Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Úflönd Leiðtogi Panama, Manuel An- tonio Ortega hershöfðingi, var harðorður i garð Bandarikjanna í opinberri heimsókn sinni til Panama. Símamynd Reuter Forseti Nicaragua, Daniel Or- tega, ræddi við leiðtoga Panama, Manuel Antonio Noriega, í gær í opinberri heimsókn sinni til Pan- ama. Ortega var harðorður í garö Bandaríkjamanna sem hafa reynt að stuðla að því aö hann afsali sér völdum í Nicaragua og kallaði Bandaríkin „konung hryðjuverkamannanna“. Þetta var andsvar Ortegas við ásökun- um bandaríska utanríkisráð- herrans, George Shultz, sem kall- aöi Ortega konung eiturlyíjasal- anna. Bandaríkjastjórn lagði fram kæru á hendur Ortega og sakaöi hann um að versla með eiturlyf. Ortega var fundinn sekur í bandarískum réttarsal, aö hon- um fjarverandi að sjálfsögðu, í febrúar sl. Þingmaður repúblikana í Bandaríkjunum mun í dag leggja fram frumvarp um að ógilda sam- komulag Bandaríkjanna og Pan- ama frá árinu 1977 en í því er gert ráð fyrir að Bandaríkin af- sali j'firráðum yfir Panáma- skurði til stjórnvalda í Panama árið 1999. Þingmaðurinn sagöi að ekki væri víst að bandarísk skip fengju aðgang að skurðinum eftir að Panama tekur við yfirráðum. Keuter Uppþot á her- teknu svæðunum Róstur á herteknu svæðunum brutust út í morgun þegar upp- reisn Palestinumanna hefúr sinn níunda mánuð. Palestínumenn efndu til verkfalla til að minnast þessara timamóta. Samkvæmt upplýsingum Pal- estinumanna lét ungur Palest- ínumaðm- lífið af völdum byssu- skots þegar ísraelskum her- mönnum og mótmælendum lenti saman í Kalkilya á vesturbakk- anum. Tuttugu og fimm Pal- estínumenn til viöbótar særðust í átökunum. Yfirvöld í ísrael segja að drengurinn hafi ekki verið skotinn til bana. Alls hafa 249 Palestínumenn og fiórir ísraelar látiö lífið á þeim níu mánuðum sem róstumar hafa staðið. í gær gerðu ísraelar loftárás á palestínska útvarpsstöð í Líban- on sem yfirvöld segja að hafi hvatt til uppþota. Samkvæmt talsmönnum Líbanons létust þrír í árásinni sem er sú þrettánda sem ísraelskir hermenn gera á skotmörk innan Líbanon á þessu dri. Reuter Aðstoð til bænda Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt 3,9 milljarða dollara aðstoð til bænda í Banda- ríkjunum sem farið hafa illa út úr þurrkunum sem ríkt hafa í miövesturríkjunum síðustu vik- ur. Öldungadeildin samþykkti fmmvarpið á mánudag. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hefúr lofað undirskrift sinni á frumvarpiö sem allra fyrst. Reuter Samkvæmt skoðanakönnunum í forsetaframbjóðandaefni repúblik- nokkuð á forskot Michael Dukakis, Bandaríkjunum hefur George Bush, ana til forsetakosninga í haust, unnið forsetaefnis demókrata. George Bush, forsetaframbjóðandaefni repúblikana, hefur'unnið nokkuð á forskot Michael Dukakis, forsetafram- bjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Dukakis haföi 17 prósent forskot á Bush í skoðanakönnun sem gerð var í júlí en samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem gerð var í gær, hefur Bush nú minnkað muninn niður í sjö prósent. Samkvæmt könnuninni hef- ur Bush nú 42 prósent stuðning Bandaríkjamanna en Dukakis 47 prósent. Stuðningsmenn Bush vinna nú að undirbúningi að flokksþingi repú- blikana sem haldið verður um miðj- an mánuðinn. í undirbúningi er stefnuskrá flokksins sem verður formlega kynnt á þinginu. Að sögn stuðningsmanna Bush er mikil áhersla lögð á reynslu Bush í utan- ríkismálum en Dukakis hefur einna helst verið gagnrýndur fyrir htla reynslu í þeim málurn. Stuðningsmenn Bush segja að ekki sé nóg að afla sér reynslu á sviði inn- anríkis- og utanríkismála þegar komið er í forsetaembættið og segja að repúblikanar hafi þá reynslu sem þarf til að stjórna landinu af rögg- semi. í stefnuskránni kemur fram að Bush muni ekki hækka skatta en skattamál hafa ætíð verið mikilvæg kosningamál í Bandaríkjunum. Þar kemur einnig fram að Bush sé hlynntur því að fjárlög til innanríkis- mála skuli skorin niður til að minnka halla ríkissjóðs og að herða verði baráttuna gegn fíkniefnum í landinu. Fíkniefnavandi Bandaríkjanna ætlar að reynast hitamál í kosningabarátt- unni og leggja báðir frambjóðendur mikla áherslu á að leggja verði meira kapp á að beijast gegn aukinni notk- un fíkniefna. Hvað varðar utanríkismál er áherslan á hin sígildu efni repúblik- ana, efla skuli varnir landsins og að halda skuli áfram með stjörnu- stríðsáætlunina en Dukakis hefur lýst sig andvígan henni. Fjöldahandtökur á Iriandi Fjörutíu og tveir írskir lýðveldis- sinnar voru handteknir í miklum óeirðum sem brutust út í Belfast á Norður-írlandi í gær. Rósturnar hófust þegar kaþóhkkar söfnuðust saman á götum borgarinnar til að minnast þess að 17 ár eru liðin síð- an yfirvöldum var gert kleift að handtaka menn án þess að til rétt- arhalda yfir þeim kæmi. Þessari stefnu yfirvalda var breytt árið 1975. Lýðveldissinnarnir köstuðu bensínsprengjum, handsprengjum og grjóti að lögreglu í nótt að sögn yfirvalda. Eldur var borinn að bif- reiðum á götum borgarinnar og árás var gerð á kirkju baptista. Átta lögreglumenn særðust í átök- unum. Aö sögn lögregluyfirvalda notuðu lögreglumenn gúmmíkúlur til að dreifa mannfjöldanum en þeir við- urkenndu að hafa notað alvörukúl- ur þegar skotið var að þeim. Reuter Suður-Afríka hefur brottflutning herja sinna frá Angóla Suður-Afríkustjórn mun hefja brottflutning heija sinna frá Angóla í dag til nágrannaríkisins Namibíu. Alls eru tvö þúsund suður-afrískir hermenn í Angóla og samkvæmt skilmálum ' vopnahléssamnings Kúbu og Angóla, sem undirritaður var á mánudag, verða alhr hermenn- irnir á brott fyrir 1. september nk. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Chester Crocker, sagði í gær að Bandaríkjasijórn myndi ekki hætta stuðningi við skæruhðahreyfingu UNITA sem bar- ist hefur gegn yfirráðum Suður- Afríku í Angóla. Hann gaf í skyn að aðstoðinni yrði hætt ef Sovétríkin myndu draga stuðning sinn við stjórn Angóla til baka. Talsmenn UNITA sögðu að þeir myndu halda baráttunni áfram þar til stjómvöld í Suöur-Afríku sam- þykktu að fulltrúar UNITA tækju þátt í friðarviðræðunum. Frekari friðarviðræður deiluaðha í Angóla hefjast þann 22. ágúst nk. Reuter Umsjón: Steinunn Böðvarsdóttir Hamadi neitar ásökunum um morð Mohammed Ah Hamadi, sem í Hinn flugræninginn, Izz al-Dine, gær viðurkenndi aðUd að ráni hefur enn ekki fundist. í réttinum bandarískrar farþegaþotu árið var lesin yfirlýsing vitnis þar sem 1985, hefur neitaö að hafa átt aðUd kemur fram að al-Dine hafi verið að morðinu á Robert Stethem, sá er myrti Stethem. Að sögn yfir- bandarískum kafara sem var far- valda er ekki efast um framburð þegi í véhnni. þessa vitnis. Hammadi, sem er shíta múham- Hammadi og félagi héidu 39 eðstrúarmaður, hefur hingaö til bandarískum gíslum fóngnum í neitað að hafa átt aðild að flugrán- tæpar þrjár vikur. Þeim var sleppt inu en sagði í gær að hann heföi þegarlsraelsstjómgekkaðkröfum gripið til þessa ráös í örvæntingu þeirra um að sleppa úr haldi 700 til aö stuöla að því að fá félaga sína shíta múharaeðstrúarmönnum, leysta úr fangelsi í ísrael. . Ekki er enn Ijóst hvaða áhrifjátn- Hammadi kvaðst hafa reynt að ing Hammadis keraur til með að fá félaga sína, sem tóku þátt í flug- hafa á örlög vestur-þýska kaup- ráninu, til að hverfa frá áætlun sýslumannsins Rudolf Cordes en sinni aö myrða Stethera þar sem honum er haldið í gíslingu í Líban- þeir hafi komið sér saman um að on. lífi farþeganna yrði þyrmt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.