Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 40
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Bridge í Búlgaríu: * Island í sextánda sæti Nú er lokið 11 umferðum af 21 á '"^Cvrópumóti unglinga í bridge sem haldið er í Plovdiv í Búlgaríu. Ungu strákunum hefur gengið þokkalega. eru með 143 stig og í 16. sæti af 21 þjóð. Leikirnir hafa farið þannig. Við Sviss 19-11. V-Þýskaland 14-16. yfir- seta 18-12. Ítalía 5-25. írland 14-16. Holland 4-25. Grikkland 11-19. Pól- land 13-17. Danmörk 16-14. Austur- ríki. 18-12 og 11-19 tap gegn Norð- mönnum. Staða efstu þjóða er þannig. 1. Svíar 217. 2. Norðmenn 214. 3. ítalir 201. 4. Grikkir 199 stig. í dag keppa íslensku strákarnir við Spánverja og Tyrki en mótinu lvkur á laugardaginn. ÍS Ríkisskip und- ir smásjána í haust verður rekstur Ríkisskipa endurskoðaður með það að mark- miði að draga úr meðgjöf ríkisins með útgerðinni. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt hallað undir fæti Ríkisskipa og viö- varandi taprekstur aukist. Skip Rík- isskipa eru í strandsiglingúm um ’Tándið og mikilvæg aðdráttarleið margra sjávarplássa. Jafnhliða endurskoðun á Ríkis- skipum mun samgöngumálaráðu- neytið standa fyrir heildarúttekt á strandflutningum og framtíðarhorf- um segir í frétt ráðuneytisins. pv Aflamet Haraldar Skuttogarinn Haraldur Kristjáns- son kom í gær með 313 tonn til hafn- ar. Aflinn var að mestu leyti þorskur /sem veiddur var vestur á Hala og '■^trandagrunni. Þetta ér aflamet og sló Haraldur Kristjánsson met Akur- eyrinnar frá siðustu viku sem var um 270 tonn. Aflaverðmæti Haralds Kristjánssonar er 46 milljónir. Það er Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði sem gerir út togarann. akm SIMAÞJONUSTA 62 4242 Sjúkrabíll 11100 Lögreglan 11166 Slökkviliðið 11100 Læknavakt 21230 LOKI Alltaf vinaleg, þessi litlu fjölskyldufyrirtæki! Veöriö á morgun: 12 Rigning á Suðaust- uriandi Horfur á morgun: Austlæg átt, rigning á Suðausturlandi, þoku- loft við Austfirði en skúrir suð- vestanlands. Þurrt aö mestu á Norðurlandi og víða vestanlands. Hiti 10 til 14 stig. Það sleppa fáir frá hinum ákveðnu stöðuvörðum Reykjavíkurborgar. Í fyrrinótt var skorið á hjólbarða fimmtán bifreiða í miðbænum, eins og greint var frá í DV í gær. Eigenda einnar bifreiðarinnar hafði ekki tek- ist að verða sér úti um nógu marga hjólbarða til að fjarlægja bifreið sina í tæka tíð og gætti þess ekki að setja nýja mynt í stöðumæiinn í hvert sinn sem tíminn rann út. Þessi mynd var tekin í gærmorgun þar sem bifreiðin stóð á felgunum í Tryggvagötu. Búið er að setja sektarmiða í framrúðuna. DV-mynd S Rúmlega sextíu ára sjómaður handtekinn með fikniefni: Faðírinn smygl- aði? börnin sáu um dreHínguna - höföu smyglaö og selt fíkniefni 1 tvö ár Sextiu og tveggja ára skipverji á Amarfelli, skipi Sambandsins, var handtekinn í Sundahöfn í gær- morgun. Við leit í skipinu fundust um 600 grömm af hassi. Sá handtekni játaði viö yflr- heyrslur aö vera eigandi ííkniefn- anna. Hann játaði einnig að hafa smyglað fikniefiium í tvö ár. Alls. mun hann hafa flutt til landsins um tvö og háift kíló af hassi á þess- um tíma. Börn sjómannsins, sem eru þrjátiu og ijögurra og tuttugu og fimm ára, sáu um að dreifa efn- inu. Það voru fíkniefnalögreglan og tollgæslumenn sem fóru um borð í skipiö þegar það lagðist að bryggju um klukkan átta í gærmorgun. Fíkniefnin voru keypt í Kaup- mannahöfn. Auk fjölskyldumeð- limanna voru fleiri handteknir. Ekki þótti ástæða til að óska eftir gæsluvaröhaldsúrskurðum þar sem máhð er að mestu upplýst. -smc „Ókeypis þjónusta fyrir kvenfólk" Óvenjulegt dreifibréf er nú í gangi á höfuðborgarsvæðinu. Þaö er sent til kvenfólks og því boðið upp á kynni við karlmenn og konur á aldrinum 16-70 ára. Bréfið hljóðar á þessa leið: ..Góðir dagar og hamingja. Kynning. Ókeypis þjónusta fyrir kvenfólk. Ég tek að mér að útvega þér karlmenn eða kvenmenn við þitt hæfi á aldrin- um 16-70 ára. Tek líka að mér að aka fyrir kvenfólk hvenær sem er. Er með góða bifreið og er rólegur og heiðarlegur. Virðingarfyllst." Bréfið er undirritað af manni nokkrum og uppgefinn fæðingardagur hans og símanúmer. Maöurinn varð fyrir svörum er DV hringdi til hans og spurðist nánar fyrir um þjónustu þá sem hann aug- lýsir. Hann segist ekki hafa rekið þessa þjónustu mjög lengi, en til hans sé alltaf eitthvað leitað: „Það eru til dæmis menn sem hafa mikið að gera og hafa ekki tíma til aö fara á ball eða svoleiðis og biðja mig að finna eitthvað sem þeim líkar.“ í bréfinu sem stílað er á kvenfólk býðst mað- urinn einnig til að útvega konur. Hann segir ekki vera mikið um að konur óski eftir kynnum viö konur, en þó sé eitthvað um það. Hann seg- ist líka senda karlmönnum svona bréf, en þau séu öðruvísi. Hvar hann finni fylgdarmenn svarar hann að sumir þeirra séu á skrá hjá sér. Hann hafi hins vegar ekki fengið leyfi enn fyrir rekstri skrifstofu en hljcti að fá það: „Mig vantar bara bókara. Það er skilyrði." -akm Ráðgj afamefndin: Samhljóða niðurstaða „Ég á ekki von á öðru en að nefnd- in skili samhljóða niðurstööum. Vangaveltur Ríkissjónvarpsins í gær um klofning og erjur í nefndinni eru uppspuni frá rótum. Það að nefndin væri að því komin aö leggja til aö stjórnin ætti að fara frá er hreint ótrúlegur heilaspuni. Slíkar vanga- veltur eru kostulegar þó ekki nema fyrir það að með því væri nefndin að fara allsögulega út fyrir verksvið sitt,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri og formaður ráðgjafar- nefndar ríkisstjórnarinnar, um að- geröir til þess að bæta rekstrar- grundvöll útfiutnings- og samkeppn- isgreinanna. Þessi nefnd hefur verið kölluð „litla ríkisstjórnin". Einar vildi ekkert segja um störf nefndarinnar. Hún heldur nú tvo fundi á dag og mun gera þaö út vik- una. Þá mun starfsfyrirkomulagið verða endurskoðað. Stefnt er að því að nefndin skili af sér í kringum 20. ágúst, um það leyti sem Þorsteinn Pálsson kemur heim úr fríi, -gse Þeytti þokulúður til að fá hjálp Ungt fólk, maðuf eg kona, var handtekið eftir aö hafa brotist inn í Aðalbjörgu RE 5 í nótt. Báturinn íá við Grandagarð. Stýrimaðurinn, sem var sofandi um borð, vaknaði við brothljóð og fór strax í stýrishús bátsins. Þar fann hann innbrotsþjóf- ana. Stýrimaðurinn gat ekki sótt hjálp án þess að eiga á hættu að missa fólk- ið frá sér. Hann þeytti því þokulúöur- inn. Starfsmaður Tilkynningaskyld- unnar heyrði í lúðrinum og gerði lögreglu viövart. Lögreglan handtók fólkið. Líklegt þykir aö þaö hafi verið í lyfjaleit. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.