Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Sviðsljós I>V Ólyginn sagði... Bruce Willis i hefur nú þurft að hægja aðeins á i sér. Hann sést nú aldrei í villtum ■ veislum í Hollywood. þó að hann hafi aldrei sleppt slíku hér á árum áður. Bruce hefur einnig lagt drykkju á hilluna. Og hver er ástæðan? Jú, konan hans, leik- konan Demi Moore, á von á sér. og hefur krafist þess aö hinn til- vonandi pabbi láti sjá sig meira heirna hjá sér. Hún er einnig hæstánægð með það að síðan að Bruce breytti um liferni þá hefur hann lést um 12 kíló. Tom Selíeck hatar að vera álitinn kyntákn. Því er það að þegar hann undir- ritar samninga þá gengur hann úr skugga um aö hann fari ekki meira úr skyrtunni en þðrf er á. Úr því minnst er á skyrtu skal þess getið að hann kann best við sig í hinum frægu Hawaii-skyrt- um með blómamunstrunum. Kaupir hann um 48 skyrtur á ári, fjórar í mánuði, og kosta her- legheitin um 490.000 krónur. Mike Tyson er greinilega betri í hnefaleikum en hann er við að leggja bílum. Eitthvað mistókst honum um daginn og þegar tvo lögreglu- menn bar að, hreytti hann út úr sér aö þeir gætu hirt andskotans bílinn, því bíllinn hefði aðeins valdið sér vandræðum. Bifreiðin var þriggja mánaða gamall Rolls Royce og var henni skilað aftur. Urvalslið DV og nokkrir skipverjar af sovéská skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki. Einar Guðmundsson var dómari. DV rassskellti Rússana Þann 2. ágúst sl. var leikinn stórleik- ur á grasvellinum í Mosfellsbæ. Voru hér á ferðinni úrvalslið DV og nokkr- ir starfskraftar sovéska skemmti- ferðaskipsins Maxim Gorki. Vann DV-liðið yfirburðasigur, sex mörk gegn engu. Forsaga málsins er sú að hinir sov- ésku skipverjar höfðu mikinn áhuga á að leika við 1. deildar lið hér á landi en slíku var ekki hægt að koma við nú. Var þá leitað til DV sem varð góðfúslega við bón þeirra Sovét- manna. Eins og áöur sagði fór leikurinn fram í Mosfellsbæ og sáu bæjaryfir- völd þar um að merkja völlinn og útvega dómara, auk þess að sjá til þess að fánar landanna væru dregnir að húni. í upphafi var jafnt með liðunum og var staðan 0-0 í leikhléi. En strax í upphafi síðari hálfleiks fór að draga til tíðinda þegar færni hinna íslensku fóta fór aö koma í ljós. Um 20 sov- éskir áhorfendur fylgdust meö leikn- um í votviðri en dugði ekki til. Skal þess getið að liösmenn DV- Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. liðsins kviöu mjög fyrir leik þessum þar sem þeir höfðu heyrt að í liði hins sovéska alþýðulýðveldis væru nokkrir Belanovar, Dassajevar og Ratzar. Höfðu menn á orði að hinir betri leikmenn Maxim Gorki hlytu bara að hafa þurft að vera á vakt þennan dag. Eftir leikinn var íslendingunum færð barmmerki með mynd af Lenin sem vináttuvotti. Meðal gárunganna hlutu merki þessi heitið „Lenin- orðan“. Sáust hörðustu sjálfstæðis- menn þá spranga um með Lenin í bindislmútnum. Eiríkur Jonsson safnstjóri stígur rússneskan kósakkadans við sovéska Ægir Már Kárason, fréttaritari DV á Suðurnesjum, geysist fram völlinn en markvörðinn. Viðir Sigurðsson og Örn Tryggvi Gislason eru við öllu búnir. Þegar fólk kemur til Bandaríkjanna i fyrsta skipti rekur þaö oft upp stór augu yftr auglýsingaskiltamergöinni sem „prýöir" flesta þjóövegi sem , og aðra staði. Þetta skilti er aö flnna í Neváda og auglýsa þar hliö viö hliö Kit Kat Ranch, sem mun vera hóruhús, og nokkrar bílapartasölur. Það er munur að hafa þetta allt á einum staö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.