Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Erlend myndsjá Tómt vesen Láfið er tómt vesen. Öll erum við í vandræðum, hvert á sinn mátann. Flóðhesturinn (t.v.) strauk úr sirkus í Hollandi fyrir nokkru og fann sér síki með innbyggðri kæl- ingu. Nú er enginn friður fyrir fólki sem vill að hann fari til baka. Sæljónið hér að neðan villtist af leið sinni og rataði upp á klappir við Ekvador þar sem hitinn er al- veg að fara með heilsu þess. Fíllinn til hægri er táningur, að- eins fjórtán ára að aldri. Dýragarð- urinn í Peking, þar sem hann býr, er blankur og því verður ungling- urinn að lifa á bónbjörgum. Hlið friðar Þetta glæsilega og vængjaða mann- virki ber heitið Hlið friðar. Um þess- ar mundir er unnið dag og nótt að því að fullgera byggingu þess enda skammt að bíða að það komist í notk- un. Mannvirki þetta er raunar hluti af uppbyggingu Suður-Kóreumanna fyrir ólympíuleikana sem haldnir verða í Seoul, höfuðborg landsins, í komandi mánuði. Þessi þijátíu og tveggja metra háa og sextíu og tveggja metra breiða minnismerki verður hhðið inn í ólympíugarðinn í Seoul. Undirbúningur ólympíuleikanna er nú að komast á lokastig. Mann- virki eru öll að verða tilbúin að taka á móti þeim tugþúsundum sem þar munu koma saman, ýmist sem kepp- endur, aöstoðarfólk eða áhorfendur. Margt bendir nú til að stærsta vandamálið tengt leikum þessum, deilurnar milh Suður-Kóreu og Noröur-Kóreu, muni leysast á næst- unni. N-Kóreumenn hafa loks lýst sig fusa til samninga og þátttöku í leik- unum og fari svo mun hhð friðarins ef til vih standa undir nafni. Hátt uppi Báðir eru þessir menn hátt uppi þótt ástæður þeirra séu óhkar. Þessi til vinstri er að vinna efst' uppi í grind aö þrjú hundruð og fimmtán metra hárri, sjötíu hæöa skrifstofubyggingu í Hong Kong. Hinn (til hægri) er að slæpast í fri- inu sínu og situr á brún Lycabbet- us-hæðarinnar fyrir ofan Aþenu. Sá vinnusami hefur þó viðara útsýni en ferðalangurinn. Loftið yfir Hong Kong virðist tiltölulega tært. í Aþenu er hins vegar einhver mesta mengun sem mælist að jafn- aði í Evrópu og ber myndin það meö sér því grámóska er yfir þess- ari grísku borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.