Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. 3 Fréttir Norður-Múlasýsla: Enginn sótb' um sýslumannsembættið „Það sótti enginn um sýslumanns- embættið en umsóknarfrestur rann út 5. ágúst. Ég veit ekki hvað veldur eða til hvaða ráða verður gripið en varla verður auglýst aftur alveg á næstunni," sagði Skúli Guðmunds- son, fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu. 1. september lætur Sigurður Helga- son af embætti sýslumanns Noröur- Múlasýslu og bæjarfógetans í Seyöis- firði. Eins og fram kom hjá Skúla sótti enginn um að verða arftaki Sig- urðar og er þetta annað embættið á vegum dómsmálaráöuneytisins á stuttum tíma 'þar sem enginn um- sækjandi fæst. Enginn sótti um stööu bæjarfógetans á Olafsfirði í apríl og var þá Elías Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, settur til að gegna stöð- unni fram til 1. september. Er búist við aö ráðherra setji einhvem í starf sýslumannsins í Norður-Múlasýslu fyrst í stað en síðan verði starfið auglýst aftur. -JFJ Prestarnir á kirkjutröppunum eftir vígsluna. Frá vinstri Hulda Hrönn Helga- dóttir, Hrísey, Yrsa Þórðardóttir, Hálsi, Fnjóskadal, Ragnheiður Erla, Örn Friðriksson prófastur, Björn Jónsson, Staðarfelli, Ljósavatnshreppi, og Ingi- mar Ingimarsson, Þórshöfn. DV-mynd Hólmfríður Ragnheiður Erla vígð prestur á Raufarhöfn Hóbnfriður Friðjónsdóttir, DV, Eaufarhöfn: Síðastliöinn sunnudag var séra Ragnheiður Erla Bjarnadóttir sett í embætti sóknarprests hér í Raufar- hafnarprestakalli. Það var Örn Frið- riksson prófastur sem setti hana í embætti. Kirkjan var fullsetin. Sóknarprestur hefur ekki setið hér á Raufarhöfn síðustu tvö árin en sókninni hefur þjónað séra Sigurvin Elíasson, prestur á Skinnastað. í samtalivið DV kvaðst Ragnheiöur hlakka til að takast á viö hið nýja starf og hafa hugsað sér meðal ann- ars að beita sér mjög í æskulýðsmál- um og starfrækja sunnudagaskóla. Eftir vígsluna var skírnarathöfn og var það fyrsta skírn Ragnheiðar. Unnur, sem er dóttir Lilju Björns- dóttur og Jóns Ómars Finnssonar, var skírð. Að lokinni messu var haldið kaffi- samsæti í boöi sóknarnefndar á Hót- el Norðurljósum. EskiQöröur: Úrhelli olli skemmdum á húsi Mikið úrhelli var á Eskifirði í fyrrakvöld og aðfara’nótt þriðju- dags. Við það skolaðist laust vega- vinnuefni til og stíflaði ræsi. Þá virð- ist yfirþrýstingur hafa komið á frá- rennshskerfið þannig að flæddi upp um niðurföll í einu húsi. Vegna vatnsgangsins óttuðust menn að fleiri óhöpp yrðu. Voru björgunar- sveit og starfsmenn Vegagerðar því í viðbragðsstöðu fram eftir nóttu. Ekki urðu fleiri umtalsverðar skemmdir en mikill aur er á götum. -hlh HÖRPU ÞAKVARI LÆTUR EKKI ÍSLENSK VEÐUR Á SIG FÁ Einstakt veðrunarþol. Ljósþolin litarefni. Auðveldur og léttur í notkun. Fjölbreytt litaval. HAFÐU VARANN Á Með HÖRPU þakvara er fátt sem þakið ekki þolir.- HARPA gefur lífinu lit! HAGKAUP Á SELTJARNARNESI A morgun kl. 9 opnar Hagkaup MATVÖRUMARKAÐ við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. HAGKAUP Seltj arnarnesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.