 22,5 radial....... Kr. 12.900,- 2R 22,5 radial........ Kr. 14.900,- 400X24/24 PR. EM nælon Kr. 36.000,- Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. BARÐINN HF. Skútuvogi 2, Reykjavík Simi 30501 og 84844 sem verður opnuð í húsnæði grunnskól- ans í Ólafsvík fram á sunnudaginn 14. ágúst. Föstudaglnn 12. ágúst kemur Al- þýðuleikhúsið í heimsókn og verður með tvær sýningar. Sú fyrri verður kl. 17, á bamaleikritinu Ævintýrið á ísnum, en sú seinni verður kl. 21 og þá verður sýnt Íeikritið Eru tígrisdýr í Kongó. Aö lok- inni síðari sýningunni kemur frarn söngtrióið Heklur. Laugardaginn 13. ágúst verður Kvenfélag Olafsvíkur með hina árlegu útigrillveislu í Sjómanna- garðinum. Kassabílarailý og ýmsar uppá- komur verða fyrir bömin. Einnig stendur til að kafíihúsið Kaldilækur verði opið og byggðasafnið í gamla pakkhúsinu. Um kvöldið verður dansleikur í félagsheimil- inu á Klifi og þar verða engir aðrir en Stuðmenn sem halda uppi fjöri langt fram á nótt. Hátíðinni lýkm- svo sunnu- daginn 14. ágúst. Indverska barnahjálpin Að gefnu tilefni vill indverska bama- hjálpin taka fram að sparisjóðsbók henn- ar er nr. 72700 í Búnaðarbankanum, Austurbæjarútibúi. Barðstrendingafélagið fer í árlega fjölskylduferð sina laugardag- inn 13. ágúst nk. Ekið verður á Hvera- velli og í Kerlingarfjöll. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni austanverðri kl. 9 f.h. Miðapantanir h)á Ólafi A. Jónssyni, s. 71374, Maríu Jónsdóttur s. 656417 og Vikari Davíðssyni, s. 36855, á kvöldin. Mætið vel búin og nestuð. nuiiini iicniiui dulrænar frásagnir Hulinn heimur er nýtt tímarit sem hafið hefur göngu sína. Það hefur sérstöðu meðal tlmarita að því leyti að það fjallar um efni sem ekkert annað tímarit á hin- um almenna markaði gerir en það em dulræn fyrirbæri og ýmsa hluti sem hafa verið og em manninum óskiljanlegir. Lesendum Hulins heims mun gefast kost- ur á að lesa greinar og viðtöl við íslend- inga og frásagnir margs konar um dul- ræna reynslu og fyrirbæri. Útgefandi væntir þess að fólk sendi inn frásagnir af eigin reynslu, svo sem skyggnilýsing- ar, kynni við huldufólk eða framliöna menn, vitranir, hugboð og jafnvel drauma. I fyrsta tölublaði Hulins heims er viðtal við Guðmund S. Jónasson eða Sigurfrey en í vetur kom út bók eftir hann, Framtíðarsýnir sjáenda. Viðtalið fjallar um rúnaiðkun og galdra á islandi í dag. Greinar era eftir Helga Hallgríms- son náttúrufræðing um sagnir af huldum vættum á íslandi. Ennfremur er sérstæð frásögn imgra íslenskra hjóna af ótrú- legri reynslu stnni af ærsladraug. Auk þess em margar erlendar greinar þýddar úr breska tímaritinu „Unexplained". Blaðið er gefið út og unnið af Prentverki Austurlands hf. Upplag er-6000 eintök og gefin út 6-10 blöð á ári. Blaðið er ein- göngu selt í lausasölu á flestum blaðsölu- stöðum landsins. Kvikmyndir Bíóborgin: Owænting Harrison Ford og Emmanuelle Seigner i einu atriði myndarinnar. Frantic, bandarisk 1988 Leikstjóri: Roman Polanski Handrit: Roman Polanski og Gerard Brach Aðalhiutverk: Harrison Ford, Emmanu- elle Seigner, Betty Bucley, John Maho- ney Læknir (Harrison Ford) fer ásamt konu sinni (Betty Bucley) á læknaráöstefnu í París. Þau hugsa sér gott tdl glóðarinnar, höfðu fariö í brúðkaupsferð til Parísar fyrir 20 árum og ætla að endurtaka hana. Fyrsta morguninn hverfur konan af hótelinu. Læknirinn fer að leita hennar. Fljótlega kemst hann að raun um að henni hefur verið rænt en lögreglan hefiu; annan skilning á málinu. Læknirinn fer að leita á eigin spýtur. Þannig hefst einn albesti „þrill- er“ sem sést hefur í bíóhúsum um langan tíma. Þetta er jafnframt glæsileg endurkoma meistarans Romans Polanski á hvíta tjaldiö. í þessari mynd virðist allt leggj- ast á eitt til að magna örvæntingu læknisins. Handritið er veTskrifað og eins og í góðum „þriller" er aUt á huldu vel fram yílr miðja mynd. Þannig hefur læknirinn enga hugmynd um hvers vegna konu hans hefur verið rænt, hvað þá að áhorfendur geti gert sér það í hug- arlund. Spennan er mögnuð þar til taugamar þresta. Polanski hefur svo sem sýnt við- Uka takta áður. Strax í fyrstu mynd meistarans, Hnífur í vatni, má sjá svipaða spennu og dulúð. Það sem kemur hins vegar svo skemmtUega á óvart er að Polanski skuli kominn í sátt við kvikmyndaheiminn eftir að á ýmsu hefur gengið undanfarin ár. Leikur er einstaklega góður. Harrison Ford er eins og álfur út úr hól í hlutverki læknisins og er erfitt að ímynda sér hann betri. Emmanuelle Seigner er nýtt and- Ut í kvikmyndum. Henni svipar mjög til Nastössju Kinski en er mun betri leikkona. Hún er skemmtilega barnaleg og ósvífin í hlutverki sínu. Betty Bucley er þroskuð í hlut- verki sínu og skapar eftirminnUega persónu sem áhorfendur muna eft- ir alla myndina þótt hún sjáist að- eins í byijun. Þaö er stórmyndaþefur af þessu verki enda hefur Polanski unnið stórvirki með því að sanna fyrir þíógestum svo að ekki verður um vUlst að töfrar hvíta tjaldsins eru enn tU staðar þrátt fyrir vídeóvæð- ingu. Það þurfti snilling tU. -PLP Ingilaug á afmælisdaginn ásamt tengdadóttur sinni.. DV-mynd Kristján Elsti íslendingurinn 104 ára Regína Thorarensen, DV, SeKossi: Á fimmtudag, 4. ágúst, varð Ingi- laug Teitsdóttir, Tungu í Fljótshlíð, 104 ára og er elsti Islendingurinn. Maður hennar var Guðjón Jónsson bóndi, dáinn 1958. Einkasonur þeirra er Oddgeir sem býr myndarbúi í Tungu ásamt konu sinni, Guðfinnu Ólafsdóttur ljósmóður. Ingilaug hefur sl. tíu ár verið á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og er alveg rúmliggjandi. Borghildur ekki á Hlekk Á hestasíðu DV var sagt að Borg- hUdur Kristinsdóttir úr hestamanna- félaginu Geysi í Rangárvallasýslu hefði keppt á hestinum Hlekk frá Sveinatungu í unglingakeppninni. Þaö mun vera misskUningur því BorghUdur keppti á Faxa frá Eyvind- armúla sem hún á sjálf. Borghildur sýndi aftur á móti Hlekk í B-P.okks keppninni. E.J. Leiðrétting frá Önnu á Hesteyri Að gefnu tilefni hafði Anna á Hesteyri samband við DV vegna leið- réttingar sem hún vUdi koma á fram- færi vegna viðtals sem birtist við hana í síðasta helgarblaði DV. Þar var haft eftir öðrum aö álfkona ein hefði hjálpaö móður hennar þegar gamla Hesteyrarhúsið brann. Það er ekki rétt heldur sagði hún að sjálfur skaparinn hefði rétt þeim mæðgum hjálparhönd og bætti því við að hún sjálf hefði fundið fyrir honum. Við biðjum Önnu velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.