Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
19
Sviðsljós
Fyrstur til að leysa þrautina
Travers McCullough, 16 ára gamall Lundúnabul, er sagöur vera fyrsti
maöur í heimi til aö leysa hlna svokölluöu klukku Rubiks. Kfukkan er
nýjasta þraut Erno Rubiks, hins ungverska arkitekts sem náöi heims-
(rægö þegar töfrakubbur hans fór sem eldur i sinu um heim allan.
Simamynd Teuter
Díana prinsessa sleppir ekki hendinni af strákunum tveimur enda aldrei
að vita upp á hverju þriggja og sex ára gamlir guttar geta tekið. Karl og
Diana áttu sjö ára brúðkaupsafmæli þann 29. júli sl.
Simamynd Reuter
og Joan Collins hafa nú bundið
enda á gamalt rifrildi sem byrjaði
þegar Dallas og Dynasty voru
keppinautar. Rifrildrið endaði
þegar Joan las viðtal við J.R. í
tímariti þar sem hann lét hafa
eftir sér að hann hefði farið út
meö Joan þegar hún var sautján,
og honum hefði fundist hún fal-
legasta stúlka sem hann hefði
nokkurn tíma séð. Joan mun hafa
hringt í hann til að þakka um-
mælin og eftir langt símtal þá
ákváðu þau að leika saman í sjón-
varpsmynd. Og nú slást banda-
rísku sjónvarpsstöðvarnar um að
fá aö gera myndina.
Hann er gamall maður sem býr við
sjóinn og deildi hann mörgum veiði-
túrnum með rithöfundinum Emest
Hemingway sem síðar áttu eftir að
blása anda í skáldið.
Gregorio Fuentes var skipstjóri á
snekkju Hemingways, E1 Pilar, og
aldavinur skáldsins. Hann er einnig
líklega sá Kúbubúi sem best þekkti
Hemingway en hans er enn minnst
á Kúbu, 27 árum eftir dauða hans.
Gamli sjóarinn varð níræður í júlí
en minningar hans um „Papa“, eins
og flestir Kúbanir kölluðu hinn
bandariska rithöfund, em lifandi.
Gregorío minntist dagsins, „senni-
lega í kringum 1950“, þegar Heming-
way fékk hugmyndina að „The old
man and the sea“, sögu um hugrekki
aldraðs sjómanns. Bókin var gefin
út 1952 og tveimur árum seinna fékk
Hemingway nóbelsverðlaunin fyrir
hana.
Gamli maðurinn
„Sástu bátinn þarna?" hafði Greg-
orio spurt Hemingway er þeir sigldu
nálægt Cabanas sem er um 60 km
vestur af Havana. „Það var þarna
gamall fiskimaður og við hlið hans
var ungur drengur. Gamli maðurinn
var að paufast viö að ná fiski úr neti
og hrópaöi til okkar að snauta í
burtu. Seinna sagði Hemingway mér
að hann ætlaði að skrifa bók um
þessa sjón og að ég gæti mikið hjálp-
að honum,“ sagði Gregorio.
Hann situr í gömlum slitnum hæg-
indastól í stofunni í látlausa húsinu
sínu í sjávarþorpinu Cojimar. Greg-
orio minnist þess þegar hann hitti
rithöfundinn fyrst árið 1925.
„Það var á Tortugu, sem er sú
bandaríska eyja sem er næst Kúbu,
eftir mikinn storm. Hann var með
nokkrum öðrum og við gáfum þeim
mat og tókum bát þeirra í tog. Hem-
ingway sagði við mig á reiprennandi
spænsku: „Sé þig á Kúbu,“ en ég
hugsaði ekkert meira út í það.
Þremur árum seinna kom Heming-
Gregorio Fuente, tyrrum skipstjóri á El Pilar, stendur hér viö brjóstmynd af Hemingway sem íbúar Cojimar reistu
til minningar um rithöfundinn.
way í fyrsta skipti til Kúbu og dvald-
ist þá í tvo sólarhringa. Seinna meir
varð hún heimili hans.
Þurfti að hreinsa hugann
Á þeim tíma þvældist Gregorio á
skipum sem sigldu til Evrópu og Afr-
íku en árið 1935 sneri hann til Kúbu
þó aö sjálfur sé hann reyndar fæddur
á Kanaríeyjum. Ári síðar varð hann
svo skipstjóri á snekkju Heming-
ways. „Við vorum vanir að fara til
veiða tvisvar eða þrisvar í viku.
Hann sagði að hann þyrfti aö hreinsa
hugann eftir ritstörfin. Hann skrifaði
alltaf á næturnar," sagði gamli sjóar-
inn. „Við vorum aldrei lengur í burtu
en 28 daga í einu vegna þess að hann
þurfti að borga mánaðarleiguna af
húsinu."
La Vigia , sveitasetrið þar sem
Hemingway dvaldist, er nú safn.
Setriö er rétt fyrir utan Havana og
það var þriðja kona hans sem fann
það. Rithöfundurinn borgaði 828.000
krónur fyrir staðinn í beinhörðum
peningum árið 1940. Um 20.000 ferða-
menn koma þangað á hverju ári til
að mega augum líta ritvél rithöfund-
arins, bækur hans og uppábúið
kvöldverðarborðið.
Elskaði sterka bjorinn og
loftslagið .
Auk La Vigia er íleira á eyjunni
sem minnir á Hemingway, þessari
eyju sem hann elskaði fyrir djúpsjáv-
arveiðar, sterkan bjór, gott romm og
hlýtt loftslag. Rétt fyrir vestan Ha-
vana er hafnarsvæði með veitinga-
stöðum, hótelum og minjagripabúö-
um sem bera nafn hans. Ferðamenn
flykkjast til miðbæjarins og á barinn
Bodeguita del Medio þar sem hann
var vanur að sitja og sötra þjóöar-
drykkinn Mojitos sem samanstendur
af rommi, sykri, mintu og lime.
Þegar sjómenn í Cojimar fréttu um
sjálfsvíg Hemingways árið 1961 söfn-
uðu þeir fé fyrir bronsbrjóstmynd af
skáldinu, “'sennilega það fyrsta sem
gert var til að minnast Hemingways
eftir dauða hans.
---------------------'---------------------------------------------------------------------------------7---------------------
Ólyginn
sagði...
Connie Sellecca
- sem sjónvarpsáhorfendur ættu
að muna eftir úr Hótelþáttunum
- fékk skell nýlega. Hún var að
ganga í hægðum sínum yfir dans-
gólf í næturklúbbi einum, þegar
hún fékk slæm högg í höfuðið og
brjóstkassann. „Arásarmaður-
inn“ var stúlka sem dansaði sem
tryllt væri, veifandi út öllum öng-
um. Connie datt flöt á gólfið og
fimm karlstrippdansarar voru
óðar komnir til aðstoðar. Stúlku-
kindin mun hafa beðist afsökun-
ar.
Michael J. Fox
er í miklu uppáhaldi hjá Pepsi-
fyrirtækinu því auglýsing, sem
hann lék í fyrir það, hefur borið
árangur. Pepsi hefur þv.í beðið
hann um að koma fram í þremur
auglýsingum í viðbót. Fyrir þetta
smáræði mun Michael svo fá 92
milljónir á ári eins lengi og aug-
lýsingarnar verða notaðar.
Larry Hagman
Hemingways enn minnst á Kúbu